Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 14:04 Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ekki á sömu skoðun um almenna heimild um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Vísir Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. Ekki er gert ráð fyrir að almenn heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða skattfrjálst inn á húsnæðislán verði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í vikunni. Áfram er þó gert ráð fyrir að fyrstu kaupendur geti nýtt heimildina. Þetta hefur sætt nokkurri gangrýni og meðal annars af hálfu umboðsmanns skuldara, fulltrúa verkalýðshreyfingar og þingmanna stjórnarandstöðu. Þá telur Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, mikilvægt að halda úrræðinu opnu fyrir alla áfram. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mál. Þetta var málefni okkar Sjálfstæðismanna í kosningunum 2013 og mikil áhersla á að þetta haldi áfram,“ sagði Njáll Trausti í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn, en til stendur að hann taki við formennsku í fjárlaganefnd eftir helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, lýsti hins vegar efasemdum um hvort rétt væri að endurnýja heimildina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er augljóslega ekki skynsamlegt að ef að fólk sem á mjög miklar eignir og er sterkefnað, ef það er búið að nota þetta í tíu ár til þess að lækka skuldabyrði sína og er kannski komið niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða neðar, þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útilokaði þó ekki að til greina kæmi að skoða annars konar útfærslu sem miði að því að úrræðið stæði tekjulægri hópum til boða. „Það er hægt að skoða ýmislegt,“ sagði Sigurður Ingi. Meirihlutinn rífist um grundvallaratriði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem situr í fjárlaganefnd, telur stjórnarmeirihlutann með þessu senda frá sér misvísandi skilaboð. „Þetta lofar ekki góðu fyrir veturinn að þau séu farin að rífast um grundvallaratriði í fjárlagafrumvarpinu sama dag og það er verið að mæla fyrir því. Ég held að almenningur eigi betra skilið en að stjórnarflokkarnir séu það sundraðir að þeir sýni bara strax á fyrsta degi að þeir eru í rauninni ekki stjórntækir,“ segir Andrés. „Maður skilur svo sem að fólk vilji ekki halda þessari leið opinni til eilífðar, en einmitt þegar ástandið er erfiðast á húsnæðismarkaði. Framboðsskorturinn er farinn að bíta verulega og vaxtastigið er búið að vera hátt lengi. Þannig að það að geta notað séreignasparnaðinn til að létta aðeins undir lánastöðunni, það er eitthvað sem skiptir mjög margar fjölskyldur miklu máli í dag.“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Hann gerir ráð fyrir að þetta atriði fjárlagafrumvarpsins verði tekið til umfjöllunar í meðförum nefndarinnar. „Ég myndi reikna með því. En stjórnarflokkarnir eru búnir að gera sér verkefnið dálítið erfiðara með því að setja opinber fjármal í spennitreyju með því að lækka skatta á eignameirihluta samfélagsins og á síðustu árum þá hefur líka mikið skattfé runnið til eignamyndunar hjá tekju- og eignahæsta hluta samfélagsins. Þannig núna er lítið borð fyrir báru þegar kemur að því að leiðrétta svona stórar upphæðir. En það er náttúrlega bara afleiðing af sundur lyndi stjórnarflokkanna sem birtist einna helst í því að þeir eru gjörsamlega ósammála um það hvernig eigi afla fjár til að reka samneysluna,“ segir Andrés. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Píratar Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir að almenn heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða skattfrjálst inn á húsnæðislán verði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í vikunni. Áfram er þó gert ráð fyrir að fyrstu kaupendur geti nýtt heimildina. Þetta hefur sætt nokkurri gangrýni og meðal annars af hálfu umboðsmanns skuldara, fulltrúa verkalýðshreyfingar og þingmanna stjórnarandstöðu. Þá telur Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, mikilvægt að halda úrræðinu opnu fyrir alla áfram. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mál. Þetta var málefni okkar Sjálfstæðismanna í kosningunum 2013 og mikil áhersla á að þetta haldi áfram,“ sagði Njáll Trausti í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn, en til stendur að hann taki við formennsku í fjárlaganefnd eftir helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, lýsti hins vegar efasemdum um hvort rétt væri að endurnýja heimildina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er augljóslega ekki skynsamlegt að ef að fólk sem á mjög miklar eignir og er sterkefnað, ef það er búið að nota þetta í tíu ár til þess að lækka skuldabyrði sína og er kannski komið niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða neðar, þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útilokaði þó ekki að til greina kæmi að skoða annars konar útfærslu sem miði að því að úrræðið stæði tekjulægri hópum til boða. „Það er hægt að skoða ýmislegt,“ sagði Sigurður Ingi. Meirihlutinn rífist um grundvallaratriði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem situr í fjárlaganefnd, telur stjórnarmeirihlutann með þessu senda frá sér misvísandi skilaboð. „Þetta lofar ekki góðu fyrir veturinn að þau séu farin að rífast um grundvallaratriði í fjárlagafrumvarpinu sama dag og það er verið að mæla fyrir því. Ég held að almenningur eigi betra skilið en að stjórnarflokkarnir séu það sundraðir að þeir sýni bara strax á fyrsta degi að þeir eru í rauninni ekki stjórntækir,“ segir Andrés. „Maður skilur svo sem að fólk vilji ekki halda þessari leið opinni til eilífðar, en einmitt þegar ástandið er erfiðast á húsnæðismarkaði. Framboðsskorturinn er farinn að bíta verulega og vaxtastigið er búið að vera hátt lengi. Þannig að það að geta notað séreignasparnaðinn til að létta aðeins undir lánastöðunni, það er eitthvað sem skiptir mjög margar fjölskyldur miklu máli í dag.“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Hann gerir ráð fyrir að þetta atriði fjárlagafrumvarpsins verði tekið til umfjöllunar í meðförum nefndarinnar. „Ég myndi reikna með því. En stjórnarflokkarnir eru búnir að gera sér verkefnið dálítið erfiðara með því að setja opinber fjármal í spennitreyju með því að lækka skatta á eignameirihluta samfélagsins og á síðustu árum þá hefur líka mikið skattfé runnið til eignamyndunar hjá tekju- og eignahæsta hluta samfélagsins. Þannig núna er lítið borð fyrir báru þegar kemur að því að leiðrétta svona stórar upphæðir. En það er náttúrlega bara afleiðing af sundur lyndi stjórnarflokkanna sem birtist einna helst í því að þeir eru gjörsamlega ósammála um það hvernig eigi afla fjár til að reka samneysluna,“ segir Andrés.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Píratar Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira