Ferðaþjónustan - hvernig gengur? Pétur Óskarsson skrifar 12. september 2024 17:01 Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru enn hátt verðlag og erfið og misvísandi umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um eldsumbrotin á Reykjanesi. Hin hliðin er svo stóraukin markaðssókn okkar helstu samkeppnislanda, einkum Finnlands og Noregs. Þar að auki er norska krónan með veikara móti sem hefur gert Norðmönnum kleift að bjóða ferðir til Noregs á hagstæðara verði en oft áður. Til að gera langa sögu stutta, þá hefur staða áfangastaðarins Íslands í alþjóðlegum samanburði á flestum sviðum tengdum ferðaþjónustu versnað hratt undanfarin misseri. En hver er staðan? Nú er sumri tekið að halla og því vert að staldra við og taka stöðuna. Þeir sem fylgjast með umfjöllun og umræðu um greinina hafa líklega tekið eftir misræmi í tölfræðilegum upplýsingum. Það hafa birst misvísandi fréttir og leiðréttingar. En hver er staðan og hvernig eru horfurnar fyrir næstu mánuði? Ef við horfum á mikilvægustu mælikvarða á stöðu ferðaþjónustunnar það sem af er ári miðað við í fyrra þá teiknast upp eftirfarandi mynd. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var fjöldi erlendra ferðamanna hérlendis á pari við árið á undan, en gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði verulega. Meðaldvalarlengd ferðamanna styttist frá fyrra ári sem endurspeglast í minnkandi dreifingu þeirra um landið. Hins vegar er erlend kortavelta svipuð og í fyrra, miðað við uppfærðar tölur. Hvernig verður framhaldið? Það má segja að staðan sé að mörgu leyti skárri en á horfðist á vormánuðum en bókunarstaða gististaða er enn þá almennt verri næstu tólf mánuði miðað við á sama tíma í fyrra. Það er áhyggjuefni eitt og sér og útlit er fyrir að dragi úr flugframboði í lok árs, líkt og Seðlabanki Íslands nefndi í nýútkomnum Peningamálum. Það er full ástæða til að taka þá stöðu sem komin er upp alvarlega og bregðast við henni á þann hátt sem okkur er kleift. Markmið íslenskra stjórnvalda hefur verið að laða þá ferðamenn til landsins sem dvelja lengur og ferðast víðar um landið, þá ferðamenn sem skilja meiri verðmæti eftir sig hér á landi en aðrir. Þegar rýnt er í tölfræðina er staðan því miður sú að þróunin er ekki í samræmi við þau markmið sem íslensk ferðaþjónusta og ferðamálayfirvöld hafa sett sér. Markaðssetning á okkar forsendum Íslensk ferðaþjónusta ætlar að vera áfram í sókn og auka verðmætasköpun í greininni til þess að bæta lífskjör um allt land. Til þess að það gangi eftir verðum við meðal annars að sækja fram með skýrri neytendamarkaðssetningu og einbeita okkur að þeim markhópum sem við höfum skilgreint sem eftirsóknarverða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sækja þá gesti og ýta þar með undir þá frábæru byggðastefnu sem ferðaþjónustan réttilega er með dreifingu ferðamanna. Með því verðum við nær markmiði stjórnvalda. Framtíðin er björt í íslenskri ferðaþjónustu en mikilvægt er að við tökum stjórnina í okkar hendur og sækjum fram á okkar forsendum. Staðan og horfur nú eru ágætis áminning um að ekkert gerist af sjálfu sér og að það þarf að hlúa að fjöregginu til að það haldi áfram að blómstra. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru enn hátt verðlag og erfið og misvísandi umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um eldsumbrotin á Reykjanesi. Hin hliðin er svo stóraukin markaðssókn okkar helstu samkeppnislanda, einkum Finnlands og Noregs. Þar að auki er norska krónan með veikara móti sem hefur gert Norðmönnum kleift að bjóða ferðir til Noregs á hagstæðara verði en oft áður. Til að gera langa sögu stutta, þá hefur staða áfangastaðarins Íslands í alþjóðlegum samanburði á flestum sviðum tengdum ferðaþjónustu versnað hratt undanfarin misseri. En hver er staðan? Nú er sumri tekið að halla og því vert að staldra við og taka stöðuna. Þeir sem fylgjast með umfjöllun og umræðu um greinina hafa líklega tekið eftir misræmi í tölfræðilegum upplýsingum. Það hafa birst misvísandi fréttir og leiðréttingar. En hver er staðan og hvernig eru horfurnar fyrir næstu mánuði? Ef við horfum á mikilvægustu mælikvarða á stöðu ferðaþjónustunnar það sem af er ári miðað við í fyrra þá teiknast upp eftirfarandi mynd. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var fjöldi erlendra ferðamanna hérlendis á pari við árið á undan, en gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði verulega. Meðaldvalarlengd ferðamanna styttist frá fyrra ári sem endurspeglast í minnkandi dreifingu þeirra um landið. Hins vegar er erlend kortavelta svipuð og í fyrra, miðað við uppfærðar tölur. Hvernig verður framhaldið? Það má segja að staðan sé að mörgu leyti skárri en á horfðist á vormánuðum en bókunarstaða gististaða er enn þá almennt verri næstu tólf mánuði miðað við á sama tíma í fyrra. Það er áhyggjuefni eitt og sér og útlit er fyrir að dragi úr flugframboði í lok árs, líkt og Seðlabanki Íslands nefndi í nýútkomnum Peningamálum. Það er full ástæða til að taka þá stöðu sem komin er upp alvarlega og bregðast við henni á þann hátt sem okkur er kleift. Markmið íslenskra stjórnvalda hefur verið að laða þá ferðamenn til landsins sem dvelja lengur og ferðast víðar um landið, þá ferðamenn sem skilja meiri verðmæti eftir sig hér á landi en aðrir. Þegar rýnt er í tölfræðina er staðan því miður sú að þróunin er ekki í samræmi við þau markmið sem íslensk ferðaþjónusta og ferðamálayfirvöld hafa sett sér. Markaðssetning á okkar forsendum Íslensk ferðaþjónusta ætlar að vera áfram í sókn og auka verðmætasköpun í greininni til þess að bæta lífskjör um allt land. Til þess að það gangi eftir verðum við meðal annars að sækja fram með skýrri neytendamarkaðssetningu og einbeita okkur að þeim markhópum sem við höfum skilgreint sem eftirsóknarverða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sækja þá gesti og ýta þar með undir þá frábæru byggðastefnu sem ferðaþjónustan réttilega er með dreifingu ferðamanna. Með því verðum við nær markmiði stjórnvalda. Framtíðin er björt í íslenskri ferðaþjónustu en mikilvægt er að við tökum stjórnina í okkar hendur og sækjum fram á okkar forsendum. Staðan og horfur nú eru ágætis áminning um að ekkert gerist af sjálfu sér og að það þarf að hlúa að fjöregginu til að það haldi áfram að blómstra. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun