Hildur Sif og Páll Orri greiddu 90,3 milljónir fyrir íbúðina.
Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús og opið alrými. Þaðan er útgengt á tólf fermetra sérafnotareit.
Fagurfræði og ítölsk hönnun
Fram kemur í lýsingu fasteignarinnar að mikill metnaður hafi verið lagður hönnun eignarinnar, bæði á innra flæði og við efnisval, sem spegla listrænan metnað hússins í heild sinni.
„Ítölsku innanhússhönnuðirnir hjá Studio Marco Piva hafa hannað þrjú þemu fyrir innri frágang íbúðanna sem sækja innblástur í íslenska landslagið, hugtökin eru Eimur, Sær og Blámi. Hönnuninni er ætlað að skapa einstakan lífstíl sem sameinar íslenskan arkitektúr og ítalska innanhúshönnun á glæsilegan og vandaðan hátt,“ kemur fram í lýsingu eignarinnar.
Hildur Sif hefur gefið fylgjendum sínum á Instagram innsýn inn í ferlið þar sem hún er að máta gólfefni í nokkrum ólíkum viðarlitum við eldhúsinnréttinguna. Innréttingin er hvít og með dökkum við og hlýlegum stein á borðum.
Ljósir litatónar, hlýleiki og náttúrulegur efniviður virðist heilla parið þegar kemur að vali á húsgögnum inná nýja heimilið.



Hildur Sif og Páll Orri opinberuðu samband sitt í febrúar á þessu ári. Sex ára aldursmunur er á parinu, hann er fæddur árið 1999 og hún 1993.
Hildur Sif er sálfræðingur að mennt og starfar í markaðsdeild Arion banka.
Páll Orri er lögfræðingur að mennt og starfar sem verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka.