Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson skrifar 18. september 2024 07:31 Séreignarsparnaður inn á húsnæðislán hlýtur að teljast ein best heppnaða aðgerð sem stjórnvöld hafa staðið fyrir undanfarin ár. Fjölmörgum hefur þannig verið gert kleift að byggja upp dálítið eigið fé í húsnæði og bæta skuldastöðu sína án þess endilega að finna stórkostlega mikið fyrir því um hver mánaðamót. Í núverandi ástandi hárra vaxta og verðbólgu er þetta hugsanlega einn af fáum jákvæðum punktum í heimilisbókhaldi þeirra sem hafa þurft að flýja óverðtryggð lán og endurfjármagna með tilheyrandi verðbótum á höfuðstól. Von um betri tíð, sem ekki skyldi vanmeta í krísum sem þessari. Það er ekki að ástæðulausu sem úrræðið hefur verið framlengt ítrekað. En öllum má vera ljóst að þetta er pólitískt mál sem varpar ljósi á hugmyndafræðilegan ágreining, mál þar sem stefna um valfrelsi og séreign mætir einni ríkisleið og sífellt stækkandi bótakerfi. Og nú eru breytingar í vændum. Nýr fjármálaráðherra sér ofsjónum yfir því skattfrelsi sem úrræðið felur í sér og telur að þau sem njóta þess séu helst sterkefnað fólk sem þurfi alls ekki á stuðningi að halda. Í þeirri umræðu vill þó gleymast að hámarksinnborgun á ári er 500 þúsund krónur á einstakling og 750 þúsund krónur á hjón. Hvaða hópa munar hlutfallslega mest um slíkar upphæðir? Mætti ekki einmitt ætla að úrræðið nýtist helst lægri- og millitekjuhópum, jafnvel ungu fjölskyldufólki með háar skuldir og mikil útgjöld? Ef vandamálið er að moldríkt stóreignafólk hafi notið góðs af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og skattfrelsinu sem þessi leið felur í sér, þá er spurning hvort ekki mætti útfæra hana og reyna að ná enn betur til annarra hópa. Jafnvel að útvíkka frekar möguleika til að ráðstafa sparnaðinum með fjölbreyttum hætti sem nýtist hverjum og einum, líkt og sumir hafa bent á. Þannig væru gefin skýr merki um að stjórnvöld standi með þeim fjölmörgu meðaljónum og millistéttarfjölskyldum sem vilja reyna að borga niður skuldir, komast í gegnum skaflinn og bæta sína stöðu til framtíðar. Skilaboðin nú eru því miður þveröfug. Þessum hópum verður kannski mætt með nýrri stefnu um opinbera húsnæðismarkaðinn, starfshópum, hvítbókum, grænbókum og stefnumótandi áætlunum, breytingum og útvíkkun á vaxtabótum, barnabótum og húsnæðisbótum. Eða hvað? Stundum mætti halda að það sé sérstakt markmið stjórnmálamanna að koma sem flestu fullfrísku og vinnandi fólki á bætur, í stað þess að hjálpa því að standa á eigin fótum. Höfundur er forstöðumaður og áhugamaður um pólitíska hugmyndafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Séreignarsparnaður inn á húsnæðislán hlýtur að teljast ein best heppnaða aðgerð sem stjórnvöld hafa staðið fyrir undanfarin ár. Fjölmörgum hefur þannig verið gert kleift að byggja upp dálítið eigið fé í húsnæði og bæta skuldastöðu sína án þess endilega að finna stórkostlega mikið fyrir því um hver mánaðamót. Í núverandi ástandi hárra vaxta og verðbólgu er þetta hugsanlega einn af fáum jákvæðum punktum í heimilisbókhaldi þeirra sem hafa þurft að flýja óverðtryggð lán og endurfjármagna með tilheyrandi verðbótum á höfuðstól. Von um betri tíð, sem ekki skyldi vanmeta í krísum sem þessari. Það er ekki að ástæðulausu sem úrræðið hefur verið framlengt ítrekað. En öllum má vera ljóst að þetta er pólitískt mál sem varpar ljósi á hugmyndafræðilegan ágreining, mál þar sem stefna um valfrelsi og séreign mætir einni ríkisleið og sífellt stækkandi bótakerfi. Og nú eru breytingar í vændum. Nýr fjármálaráðherra sér ofsjónum yfir því skattfrelsi sem úrræðið felur í sér og telur að þau sem njóta þess séu helst sterkefnað fólk sem þurfi alls ekki á stuðningi að halda. Í þeirri umræðu vill þó gleymast að hámarksinnborgun á ári er 500 þúsund krónur á einstakling og 750 þúsund krónur á hjón. Hvaða hópa munar hlutfallslega mest um slíkar upphæðir? Mætti ekki einmitt ætla að úrræðið nýtist helst lægri- og millitekjuhópum, jafnvel ungu fjölskyldufólki með háar skuldir og mikil útgjöld? Ef vandamálið er að moldríkt stóreignafólk hafi notið góðs af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og skattfrelsinu sem þessi leið felur í sér, þá er spurning hvort ekki mætti útfæra hana og reyna að ná enn betur til annarra hópa. Jafnvel að útvíkka frekar möguleika til að ráðstafa sparnaðinum með fjölbreyttum hætti sem nýtist hverjum og einum, líkt og sumir hafa bent á. Þannig væru gefin skýr merki um að stjórnvöld standi með þeim fjölmörgu meðaljónum og millistéttarfjölskyldum sem vilja reyna að borga niður skuldir, komast í gegnum skaflinn og bæta sína stöðu til framtíðar. Skilaboðin nú eru því miður þveröfug. Þessum hópum verður kannski mætt með nýrri stefnu um opinbera húsnæðismarkaðinn, starfshópum, hvítbókum, grænbókum og stefnumótandi áætlunum, breytingum og útvíkkun á vaxtabótum, barnabótum og húsnæðisbótum. Eða hvað? Stundum mætti halda að það sé sérstakt markmið stjórnmálamanna að koma sem flestu fullfrísku og vinnandi fólki á bætur, í stað þess að hjálpa því að standa á eigin fótum. Höfundur er forstöðumaður og áhugamaður um pólitíska hugmyndafræði.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun