Lífið

Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við

Lovísa Arnardóttir skrifar
Björk ætlar að spila aðra tónlist en sína á Radar um helgina. Þegar hún er búin tekur svo Blawan við. 
Björk ætlar að spila aðra tónlist en sína á Radar um helgina. Þegar hún er búin tekur svo Blawan við.  Vísir/Getty og Mynd/KaziaZacharko

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri.

„Blawan er háþróaðasti teknóartisti samtímans, allavega þessarar aldar,“ segir Arnviður Snorrason, eða Addi Exos, sem sér um skipulagningu kvöldsins. Hann segir afar ánægjulegt að fá svo Björk til liðs við sig.

„Bara svo það sé alveg skýrt þá er Björk að DJ-a, en ekki syngja,“ segir Addi léttur. Með Björk verður Aleph Molinari.

Björk hefur um árabil dj-að á skemmtistöðum á íslandi og í Reykjavík. Á þessu ári hefur hún sem dæmi spilað í New York undir Brooklyn brúnni og í París í apríl með tónlistarkonunni Arca en þær unnu saman að plötunum Vulnicura og Utopia.

Tónleikarnir eru aðrir í tónleikaröð sem Addi skipuleggur á Radar. Fyrstu tónleikarnir voru í ágúst, aðrir tónleikarnir næstu helgi og þeir þriðju í október. Þá kemur fram plötusnúðurinn Dave Clarke.

Hægt er að kynna sér viðburðinn nánar hér á vef Tix. Auk Björk og Blawan koma fram Elísabet, Lafontaine, Exos, Jamesendir og plötusnúðahópurinn Plútó. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×