Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2024 12:00 Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu. Á sama tíma á Íslandi erum við pikkföst í 9.25% vöxtum. Þeir hafa ekkert haggast í meira en ár. Hvers vegna sættum við okkur við þennan veruleika? Af hverju er ekki jafnt gefið? Fólk á öllum aldri og um allt land finnur líka verulega fyrir því hversu dýrt það er orðið að versla í matinn. Við erum að tala um meginþorra þjóðarinnar. Fólk sem hefurgert allt eftir bókinni og ætti, í eðlilegu hagkerfi - að hafa það gott.En þetta sama fólk situr við eldhúsborðið um hver mánaðarmótog klórar sér í kollinum yfir því hvers vegna dæmið gengur ekki upp. Og það spyr sig - eðlilega; Af hverju þurfa þau að borga húsnæðið sitt þrisvar sinnum miðað við vini þeirra í nágrannalöndunum? Af hverju þessi dýra matarkarfa? Af hverju þessar heimasmíðuðu reglur sem nýtast ekki almenningi? Af hverju er ekki jafnt gefið?En stjórnin lætur sem ekkert sé. Hugar ekki að þessu fólki - hugar ekki að neytendum. Viðreisn er eina svarið Viðreisn er eini flokkurinn sem stendur í lappirnar þegar kemur að því að standa með grunnstefnunni sinni. Við höfum frá stofnun flokksins lagt Evrópusambandið á borðið. Við treystum þjóðinni til að taka næsta skref, hvort klára eigi samninga og hætta að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Inngangan ein og sér er ekki markmiðið – heldur þau bættu lífsgæði sem við teljum að Íslendingar geti öðlast. Meðal annars með stöðugri gjaldmiðli og raunverulegum fyrirsjáanleika fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Að leikreglurnar í samfélaginu okkar séu fyrir fólkið allt en ekki sérvalda hópa sem þóknast stjórnvöldum. Það er í því samhengi ágætt að velta því fyrir sér hvar við værum stödd með okkar stýrivexti ef haldið hefði verið öðruvísi á málum og samningur hefði náðst um inngöngu árið 2013? Værum við þá kannski með 3.5% stýrivexti en ekki 9.25% í dag? Væri vaxtakostnaður ríkissjóðs einn stærsti útgjaldaliðurinn? Hvað hefði það sparað íslenskum almenningi í þessu verðbólguástandi? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég heyri oft frá gömlu flokkunum að hér þurfi ekkert að skipta um gjaldmiðil. Engu að breyta. Að við þurfum eingöngu að temja okkur ábyrga hagstjórn til að koma böndum á krónuna. En þá spyr ég á móti - ef það er rót vandans er það þá ekki um leið fullkominn áfellisdómur yfir öllum fjármálaráðherrum landsins frá lýðveldisstofnun? Með fullri virðingu þá hygg ég að rót vandans hér liggi fremur í okkar örmynt og smáa hagkerfi. En þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Með upptöku evru eða tengingu krónunnar við hana er gerð sú sjálfsagða krafa til stjórnmálamanna að stunda agaða hagstjórn. Færeyingum hefur tekist þetta ágætlega. Stýrivextir eru 3.50%, verðbólga mun minni, atvinnuleysi líka. Hvað er að óttast? Við viljum evrópska vexti en ekki séríslenska. Er það í alvörunni svo slæm hugmynd? Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu. Á sama tíma á Íslandi erum við pikkföst í 9.25% vöxtum. Þeir hafa ekkert haggast í meira en ár. Hvers vegna sættum við okkur við þennan veruleika? Af hverju er ekki jafnt gefið? Fólk á öllum aldri og um allt land finnur líka verulega fyrir því hversu dýrt það er orðið að versla í matinn. Við erum að tala um meginþorra þjóðarinnar. Fólk sem hefurgert allt eftir bókinni og ætti, í eðlilegu hagkerfi - að hafa það gott.En þetta sama fólk situr við eldhúsborðið um hver mánaðarmótog klórar sér í kollinum yfir því hvers vegna dæmið gengur ekki upp. Og það spyr sig - eðlilega; Af hverju þurfa þau að borga húsnæðið sitt þrisvar sinnum miðað við vini þeirra í nágrannalöndunum? Af hverju þessi dýra matarkarfa? Af hverju þessar heimasmíðuðu reglur sem nýtast ekki almenningi? Af hverju er ekki jafnt gefið?En stjórnin lætur sem ekkert sé. Hugar ekki að þessu fólki - hugar ekki að neytendum. Viðreisn er eina svarið Viðreisn er eini flokkurinn sem stendur í lappirnar þegar kemur að því að standa með grunnstefnunni sinni. Við höfum frá stofnun flokksins lagt Evrópusambandið á borðið. Við treystum þjóðinni til að taka næsta skref, hvort klára eigi samninga og hætta að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Inngangan ein og sér er ekki markmiðið – heldur þau bættu lífsgæði sem við teljum að Íslendingar geti öðlast. Meðal annars með stöðugri gjaldmiðli og raunverulegum fyrirsjáanleika fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Að leikreglurnar í samfélaginu okkar séu fyrir fólkið allt en ekki sérvalda hópa sem þóknast stjórnvöldum. Það er í því samhengi ágætt að velta því fyrir sér hvar við værum stödd með okkar stýrivexti ef haldið hefði verið öðruvísi á málum og samningur hefði náðst um inngöngu árið 2013? Værum við þá kannski með 3.5% stýrivexti en ekki 9.25% í dag? Væri vaxtakostnaður ríkissjóðs einn stærsti útgjaldaliðurinn? Hvað hefði það sparað íslenskum almenningi í þessu verðbólguástandi? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég heyri oft frá gömlu flokkunum að hér þurfi ekkert að skipta um gjaldmiðil. Engu að breyta. Að við þurfum eingöngu að temja okkur ábyrga hagstjórn til að koma böndum á krónuna. En þá spyr ég á móti - ef það er rót vandans er það þá ekki um leið fullkominn áfellisdómur yfir öllum fjármálaráðherrum landsins frá lýðveldisstofnun? Með fullri virðingu þá hygg ég að rót vandans hér liggi fremur í okkar örmynt og smáa hagkerfi. En þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Með upptöku evru eða tengingu krónunnar við hana er gerð sú sjálfsagða krafa til stjórnmálamanna að stunda agaða hagstjórn. Færeyingum hefur tekist þetta ágætlega. Stýrivextir eru 3.50%, verðbólga mun minni, atvinnuleysi líka. Hvað er að óttast? Við viljum evrópska vexti en ekki séríslenska. Er það í alvörunni svo slæm hugmynd? Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar