Alþjóðlegar kröfur um króknandi en velupplýsta leikmenn Pawel Bartoszek skrifar 11. september 2024 14:31 Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til þess er að láta einhverja aðra borga fyrir stofnkostnaðinn við reksturinn. Í tilfelli knattspyrnuiðnaðarins: fyrir leikvangana og það sem þeim tengist. Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum. Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“. Stundum meika þessi útgjöld einhvern sens og geta nýst í eitthvað skynsamlegt til frambúðar. En stundum bara alls ekki. Nú eru til dæmis Víkingar að fara að spila Sambandsdeild Evrópu í vetur. Knattspyrnusamband Evrópu vill ekki leyfa þeim að spila á Laugardalsvelli að því að reyndist ekki unnt að spila á honum einn leik síðast. Líkt og það sé ekki viðbúið að „force-majeure“ klausan þurfi mögulega að vera notuð þegar spila þarf fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Ein af ástæðum fyrir því að ekki sé hægt að spila hvar sem er „krafa“ um aðskildar stúkur. Það er gert til að aðgreina áhorfendahópa. Þaðan koma líka kröfur um snúningshlið á völlum sem ekkert íslenskt mannvirki uppfyllir raunar og við virðumst fá undanþágu frá. Margt að þessu er kannski skiljanlegt, en það er ekki fullmikil meðvirkni með einhverjum bullukúltúr ef að þú getur ekki látið aðdáendur ólíkra liða horfa saman á leik í eina og sama mannvirkinu? Og eiga skattgreiðendur hér á landin að bera kostnað af þessari kröfu? Og þá kemur að því sá völlur sem helst uppfyllir það að hægt sé að spila fótbolta á honum á upphituðu grasi og aðgreina hópa er Kópavogsvöllur. Hann er hins vegar ekki með nægilega sterk flóðljós fyrir sjónvarpsútsendingar. Sem aftur kemur að þeim punkti að það er verið að leggja til að spila fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Klukkan átta um kvöldið. Ætli að það sé ráðlegt út frá heilsu leikmanna? Áhorfenda? Skynsamlegri nýtingu á fjármunum? Nei, það sem ræður för þarna eru sjónvarpsútsendingar. Það eru örugglega einhver góð rök fyrir þessum tímasetningum, en ef að hin ósýnilega hönd markaðarins vill endilega spila fótbolta við heimskautsbaug, að vetri til, um nótt, þá mætti hún kannski leggja sinn skerf á borðið til að það geti orðið af því. Frekar en að krefjast þess að skattgreiðendur borgi brúsann. Því ekki má gleyma að allt þetta, allar þessar kröfur og öll þessi óbilgirni, eru mannanna verk. HM í Katar fór ekki fram um mitt sumar. Leikirnir voru brotnir upp með vatns-pásum. Af því að mótið fór fram í Katar. Við Persaflóann. Af því að þótt það hafi kostað óheyrilegar fjárhæðir að halda mótið þá lögðu menn það ekki á sig að færa landið til á jarðkringlunni. Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Viðreisn KSÍ Víkingur Reykjavík Laugardalsvöllur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til þess er að láta einhverja aðra borga fyrir stofnkostnaðinn við reksturinn. Í tilfelli knattspyrnuiðnaðarins: fyrir leikvangana og það sem þeim tengist. Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum. Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“. Stundum meika þessi útgjöld einhvern sens og geta nýst í eitthvað skynsamlegt til frambúðar. En stundum bara alls ekki. Nú eru til dæmis Víkingar að fara að spila Sambandsdeild Evrópu í vetur. Knattspyrnusamband Evrópu vill ekki leyfa þeim að spila á Laugardalsvelli að því að reyndist ekki unnt að spila á honum einn leik síðast. Líkt og það sé ekki viðbúið að „force-majeure“ klausan þurfi mögulega að vera notuð þegar spila þarf fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Ein af ástæðum fyrir því að ekki sé hægt að spila hvar sem er „krafa“ um aðskildar stúkur. Það er gert til að aðgreina áhorfendahópa. Þaðan koma líka kröfur um snúningshlið á völlum sem ekkert íslenskt mannvirki uppfyllir raunar og við virðumst fá undanþágu frá. Margt að þessu er kannski skiljanlegt, en það er ekki fullmikil meðvirkni með einhverjum bullukúltúr ef að þú getur ekki látið aðdáendur ólíkra liða horfa saman á leik í eina og sama mannvirkinu? Og eiga skattgreiðendur hér á landin að bera kostnað af þessari kröfu? Og þá kemur að því sá völlur sem helst uppfyllir það að hægt sé að spila fótbolta á honum á upphituðu grasi og aðgreina hópa er Kópavogsvöllur. Hann er hins vegar ekki með nægilega sterk flóðljós fyrir sjónvarpsútsendingar. Sem aftur kemur að þeim punkti að það er verið að leggja til að spila fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Klukkan átta um kvöldið. Ætli að það sé ráðlegt út frá heilsu leikmanna? Áhorfenda? Skynsamlegri nýtingu á fjármunum? Nei, það sem ræður för þarna eru sjónvarpsútsendingar. Það eru örugglega einhver góð rök fyrir þessum tímasetningum, en ef að hin ósýnilega hönd markaðarins vill endilega spila fótbolta við heimskautsbaug, að vetri til, um nótt, þá mætti hún kannski leggja sinn skerf á borðið til að það geti orðið af því. Frekar en að krefjast þess að skattgreiðendur borgi brúsann. Því ekki má gleyma að allt þetta, allar þessar kröfur og öll þessi óbilgirni, eru mannanna verk. HM í Katar fór ekki fram um mitt sumar. Leikirnir voru brotnir upp með vatns-pásum. Af því að mótið fór fram í Katar. Við Persaflóann. Af því að þótt það hafi kostað óheyrilegar fjárhæðir að halda mótið þá lögðu menn það ekki á sig að færa landið til á jarðkringlunni. Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun