Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir hina tvo vistaða á lögreglustöð og bíða þess að verða yfirheyrðir. Sá þriðji hefur verið færður aftur á meðferðarheimilið Stuðla þar sem fjölmörg ungmenni hafa verið vistuð í tengslum við ofbeldismál undanfarnar vikur og mánuði.
Lögregla veitir ekki nákvæmar upplýsingar um það hvar hnífaárásin átti sér stað. Þrír hafi verið handteknir í íbúð nærri vettvangi í nótt.
Þolandi í málinu er fullorðinn karlmaður. Ásmundur Rúnar segir málið áfram í vinnslu, meðal annars í samvinnu við barnaverndaryfirvöld vegna ungs aldurs tveggja handteknu.