Madden bölvunin náði í nýtt fórnarlamb í NFL deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2024 11:02 Christian McCaffrey á fullri ferð með boltann þegar San Francisco 49ers spilaði i síðasta Super Bowl. Getty/Steph Chambers Besti hlaupari NFL-deildarinnar missti af fyrstu umferðinni um síðustu helgi og nú er ljóst að hann spilar heldur ekki næstu fjóra leiki síns liðs. San Francisco 49ers tók nefnilega þá ákvörðun að setja stórstjörnuna Christian McCaffrey á meiðslalistann [Injured reserve]. Það þýðir að hann má ekki spila næstu fjóra leiki liðsins. McCaffrey er að glíma við erfið kálfa- og hásinarmeiðsli. Það lítur út fyrir að þau meiðsli séu verri en menn óttuðust. Hann fær nú nokkrar vikur til að ná sér góðum. 49ers liðið og allir Fantasy spilararnir sem völdu hann númer eitt eða tvö fyrir tímabilið verða því án hans í næstu leikjum. Is Christian McCaffrey the latest victim of the #NFL Madden Curse? 🏈We take a look at the most notable examples...🔗 https://t.co/R9fpi11Q3Chttps://t.co/R9fpi11Q3C— AS USA (@English_AS) September 14, 2024 Þetta þykir mönnum líka sönnum um það að svokölluð Madden bölvun lifi enn góðu lífi. Það tengist því að á hverju tímabili er einn stjörnuleikmaður úr NFL deildinni valinn til að vera á forsíðu Madden tölvuleiksins. Það hefur oftast boðað slæma hluti fyrir viðkomandi leikmann hvort sem það eru meiðsli eða slæmt gengi inn á vellinum tímabilið á eftir. McCaffrey fékk þann heiður að vera á forsíðunni í ár. McCaffrey var frábær á síðustu leiktíð þegar San Francisco 49ers fór alla leið í Super Bowl leikinn. Hann var kosinn besti sóknarmaður tímabilsins enda hljóp hann 1459 jarda með boltann og skoraði 21 snertimark. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Minnesota Vikings og San Francisco 49ers og klukkan 20:20 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals. NFL Red Zone verður síðan á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 17.00 en Scott Hanson sér um sjö klukkustunda útsendingu þar sem skipt á er á milli leikja í NFL-deildinni og öll helstu snertimörk, tilþrif og önnur atvik sýnd um leið og þau gerast. Everyone's talking about Christian McCaffrey being hurt and the impact on fantasy football.NO ONE is taking about the fact that we KNEW this was going to happen before the season, when @EASPORTS decided on this.The Madden Curse is alive and well. pic.twitter.com/NScUvB1H7j— Russell (@Spikey206) September 11, 2024 NFL Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
San Francisco 49ers tók nefnilega þá ákvörðun að setja stórstjörnuna Christian McCaffrey á meiðslalistann [Injured reserve]. Það þýðir að hann má ekki spila næstu fjóra leiki liðsins. McCaffrey er að glíma við erfið kálfa- og hásinarmeiðsli. Það lítur út fyrir að þau meiðsli séu verri en menn óttuðust. Hann fær nú nokkrar vikur til að ná sér góðum. 49ers liðið og allir Fantasy spilararnir sem völdu hann númer eitt eða tvö fyrir tímabilið verða því án hans í næstu leikjum. Is Christian McCaffrey the latest victim of the #NFL Madden Curse? 🏈We take a look at the most notable examples...🔗 https://t.co/R9fpi11Q3Chttps://t.co/R9fpi11Q3C— AS USA (@English_AS) September 14, 2024 Þetta þykir mönnum líka sönnum um það að svokölluð Madden bölvun lifi enn góðu lífi. Það tengist því að á hverju tímabili er einn stjörnuleikmaður úr NFL deildinni valinn til að vera á forsíðu Madden tölvuleiksins. Það hefur oftast boðað slæma hluti fyrir viðkomandi leikmann hvort sem það eru meiðsli eða slæmt gengi inn á vellinum tímabilið á eftir. McCaffrey fékk þann heiður að vera á forsíðunni í ár. McCaffrey var frábær á síðustu leiktíð þegar San Francisco 49ers fór alla leið í Super Bowl leikinn. Hann var kosinn besti sóknarmaður tímabilsins enda hljóp hann 1459 jarda með boltann og skoraði 21 snertimark. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Minnesota Vikings og San Francisco 49ers og klukkan 20:20 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals. NFL Red Zone verður síðan á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 17.00 en Scott Hanson sér um sjö klukkustunda útsendingu þar sem skipt á er á milli leikja í NFL-deildinni og öll helstu snertimörk, tilþrif og önnur atvik sýnd um leið og þau gerast. Everyone's talking about Christian McCaffrey being hurt and the impact on fantasy football.NO ONE is taking about the fact that we KNEW this was going to happen before the season, when @EASPORTS decided on this.The Madden Curse is alive and well. pic.twitter.com/NScUvB1H7j— Russell (@Spikey206) September 11, 2024
NFL Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira