Telur litlar líkur á að Yazan verði vísað úr landi Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. september 2024 14:00 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nauðsynlegt að samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar verði skoðað nánar. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir það hans skoðun að líta eigi til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við úrlausn mála eins og í máli Yazans Tamimi. Samspil Barnasáttmálans við aðra löggjöf þurfi að skoða betur og það þurfi að vinna betur. „Nú er þetta mál komið í frestun og litlar líkur á að þessum dreng verði vísað úr landi. Ég er ánægður með það. Ég vil að hann fái hér efnismeðferð,“ sagði Ásmundur Einar við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segir allar líkur á að mál Yazans fari í þann farveg. Næstu skref séu að skoða betur samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar. Hvað varðar aðgerðir lögreglunnar í gær, að fara á Rjóðrið að sækja Yazan, segir Ásmundur það vera eitt af því sem hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. Ráðherra hafi greint frá því að hafa ekki allar staðreyndir hvað það varðar. Vill að hann fái efnismeðferð Ásmundur segir brottvísunina standa en að ráðherra hafi ákveðið að fresta flutningi hans að svo stöddu. Það séu því allar líkur á því að ekki náist að flytja hann áður en fjölskyldan á rétt á því að mál þeirra fari í efnismeðferð, sem gerist á laugardaginn næsta. „Þá fær hann efnismeðferð, og ég styð það og vil sjá það gerast.“ Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar segir Ásmundur að fundurinn hafi klárast í dag og það sé annar boðaður næsta föstudag, að vanda. Ríkisstjórnin haldi því störfum sínum áfram að sinni. Þau séu að vinna að sínum málum og fylgi þeim eftir. Fram kom í viðtali við forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar að ákvörðun stjórnvalda um brottvísun standi. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta hafi aðeins vikið að framfylgd brottvísunarinnar. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
„Nú er þetta mál komið í frestun og litlar líkur á að þessum dreng verði vísað úr landi. Ég er ánægður með það. Ég vil að hann fái hér efnismeðferð,“ sagði Ásmundur Einar við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segir allar líkur á að mál Yazans fari í þann farveg. Næstu skref séu að skoða betur samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar. Hvað varðar aðgerðir lögreglunnar í gær, að fara á Rjóðrið að sækja Yazan, segir Ásmundur það vera eitt af því sem hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. Ráðherra hafi greint frá því að hafa ekki allar staðreyndir hvað það varðar. Vill að hann fái efnismeðferð Ásmundur segir brottvísunina standa en að ráðherra hafi ákveðið að fresta flutningi hans að svo stöddu. Það séu því allar líkur á því að ekki náist að flytja hann áður en fjölskyldan á rétt á því að mál þeirra fari í efnismeðferð, sem gerist á laugardaginn næsta. „Þá fær hann efnismeðferð, og ég styð það og vil sjá það gerast.“ Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar segir Ásmundur að fundurinn hafi klárast í dag og það sé annar boðaður næsta föstudag, að vanda. Ríkisstjórnin haldi því störfum sínum áfram að sinni. Þau séu að vinna að sínum málum og fylgi þeim eftir. Fram kom í viðtali við forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar að ákvörðun stjórnvalda um brottvísun standi. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta hafi aðeins vikið að framfylgd brottvísunarinnar.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira