„Bara“ kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar 17. september 2024 11:01 „Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Kennarar eru einu sinni enn samningslausir. Og það hefur sýnt sig í umræðum ákveðinna aðila sem rætt hafa menntamál af einurð í fjölmiðlum undanfarið. Skólafólk fagnar umræðu um menntamál. Umræðu sem er sanngjörn, rýnir til gagns og jafnvel bendir um leið á það sem skólakerfið gerir vel. En umræðan undanfarið einkennist ekki af slíkri rýni heldur orðræðu sem gagngert talar kennara niður og á að sannfæra þá um að þeir séu afleitir í sínu starfi og ættu því ekki að voga sér að gera miklar kröfur í komandi samningum. Það er vont fyrir fagfólk að sitja undir slíku en það veit líka betur. Fagfólkið erum við öll sem störfum innan skólanna og byggjum grunn undir þau mikilvægu skólasamfélög sem dafna á hverjum stað. Skólakerfið okkar er sannarlega mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Við höfum skóla án aðgreiningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og gjaldfrjáls námsgögn. Skólarnir eru hjarta hvers samfélags og starfsfólk skólanna er drifkrafturinn. Starfsfólk skólanna var heldur betur minnt á það í Covid faraldrinum, framlínustarfsmenn öll sem eitt, en núna hefur töluvert fennt yfir það umræðunni. Núna erum þau kostnaður sem má helst ekki hækka. Samstaða hefur aldrei verið mikilvægari en núna. Sum innan skólasamfélagsins hafa upplifað verkföll og langar sennilega engum í þá vegferð aftur. En öll viljum við að á okkur sé hlustað. Og nú sem aldrei fyrr þurfum við að hafa rödd. Samstillta rödd um að fjárfesta þurfi í kennurum. Og vera tilbúin að grípa til aðgerða til að á okkur sé hlustað. Kennarasamband Íslands fór af stað í ímyndarherferð nú á dögunum undir yfirskriftinni fjárfestum í kennurum, til að minna á mikilvægi kennaramenntunnar. Fljótlega heyrðust raddir um að þetta væri nú ekki nógu og gott. Að kennarar væru að setja sig á háan hest gagnvart öðrum sem starfa sem leiðbeinendur. En er það? Staðreyndin er sú að einn af hverjum fimm sem kenna í grunnskólum eru leiðbeinendur. Það er kannski ekki ennþá staðan í dreifðari byggð, en það er a.m.k. staðan á höfuðborgarsvæðinu og staða sem að óbreyttu teygir sig með tímanum um allt land. Og tölfræðin sýnir að þessi eini af fimm stoppar ekki lengi við. Hann er jafnvel bara að tryggja sér tímabundið starf meðan hann leitar að öðru varanlegra. Hann er nefnilega þrefalt ólíklegri en kennari að staldra við í starfi. Þetta þýðir aukið álag á kennara, sem draga vagninn í þeim óstöðugleika sem óneitanlega verður á vinnustaðnum vegna þessa. Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er og hvað þarf til að breyta henni. Meiningin er ekki að draga aðra niður í þeirri umræðu. Margir grunnskólar hafa sannarlega verið heppnir með leiðbeinendur sem gjarna afla sér kennsluréttinda eftir kynnin af kennslu, því þau uppgötva hversu gott starfið er og hve vel þau passa inn í það. Og það er frábært þegar kennurum fjölgar á þann hátt. Við sem samfélag ættum oftar að minna okkur á mikilvægi skólastarfsins. Starfsfólk skólanna er ekki „bara“ kennari, „bara“ stuðningsfulltrúi, „bara“ skólaliði, heldur fólk sem skiptir máli fyrir þúsundir grunnskólanemenda. Starfsfólk skólanna er fasti punkturinn í lífi fjölda barna stærsta hluta ársins. Fólkið sem nemendur stóla á og treysta fyrir bæði erfiðum stundum og stórum í þeirra lífi. Og það er ekkert „bara“ við það. Höfundur er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
„Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Kennarar eru einu sinni enn samningslausir. Og það hefur sýnt sig í umræðum ákveðinna aðila sem rætt hafa menntamál af einurð í fjölmiðlum undanfarið. Skólafólk fagnar umræðu um menntamál. Umræðu sem er sanngjörn, rýnir til gagns og jafnvel bendir um leið á það sem skólakerfið gerir vel. En umræðan undanfarið einkennist ekki af slíkri rýni heldur orðræðu sem gagngert talar kennara niður og á að sannfæra þá um að þeir séu afleitir í sínu starfi og ættu því ekki að voga sér að gera miklar kröfur í komandi samningum. Það er vont fyrir fagfólk að sitja undir slíku en það veit líka betur. Fagfólkið erum við öll sem störfum innan skólanna og byggjum grunn undir þau mikilvægu skólasamfélög sem dafna á hverjum stað. Skólakerfið okkar er sannarlega mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Við höfum skóla án aðgreiningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og gjaldfrjáls námsgögn. Skólarnir eru hjarta hvers samfélags og starfsfólk skólanna er drifkrafturinn. Starfsfólk skólanna var heldur betur minnt á það í Covid faraldrinum, framlínustarfsmenn öll sem eitt, en núna hefur töluvert fennt yfir það umræðunni. Núna erum þau kostnaður sem má helst ekki hækka. Samstaða hefur aldrei verið mikilvægari en núna. Sum innan skólasamfélagsins hafa upplifað verkföll og langar sennilega engum í þá vegferð aftur. En öll viljum við að á okkur sé hlustað. Og nú sem aldrei fyrr þurfum við að hafa rödd. Samstillta rödd um að fjárfesta þurfi í kennurum. Og vera tilbúin að grípa til aðgerða til að á okkur sé hlustað. Kennarasamband Íslands fór af stað í ímyndarherferð nú á dögunum undir yfirskriftinni fjárfestum í kennurum, til að minna á mikilvægi kennaramenntunnar. Fljótlega heyrðust raddir um að þetta væri nú ekki nógu og gott. Að kennarar væru að setja sig á háan hest gagnvart öðrum sem starfa sem leiðbeinendur. En er það? Staðreyndin er sú að einn af hverjum fimm sem kenna í grunnskólum eru leiðbeinendur. Það er kannski ekki ennþá staðan í dreifðari byggð, en það er a.m.k. staðan á höfuðborgarsvæðinu og staða sem að óbreyttu teygir sig með tímanum um allt land. Og tölfræðin sýnir að þessi eini af fimm stoppar ekki lengi við. Hann er jafnvel bara að tryggja sér tímabundið starf meðan hann leitar að öðru varanlegra. Hann er nefnilega þrefalt ólíklegri en kennari að staldra við í starfi. Þetta þýðir aukið álag á kennara, sem draga vagninn í þeim óstöðugleika sem óneitanlega verður á vinnustaðnum vegna þessa. Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er og hvað þarf til að breyta henni. Meiningin er ekki að draga aðra niður í þeirri umræðu. Margir grunnskólar hafa sannarlega verið heppnir með leiðbeinendur sem gjarna afla sér kennsluréttinda eftir kynnin af kennslu, því þau uppgötva hversu gott starfið er og hve vel þau passa inn í það. Og það er frábært þegar kennurum fjölgar á þann hátt. Við sem samfélag ættum oftar að minna okkur á mikilvægi skólastarfsins. Starfsfólk skólanna er ekki „bara“ kennari, „bara“ stuðningsfulltrúi, „bara“ skólaliði, heldur fólk sem skiptir máli fyrir þúsundir grunnskólanemenda. Starfsfólk skólanna er fasti punkturinn í lífi fjölda barna stærsta hluta ársins. Fólkið sem nemendur stóla á og treysta fyrir bæði erfiðum stundum og stórum í þeirra lífi. Og það er ekkert „bara“ við það. Höfundur er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar