Viðurkennir mistök en segir lögregluna hafa „lamið hundinn úr sér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 23:02 Tyreek Hill á blaðamannafundi en á myndinni til hægri má sjá hann leika eftir handtökuna í fagnaðarlátum í sigri liðsins síðar sama dag. Getty Images/Megan Briggs/Don Juan Moore Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, viðurkennir að hann hefði getað gert hlutina öðruvísi þegar lögreglan stöðvaði hann á leið hans á leikvang Höfrunganna. Hill gagnrýnir þó framgang lögreglumannanna sem grýttu honum í jörðina áður en þeir handjárnuðu hann og settu hné sitt í bakið á honum. Á sunnudag unnu Höfrungarnir endurkomusigur á Jacksonville Jaguars en fyrr sama dag var Hill handtekinn þegar hann var rétt ókominn á völlinn í aðdraganda leiksins. Myndband náðist af atvikinu sem og myndbandsupptaka lögreglunnar hefur verið gerð opinberuð. Þar sést að lögreglumennirnir sem stöðvuðu Hill beittu óþarfa valdi eftir að Hill hafði gerst sekur um umferðalagabrot. Hill viðurkennir að það hafi verið mistök að skrúfa gluggann upp eftir að hafa rétt lögreglunni ökuskírteini sitt en lögreglumaðurinn hafi sérstaklega beðið hann um að skilja rúðuna eftir opna. „Ég hefði getað meðhöndlað þetta betur. Hefði til að mynda getað skilið eftir rifu á glugganum. En málið með mig er að ég vil ekki athygli, ég vildi ekki sjá síma og myndavélar á lofti á þessum tímapunkti,“ sagði Hill um atvikið. „Í enda dags er ég manneskja og verð að fylgja reglum, ég verð að gera það sama og allir aðrir hefðu gert.“ Myndband af handtökunni sýnir að lögreglan beitti óþarfa afli við að henda Hill í jörðina og handjárna ásamt því að honum var haldið niðri af lögreglumanni sem setti hné sitt í bakið á leikmanninum. Ekki nóg með það heldur var Calais Campbell, samherji Hill, einnig handjárnaður eftir að hafa stöðvað og spurt hvað væri í gangi þegar hann sá liðsfélaga sinn liggjandi handjárnaðan í jörðinni. „Gefur hegðun mín þeim leyfi til að berja hundinn út úr mér? Alls ekki. Ég vildi þó óska þess að ég gæti og hefði gert hlutina öðruvísi,“ sagði Hill einnig. Í lok viðtalsins bætti hann svo við að það væri deginum ljósara að lögreglumaðurinn Danny Torres ætti að vera rekinn vegna hegðunar sinnar. Hann tók þá fram að hann beri virðingu fyrir störfum lögreglunnar og ætli ekki að krjúpa í næsta leik Höfrunganna. Hill var upphaflega stöðvaður fyrir glannalegan akstur og að vera ekki í bílbelti. Hvað leikinn varðar þá skoraði hann snertimark í naumum sigri Dolphins en í frétt The Guardian segir að atvikið hafi haft áhrif á bæði leik- og starfslið félagsins. NFL Lögreglumál Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Á sunnudag unnu Höfrungarnir endurkomusigur á Jacksonville Jaguars en fyrr sama dag var Hill handtekinn þegar hann var rétt ókominn á völlinn í aðdraganda leiksins. Myndband náðist af atvikinu sem og myndbandsupptaka lögreglunnar hefur verið gerð opinberuð. Þar sést að lögreglumennirnir sem stöðvuðu Hill beittu óþarfa valdi eftir að Hill hafði gerst sekur um umferðalagabrot. Hill viðurkennir að það hafi verið mistök að skrúfa gluggann upp eftir að hafa rétt lögreglunni ökuskírteini sitt en lögreglumaðurinn hafi sérstaklega beðið hann um að skilja rúðuna eftir opna. „Ég hefði getað meðhöndlað þetta betur. Hefði til að mynda getað skilið eftir rifu á glugganum. En málið með mig er að ég vil ekki athygli, ég vildi ekki sjá síma og myndavélar á lofti á þessum tímapunkti,“ sagði Hill um atvikið. „Í enda dags er ég manneskja og verð að fylgja reglum, ég verð að gera það sama og allir aðrir hefðu gert.“ Myndband af handtökunni sýnir að lögreglan beitti óþarfa afli við að henda Hill í jörðina og handjárna ásamt því að honum var haldið niðri af lögreglumanni sem setti hné sitt í bakið á leikmanninum. Ekki nóg með það heldur var Calais Campbell, samherji Hill, einnig handjárnaður eftir að hafa stöðvað og spurt hvað væri í gangi þegar hann sá liðsfélaga sinn liggjandi handjárnaðan í jörðinni. „Gefur hegðun mín þeim leyfi til að berja hundinn út úr mér? Alls ekki. Ég vildi þó óska þess að ég gæti og hefði gert hlutina öðruvísi,“ sagði Hill einnig. Í lok viðtalsins bætti hann svo við að það væri deginum ljósara að lögreglumaðurinn Danny Torres ætti að vera rekinn vegna hegðunar sinnar. Hann tók þá fram að hann beri virðingu fyrir störfum lögreglunnar og ætli ekki að krjúpa í næsta leik Höfrunganna. Hill var upphaflega stöðvaður fyrir glannalegan akstur og að vera ekki í bílbelti. Hvað leikinn varðar þá skoraði hann snertimark í naumum sigri Dolphins en í frétt The Guardian segir að atvikið hafi haft áhrif á bæði leik- og starfslið félagsins.
NFL Lögreglumál Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira