Lofar að svara árásum Húta af hörku Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 12:18 Sprengjusveitin skoðar aðstæður í Ísrael. Vísir/EPA Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. Á vef AP segir að ísraelsk yfirvöld hafi gefið í skyn að þau muni svara árásinni. Enginn lést í loftárásinni og engar stórar skemmdir urðu á byggingum en í ísraelskum fjölmiðlum má sjá fólk leita skjóls á flugvellinum. Í frétt AP segir að samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum hafi verið hægt að hefja hefðbundna starfsemi stuttu eftir árásina. Þar kemur einnig fram að ísraelski herinn hafi gert nokkrar tilraunir til að stöðva flugskeytið en að það virtist hafa brotnað upp í loftinu. Atvikið sé enn til skoðunar hjá hernum. Ísraelsk sprengjusveit kannar aðstæður þar sem loftskeytin eru talin hafa lent í morgun nærri bænum Kfar Daniel í Ísrael.Vísir/EPA Hútar hafa ítrekað skotið drónum og loftskeytum í átt að Ísrael frá því að átök stigmögnuðust á Gasa í október í fyrra. Ísraelska hernum hefur tekist að stöðva þau nærri öll yfir Rauðahafinu. Einn lést í árás Húta á Tel Avív í júli og tíu særðust. Ísraelar svöruðu þeirri árás með loftárás á svæði Húta í Jemen, þar á meðal á hafnarborgina Hodeidah. Svarar eins og í júlí Í frétt AP segir að Benjamín Netanyahyu hafi í viðtali eftir ríkisstjórnarfund í dag gefið í skyn að viðbrögð Ísraela nú yrðu með svipuðu móti og í júlí. „Hútarnir eiga að vita núna að við krefjumst hárrar greiðslu fyrir allar tilraunir til að meiða okkur,“ sagði hann eftir fundinn og að allir sem þyrftu á áminningu um það að halda gætu heimsótt höfnina við Hodeidah. Haft er eftir talsmanni uppreisnarsinnanna, Yahya Saree, að flugskeytinu hafi verið beint að hernaðarlegu skotmarki í Jaffa í Tel Avív. Auk þess að skjóta að Ísrael hafa Hútar ítrekað síðastliðið ár ráðist að flutningaskipum á Rauðahafinu sem þeir segja tengjast stuðningi við Ísrael. Í frétt AP segir að raunin hafi þó verið sú að flest skipin tengjast Ísrael ekki með neinum hætti. Þúsundir barna hafa ekki getað gengið í skóla frá því að stríðið hófst á Gasa.Vísir/EPA Stríðið á Gasa, sem hófst 7. Október í fyrra, hefur haft gríðarleg áhrif á löndin í kring og er töluverð spenna talin ríkja þar. Yfirvöld í Íran hafa opinberlega stutt við ýmis herskáa uppreisnarhópa á svæðinu eins og Húta, Hamas og Hezbollah en uppreisnarmenn Hezbollah hafa nánast daglega átt í bardaga við ísraelska herinn frá því að stríðið hófst. Íran og bandamenn þeirra segja að það sé gert af stuðningi við palestínsku þjóðina. Hezbollah hefur lýst því yfir að þau muni láta af árásum sínum verði tryggt vopnahlé á Gasa. Sáttamiðlarar frá Egyptalandi, Bandaríkjunum og Katar hafa í marga mánuði reynt að leita leiða til að tryggja vopnahlé án árangurs. Í viðræðunum er einnig leitað leiða til að tryggja frelsun gísla sem Hamas tóku í október í fyrra. Undirgöngin lokuð Forsætisráðherra Ísrael hefur ítrekað sagt að ekkert verði af vopnahléi nema Ísrael taki stjórn á Gasasvæðinu við landamæri Egyptalands, til frambúðar. Hann segir Hamas-liða nota landamærin til að smygla vopnum og búnaði inn á Gasa-svæðið og hafi notað til þess undirgöng. Greint var frá því fyrr í vikunni, samkvæmt frétt AP, að af þeim tugum undirganga sem hafi fundist undir landamærunum hafi níu þeirra náð til Egyptalands og að þeim hafi öllum verið lokað. Frá því að stríðið hófst í október hafa um 40 þúsund Palestínumenn, aðallega konur og börn, látið lífið í árásum Ísraela. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og eru enn á vergangi um Gasa-svæðið. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Líbanon Íran Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Á vef AP segir að ísraelsk yfirvöld hafi gefið í skyn að þau muni svara árásinni. Enginn lést í loftárásinni og engar stórar skemmdir urðu á byggingum en í ísraelskum fjölmiðlum má sjá fólk leita skjóls á flugvellinum. Í frétt AP segir að samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum hafi verið hægt að hefja hefðbundna starfsemi stuttu eftir árásina. Þar kemur einnig fram að ísraelski herinn hafi gert nokkrar tilraunir til að stöðva flugskeytið en að það virtist hafa brotnað upp í loftinu. Atvikið sé enn til skoðunar hjá hernum. Ísraelsk sprengjusveit kannar aðstæður þar sem loftskeytin eru talin hafa lent í morgun nærri bænum Kfar Daniel í Ísrael.Vísir/EPA Hútar hafa ítrekað skotið drónum og loftskeytum í átt að Ísrael frá því að átök stigmögnuðust á Gasa í október í fyrra. Ísraelska hernum hefur tekist að stöðva þau nærri öll yfir Rauðahafinu. Einn lést í árás Húta á Tel Avív í júli og tíu særðust. Ísraelar svöruðu þeirri árás með loftárás á svæði Húta í Jemen, þar á meðal á hafnarborgina Hodeidah. Svarar eins og í júlí Í frétt AP segir að Benjamín Netanyahyu hafi í viðtali eftir ríkisstjórnarfund í dag gefið í skyn að viðbrögð Ísraela nú yrðu með svipuðu móti og í júlí. „Hútarnir eiga að vita núna að við krefjumst hárrar greiðslu fyrir allar tilraunir til að meiða okkur,“ sagði hann eftir fundinn og að allir sem þyrftu á áminningu um það að halda gætu heimsótt höfnina við Hodeidah. Haft er eftir talsmanni uppreisnarsinnanna, Yahya Saree, að flugskeytinu hafi verið beint að hernaðarlegu skotmarki í Jaffa í Tel Avív. Auk þess að skjóta að Ísrael hafa Hútar ítrekað síðastliðið ár ráðist að flutningaskipum á Rauðahafinu sem þeir segja tengjast stuðningi við Ísrael. Í frétt AP segir að raunin hafi þó verið sú að flest skipin tengjast Ísrael ekki með neinum hætti. Þúsundir barna hafa ekki getað gengið í skóla frá því að stríðið hófst á Gasa.Vísir/EPA Stríðið á Gasa, sem hófst 7. Október í fyrra, hefur haft gríðarleg áhrif á löndin í kring og er töluverð spenna talin ríkja þar. Yfirvöld í Íran hafa opinberlega stutt við ýmis herskáa uppreisnarhópa á svæðinu eins og Húta, Hamas og Hezbollah en uppreisnarmenn Hezbollah hafa nánast daglega átt í bardaga við ísraelska herinn frá því að stríðið hófst. Íran og bandamenn þeirra segja að það sé gert af stuðningi við palestínsku þjóðina. Hezbollah hefur lýst því yfir að þau muni láta af árásum sínum verði tryggt vopnahlé á Gasa. Sáttamiðlarar frá Egyptalandi, Bandaríkjunum og Katar hafa í marga mánuði reynt að leita leiða til að tryggja vopnahlé án árangurs. Í viðræðunum er einnig leitað leiða til að tryggja frelsun gísla sem Hamas tóku í október í fyrra. Undirgöngin lokuð Forsætisráðherra Ísrael hefur ítrekað sagt að ekkert verði af vopnahléi nema Ísrael taki stjórn á Gasasvæðinu við landamæri Egyptalands, til frambúðar. Hann segir Hamas-liða nota landamærin til að smygla vopnum og búnaði inn á Gasa-svæðið og hafi notað til þess undirgöng. Greint var frá því fyrr í vikunni, samkvæmt frétt AP, að af þeim tugum undirganga sem hafi fundist undir landamærunum hafi níu þeirra náð til Egyptalands og að þeim hafi öllum verið lokað. Frá því að stríðið hófst í október hafa um 40 þúsund Palestínumenn, aðallega konur og börn, látið lífið í árásum Ísraela. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og eru enn á vergangi um Gasa-svæðið.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Líbanon Íran Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira