Í orði en ekki á borði Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 11. september 2024 12:33 Borgarfulltrúar mynda stjórn borgarinnar og búa yfir miklu valdi sem vandmeðfarið er. Sjálf tel ég það ákveðið ábyrgðarleysi af hálfu Velferðarráðs að skipa rétt rúmlega tvítuga konu sem jafnframt er yngsti borgarfulltrúi sögunnar yfir nefnd sem tekur á jafn viðkvæmum og flóknum málum sem Áfrýjunarnefnd Velferðarráðs gerir í viku hverri. Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er vegna þess að ég er einstæð langveik kona sem á von á mínu fyrsta barni. Í gegnum félagsráðgjafa minn í þjónustumiðstöðinni var sótt um næturstuðning við ófæddu dóttur mína til eins mánaðar og kom það okkur satt að segja mikið á óvart að fá synjun á nauðsynlegum stuðningi hjá þessari nefnd. Í ljósi þess hversu stutt er í fæðinguna neyddist ég til að halda áfram baráttu í leit að stuðningi fyrir sjálfa mig og ófædda barnið mitt jafnvel þótt að ég væri komin með hjartsláttarvanda vegna langvarandi streitu, of háan púls, alltof háan blóðþrýsting, kvíða og langtíma svefnvanda. Samt vissi ég að það besta fyrir mig og heilsu okkar mæðgna væri að ná góðri hvíld í aðdraganda fæðingarinnar. Það var ekki fyrr en læknir minn fyrirskipaði mér að taka því rólega vegna hættu á meðgöngueitrun að ég ákvað að setja heilsuna í forgang og sleppti að mestu tökum á áhyggjum mínum og reyndi að hugsa ekki um allar hindranarnir sem ég hafði þurft að mæta á sjálfri meðgöngunni, sem margar hverjar voru enn óleystar. Mér skilst að þegar mál mitt var tekið fyrir á fundinum hjá áfrýjunarnefndinni hafi einungis Magnea Gná, formaður nefndarinnar setið fundinn, ásamt deildarstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Því veit ég að ef þessi tiltekni borgarfulltrúi hefði kynnt sér málið betur og tekið upplýstari ákvörðun útfrá innsæi sínu, hefði ég ekki þurft í kjölfarið að fara í gegnum dagana á eftir á hnefanum og taka upp baráttuanda aðgerðarsinnans til að geta búið mér og barni mínu gott líf fyrst um sinn. Ég undirstrika það ég er ekki einungis að gagnrýna ungan aldur viðkomandi borgarfulltrúa heldur einnig reynsluleysi hennar þegar kemur að þessum málaflokki. Þessi borgarfulltrúi Framsóknar lét birta pistil eftir sig um liðna helgi þar sem hún skrifaði um mikilvægi stuðnings við barnafjölskyldur í Reykjavík. Eftir að ég las skrifin fylltist ég reiði, eitthvað sem gerist í raun sárasjaldan. Mér fannst ótækt að manneskja í forréttindastöðu líkt og hún hefði það í sér að birta skrif um málefni ungra barna þegar hún er greinilega er orðin of samdauna kerfinu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um málefni borgarbúa í Reykjavík sem jafnframt búa við jaðarsetningu vegna stöðu sinnar líkt og á við í mínu tilfelli. Þessa dagana er ég í innlögn á Landspítala og einungis tímaspurnsmál hvenær kemur að fæðingunni. Í kringum mig er hópur af fagfólki að reyna að redda hinu og þessu svo að allt gangi upp að lokum. Á meðan reyni ég að sýna æðruleysi, sem er ekki auðvelt þegar maður upplifir sig vanmáttuga gagnvart kerfum sem eiga að grípa mann en gera gjarnan hið þveröfuga. Það sem hefur hjálpað mér að undanförnu er hversu góða ég á að, bæði fjölskyldu og vini sem sýnt hafa mér mikinn stuðning. Vonandi get ég fengið að njóta þess að verða móðir þegar dóttir mín kemur í heiminn og sloppið við það að mestu að vera algjör kvíðahrúga eins og mér hefur liðið undanfarna mánuði. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar mynda stjórn borgarinnar og búa yfir miklu valdi sem vandmeðfarið er. Sjálf tel ég það ákveðið ábyrgðarleysi af hálfu Velferðarráðs að skipa rétt rúmlega tvítuga konu sem jafnframt er yngsti borgarfulltrúi sögunnar yfir nefnd sem tekur á jafn viðkvæmum og flóknum málum sem Áfrýjunarnefnd Velferðarráðs gerir í viku hverri. Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er vegna þess að ég er einstæð langveik kona sem á von á mínu fyrsta barni. Í gegnum félagsráðgjafa minn í þjónustumiðstöðinni var sótt um næturstuðning við ófæddu dóttur mína til eins mánaðar og kom það okkur satt að segja mikið á óvart að fá synjun á nauðsynlegum stuðningi hjá þessari nefnd. Í ljósi þess hversu stutt er í fæðinguna neyddist ég til að halda áfram baráttu í leit að stuðningi fyrir sjálfa mig og ófædda barnið mitt jafnvel þótt að ég væri komin með hjartsláttarvanda vegna langvarandi streitu, of háan púls, alltof háan blóðþrýsting, kvíða og langtíma svefnvanda. Samt vissi ég að það besta fyrir mig og heilsu okkar mæðgna væri að ná góðri hvíld í aðdraganda fæðingarinnar. Það var ekki fyrr en læknir minn fyrirskipaði mér að taka því rólega vegna hættu á meðgöngueitrun að ég ákvað að setja heilsuna í forgang og sleppti að mestu tökum á áhyggjum mínum og reyndi að hugsa ekki um allar hindranarnir sem ég hafði þurft að mæta á sjálfri meðgöngunni, sem margar hverjar voru enn óleystar. Mér skilst að þegar mál mitt var tekið fyrir á fundinum hjá áfrýjunarnefndinni hafi einungis Magnea Gná, formaður nefndarinnar setið fundinn, ásamt deildarstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Því veit ég að ef þessi tiltekni borgarfulltrúi hefði kynnt sér málið betur og tekið upplýstari ákvörðun útfrá innsæi sínu, hefði ég ekki þurft í kjölfarið að fara í gegnum dagana á eftir á hnefanum og taka upp baráttuanda aðgerðarsinnans til að geta búið mér og barni mínu gott líf fyrst um sinn. Ég undirstrika það ég er ekki einungis að gagnrýna ungan aldur viðkomandi borgarfulltrúa heldur einnig reynsluleysi hennar þegar kemur að þessum málaflokki. Þessi borgarfulltrúi Framsóknar lét birta pistil eftir sig um liðna helgi þar sem hún skrifaði um mikilvægi stuðnings við barnafjölskyldur í Reykjavík. Eftir að ég las skrifin fylltist ég reiði, eitthvað sem gerist í raun sárasjaldan. Mér fannst ótækt að manneskja í forréttindastöðu líkt og hún hefði það í sér að birta skrif um málefni ungra barna þegar hún er greinilega er orðin of samdauna kerfinu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um málefni borgarbúa í Reykjavík sem jafnframt búa við jaðarsetningu vegna stöðu sinnar líkt og á við í mínu tilfelli. Þessa dagana er ég í innlögn á Landspítala og einungis tímaspurnsmál hvenær kemur að fæðingunni. Í kringum mig er hópur af fagfólki að reyna að redda hinu og þessu svo að allt gangi upp að lokum. Á meðan reyni ég að sýna æðruleysi, sem er ekki auðvelt þegar maður upplifir sig vanmáttuga gagnvart kerfum sem eiga að grípa mann en gera gjarnan hið þveröfuga. Það sem hefur hjálpað mér að undanförnu er hversu góða ég á að, bæði fjölskyldu og vini sem sýnt hafa mér mikinn stuðning. Vonandi get ég fengið að njóta þess að verða móðir þegar dóttir mín kemur í heiminn og sloppið við það að mestu að vera algjör kvíðahrúga eins og mér hefur liðið undanfarna mánuði. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun