Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 13:37 Kórinn söng fyrir nokkra starfsmenn ráðuneytisins. Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. Í fréttatilkynningu frá kórnum segir að í yfirlýsingu kórsins hafi meðal annars komið fram að í dag séu 19 af 36 sjúkrahúsum á Gaza óstarfhæf með öllu og aðeins fjögur haldi úti fullri starfsemi. Fólk með krabbamein og sykursýki fái ekki viðeigandi meðferð og nýrnaveikir komist ekki í blóðskilun. Barnshafandi konur þurfi að fæða við óviðunandi aðstæður og ísraelsk yfirvöld hefti innflutning á nauðsynlegum heilbrigðisvörum, til dæmis verkja- og sýklalyfjum. Páll Óskar er einn meðlima kórsins. Fórnarlömb sprengjuárása fái því ekki viðeigandi meðferð, aflimanir án deyfinga hafi stóraukist og daglega missi fleiri en tíu börn útlim vegna þess að ekki er hægt að gera að sárum þeirra á viðeigandi hátt. Létu vita en enginn ráðherra sjáanlegur Þá segir að kórinn hafi tilkynningu til heilbrigðisráðherra, aðstoðarmanna hans og á ráðuneytið í gær og boðið ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins á að hlusta á söng og yfirlýsingu. Biðlað var hafi verið til heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að ríkisstjórn Íslands myndi nota öll tiltæk ráð til að stöðva þjóðarmorð Ísraels á Palestínu. Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra hafi ekki komið út að hlusta á sönginn, en kórmeðlimir hafi tekið eftir því að öryggisverðir birtust í móttöku ráðuneytisins stuttu eftir að söngurinn hófst. Bjarkey tók vel á móti kórnum Vikuna á undan hefði samráðherra Willums, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tekið höfðinglega á móti kórnum, ásamt starfsfólki matvælaráðuneytisins. Þónokkrir ráðuneytisstarfsmenn hefðu þó hlustað á sönginn í gegnum opna glugga og þakkað fyrir sig með lófataki. Að lokum hafi nokkrir ráðuneytisstarfsmenn komið út og yfirlýsingin og söngurinn hafi verið endurtekin fyrir þá. Yfirlýsingin var endurtekin eftir að nokkrir starfsmenn ráðuneytisins komu út. Starfsmenn hafi tekið á móti yfirlýsingunni og lofað að koma henni til skila. Frá því að þjóðarmorð Ísraela á Palestínu hófst fyrir 11 mánuðum hefur Ísrael gert árásir á öll sjúkrahús á Gaza. Herinn hefur gjöreyðilagt heilbrigðiskerfi Gaza með nákvæmum og linnulausum árásum í kjölfar skipulagðra árása á nærliggjandi svæði með sprengjum, skotárásum, herkví og hernámi. Í dag eru 19 af 36 sjúkrahúsum á Gaza óstarfhæf með öllu og aðeins fjögur halda fullri starfsemi. Fólk með krabbamein og sykursýki fær ekki viðeigandi meðferð og nýrnaveikir komast ekki í blóðskilun. Barnshafandi konur þurfa að fæða við óviðunandi aðstæður og ísraelsk yfirvöld hefta innflutning á nauðsynlegum heilbrigðisvörum, til dæmis verkja- og sýklalyfjum. Fórnarlömb sprengjuárása fá því ekki viðeigandi meðferð, aflimanir án deyfinga hafa stóraukist og daglega missa fleiri en tíu börn útlim vegna þess að ekki er hægt að gera að sárum þeirra á viðeigandi hátt. Vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og hreinu vatni blossa nú upp auðlæknanlegir sjúkdómar á borð við gulu, lifrarbólgu, magapestir og húðsjúkdóma, og áður útrýmdir sjúkdómar hafa snúið aftur, til dæmis lömunarveiki. Giora Eiland, ísraelskur hershöfðingi, opinberaði stefnu Ísraels með eftirfarandi orðum: “Alvarlegar farsóttir á Gazaströndinni munu færa okkur nær sigri.”. Árásir Ísraels á heilbrigðiskerfið í Palestínu eru gerðar undir því yfirskini að palestínskar skæruliðasveitir noti þessa innviði sem bækistöðvar. Þessar ásakanir hafa hvergi verið sannaðar en hins vegar hefur Ísraelsher ítrekað umbreytt palestínskum sjúkrahúsum í hernaðarvirki, sem er gróft brot á alþjóðalögum. Ísraelsher hefur myrt að minnsta kosti 885 heilbrigðisstarfsmenn á Gaza. Fjölmörg dæmi eru um að sjúkrabílar sem mæta til að hlúa að særðu fólki séu sprengdir í loftárásum hersins þegar þeir koma á áfangastað en einnig hefur herinn ítrekað rænt læknum og pyntað þá og myrt í fangabúðum sínum. Starfsmenn heilbrigðisráðuneytis Gaza, sem sjá um að skrásetja fjölda myrtra, hafa einnig verið skotmörk hersins en markmið þeirra árása er að gera Palestínumönnum ómögulegt að ákvarða fjölda þeirra sem myrtur er af Ísraelsher. Því þarf að gera ráð fyrir að opinberar tölur um mannfall séu verulega vanmetnar. Í mars á þessu ári var stærsta sjúkrahúsið á Gaza, Al Shifa, lagt í rúst eftir umsátur Ísraelshers sem stóð í tvær vikur. Eftir að herinn yfirgaf spítalann fundust hundruð líka í fjöldagröfum umhverfis spítalann, þar á meðal börn sem höfðu verið tekin af lífi með bundnar hendur. Fleiri fjöldagrafir fundust í kringum Nasser-sjúkrahúsið, þar sem 400 lík voru grafin í pyttum og báru merki um aftökur og pyntingar. Kerfisbundnar og meðvitaðar árásir á sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir eru gróft brot á Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum lögum og ber hverju einasta ríki skylda til þess að stöðva þær með öllum tiltækum ráðum. Með árásum sínum á heilbrigðiskerfið á Gaza hefur Ísrael gert venjulegt líf á Gaza ómögulegt og opinberað markmið sitt að þurrka út byggð Palestínumanna á svæðinu. Þrautseigja Palestínumanna er hins vegar óþrjótandi og hafa Palestínumenn nú þegar hafið endurbyggingu á sjúkrahúsum sem Ísraelsher hefur lagt í rúst. Á meðan að Palestínumenn gefast ekki upp, þá gerum við það ekki heldur. Í dag tileinkum við söng okkar Yazan Tamimi, 11 ára langveika stráknum sem enn stendur til að vísa úr landi þrátt fyrir að brottvísunin brjóti Barnasáttmálann sem er löggiltur á Íslandi. Þrátt fyrir að Duchenne samtökin, Réttur barna á flótta, Tabú, Barnaheill, Einstök börn, og landssamtökin Þroskahjálp hafi fordæmt brottvísunina. Þrátt fyrir að búið sé að leggja heilbrigðiskerfi Palestínu í rúst. Ísland hefur viðurkennt rétt palestínsku þjóðarinnar til að stofna eigið ríki og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna. Ísland hefur líka undirritað Sáttmálann gegn þjóðarmorði. Samkvæmt alþjóðalögum er það skylda ríkisstjórnarinnar að beita sér gegn stríðsglæpum Ísraels. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar bera skyldur til Palestínsku þjóðarinnar og því skorum við á Willum Þór Þórsson, sem heilbrigðisráðherra að ríkisstjórn Íslands framfylgi eftirfarandi kröfum: 1. Að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði 2. Að slíta stjórnmálasamstarfi Íslands við Ísrael 3. Að hefja samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá kórnum segir að í yfirlýsingu kórsins hafi meðal annars komið fram að í dag séu 19 af 36 sjúkrahúsum á Gaza óstarfhæf með öllu og aðeins fjögur haldi úti fullri starfsemi. Fólk með krabbamein og sykursýki fái ekki viðeigandi meðferð og nýrnaveikir komist ekki í blóðskilun. Barnshafandi konur þurfi að fæða við óviðunandi aðstæður og ísraelsk yfirvöld hefti innflutning á nauðsynlegum heilbrigðisvörum, til dæmis verkja- og sýklalyfjum. Páll Óskar er einn meðlima kórsins. Fórnarlömb sprengjuárása fái því ekki viðeigandi meðferð, aflimanir án deyfinga hafi stóraukist og daglega missi fleiri en tíu börn útlim vegna þess að ekki er hægt að gera að sárum þeirra á viðeigandi hátt. Létu vita en enginn ráðherra sjáanlegur Þá segir að kórinn hafi tilkynningu til heilbrigðisráðherra, aðstoðarmanna hans og á ráðuneytið í gær og boðið ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins á að hlusta á söng og yfirlýsingu. Biðlað var hafi verið til heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að ríkisstjórn Íslands myndi nota öll tiltæk ráð til að stöðva þjóðarmorð Ísraels á Palestínu. Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra hafi ekki komið út að hlusta á sönginn, en kórmeðlimir hafi tekið eftir því að öryggisverðir birtust í móttöku ráðuneytisins stuttu eftir að söngurinn hófst. Bjarkey tók vel á móti kórnum Vikuna á undan hefði samráðherra Willums, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tekið höfðinglega á móti kórnum, ásamt starfsfólki matvælaráðuneytisins. Þónokkrir ráðuneytisstarfsmenn hefðu þó hlustað á sönginn í gegnum opna glugga og þakkað fyrir sig með lófataki. Að lokum hafi nokkrir ráðuneytisstarfsmenn komið út og yfirlýsingin og söngurinn hafi verið endurtekin fyrir þá. Yfirlýsingin var endurtekin eftir að nokkrir starfsmenn ráðuneytisins komu út. Starfsmenn hafi tekið á móti yfirlýsingunni og lofað að koma henni til skila. Frá því að þjóðarmorð Ísraela á Palestínu hófst fyrir 11 mánuðum hefur Ísrael gert árásir á öll sjúkrahús á Gaza. Herinn hefur gjöreyðilagt heilbrigðiskerfi Gaza með nákvæmum og linnulausum árásum í kjölfar skipulagðra árása á nærliggjandi svæði með sprengjum, skotárásum, herkví og hernámi. Í dag eru 19 af 36 sjúkrahúsum á Gaza óstarfhæf með öllu og aðeins fjögur halda fullri starfsemi. Fólk með krabbamein og sykursýki fær ekki viðeigandi meðferð og nýrnaveikir komast ekki í blóðskilun. Barnshafandi konur þurfa að fæða við óviðunandi aðstæður og ísraelsk yfirvöld hefta innflutning á nauðsynlegum heilbrigðisvörum, til dæmis verkja- og sýklalyfjum. Fórnarlömb sprengjuárása fá því ekki viðeigandi meðferð, aflimanir án deyfinga hafa stóraukist og daglega missa fleiri en tíu börn útlim vegna þess að ekki er hægt að gera að sárum þeirra á viðeigandi hátt. Vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og hreinu vatni blossa nú upp auðlæknanlegir sjúkdómar á borð við gulu, lifrarbólgu, magapestir og húðsjúkdóma, og áður útrýmdir sjúkdómar hafa snúið aftur, til dæmis lömunarveiki. Giora Eiland, ísraelskur hershöfðingi, opinberaði stefnu Ísraels með eftirfarandi orðum: “Alvarlegar farsóttir á Gazaströndinni munu færa okkur nær sigri.”. Árásir Ísraels á heilbrigðiskerfið í Palestínu eru gerðar undir því yfirskini að palestínskar skæruliðasveitir noti þessa innviði sem bækistöðvar. Þessar ásakanir hafa hvergi verið sannaðar en hins vegar hefur Ísraelsher ítrekað umbreytt palestínskum sjúkrahúsum í hernaðarvirki, sem er gróft brot á alþjóðalögum. Ísraelsher hefur myrt að minnsta kosti 885 heilbrigðisstarfsmenn á Gaza. Fjölmörg dæmi eru um að sjúkrabílar sem mæta til að hlúa að særðu fólki séu sprengdir í loftárásum hersins þegar þeir koma á áfangastað en einnig hefur herinn ítrekað rænt læknum og pyntað þá og myrt í fangabúðum sínum. Starfsmenn heilbrigðisráðuneytis Gaza, sem sjá um að skrásetja fjölda myrtra, hafa einnig verið skotmörk hersins en markmið þeirra árása er að gera Palestínumönnum ómögulegt að ákvarða fjölda þeirra sem myrtur er af Ísraelsher. Því þarf að gera ráð fyrir að opinberar tölur um mannfall séu verulega vanmetnar. Í mars á þessu ári var stærsta sjúkrahúsið á Gaza, Al Shifa, lagt í rúst eftir umsátur Ísraelshers sem stóð í tvær vikur. Eftir að herinn yfirgaf spítalann fundust hundruð líka í fjöldagröfum umhverfis spítalann, þar á meðal börn sem höfðu verið tekin af lífi með bundnar hendur. Fleiri fjöldagrafir fundust í kringum Nasser-sjúkrahúsið, þar sem 400 lík voru grafin í pyttum og báru merki um aftökur og pyntingar. Kerfisbundnar og meðvitaðar árásir á sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir eru gróft brot á Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum lögum og ber hverju einasta ríki skylda til þess að stöðva þær með öllum tiltækum ráðum. Með árásum sínum á heilbrigðiskerfið á Gaza hefur Ísrael gert venjulegt líf á Gaza ómögulegt og opinberað markmið sitt að þurrka út byggð Palestínumanna á svæðinu. Þrautseigja Palestínumanna er hins vegar óþrjótandi og hafa Palestínumenn nú þegar hafið endurbyggingu á sjúkrahúsum sem Ísraelsher hefur lagt í rúst. Á meðan að Palestínumenn gefast ekki upp, þá gerum við það ekki heldur. Í dag tileinkum við söng okkar Yazan Tamimi, 11 ára langveika stráknum sem enn stendur til að vísa úr landi þrátt fyrir að brottvísunin brjóti Barnasáttmálann sem er löggiltur á Íslandi. Þrátt fyrir að Duchenne samtökin, Réttur barna á flótta, Tabú, Barnaheill, Einstök börn, og landssamtökin Þroskahjálp hafi fordæmt brottvísunina. Þrátt fyrir að búið sé að leggja heilbrigðiskerfi Palestínu í rúst. Ísland hefur viðurkennt rétt palestínsku þjóðarinnar til að stofna eigið ríki og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna. Ísland hefur líka undirritað Sáttmálann gegn þjóðarmorði. Samkvæmt alþjóðalögum er það skylda ríkisstjórnarinnar að beita sér gegn stríðsglæpum Ísraels. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar bera skyldur til Palestínsku þjóðarinnar og því skorum við á Willum Þór Þórsson, sem heilbrigðisráðherra að ríkisstjórn Íslands framfylgi eftirfarandi kröfum: 1. Að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði 2. Að slíta stjórnmálasamstarfi Íslands við Ísrael 3. Að hefja samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu.
Frá því að þjóðarmorð Ísraela á Palestínu hófst fyrir 11 mánuðum hefur Ísrael gert árásir á öll sjúkrahús á Gaza. Herinn hefur gjöreyðilagt heilbrigðiskerfi Gaza með nákvæmum og linnulausum árásum í kjölfar skipulagðra árása á nærliggjandi svæði með sprengjum, skotárásum, herkví og hernámi. Í dag eru 19 af 36 sjúkrahúsum á Gaza óstarfhæf með öllu og aðeins fjögur halda fullri starfsemi. Fólk með krabbamein og sykursýki fær ekki viðeigandi meðferð og nýrnaveikir komast ekki í blóðskilun. Barnshafandi konur þurfa að fæða við óviðunandi aðstæður og ísraelsk yfirvöld hefta innflutning á nauðsynlegum heilbrigðisvörum, til dæmis verkja- og sýklalyfjum. Fórnarlömb sprengjuárása fá því ekki viðeigandi meðferð, aflimanir án deyfinga hafa stóraukist og daglega missa fleiri en tíu börn útlim vegna þess að ekki er hægt að gera að sárum þeirra á viðeigandi hátt. Vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og hreinu vatni blossa nú upp auðlæknanlegir sjúkdómar á borð við gulu, lifrarbólgu, magapestir og húðsjúkdóma, og áður útrýmdir sjúkdómar hafa snúið aftur, til dæmis lömunarveiki. Giora Eiland, ísraelskur hershöfðingi, opinberaði stefnu Ísraels með eftirfarandi orðum: “Alvarlegar farsóttir á Gazaströndinni munu færa okkur nær sigri.”. Árásir Ísraels á heilbrigðiskerfið í Palestínu eru gerðar undir því yfirskini að palestínskar skæruliðasveitir noti þessa innviði sem bækistöðvar. Þessar ásakanir hafa hvergi verið sannaðar en hins vegar hefur Ísraelsher ítrekað umbreytt palestínskum sjúkrahúsum í hernaðarvirki, sem er gróft brot á alþjóðalögum. Ísraelsher hefur myrt að minnsta kosti 885 heilbrigðisstarfsmenn á Gaza. Fjölmörg dæmi eru um að sjúkrabílar sem mæta til að hlúa að særðu fólki séu sprengdir í loftárásum hersins þegar þeir koma á áfangastað en einnig hefur herinn ítrekað rænt læknum og pyntað þá og myrt í fangabúðum sínum. Starfsmenn heilbrigðisráðuneytis Gaza, sem sjá um að skrásetja fjölda myrtra, hafa einnig verið skotmörk hersins en markmið þeirra árása er að gera Palestínumönnum ómögulegt að ákvarða fjölda þeirra sem myrtur er af Ísraelsher. Því þarf að gera ráð fyrir að opinberar tölur um mannfall séu verulega vanmetnar. Í mars á þessu ári var stærsta sjúkrahúsið á Gaza, Al Shifa, lagt í rúst eftir umsátur Ísraelshers sem stóð í tvær vikur. Eftir að herinn yfirgaf spítalann fundust hundruð líka í fjöldagröfum umhverfis spítalann, þar á meðal börn sem höfðu verið tekin af lífi með bundnar hendur. Fleiri fjöldagrafir fundust í kringum Nasser-sjúkrahúsið, þar sem 400 lík voru grafin í pyttum og báru merki um aftökur og pyntingar. Kerfisbundnar og meðvitaðar árásir á sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir eru gróft brot á Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum lögum og ber hverju einasta ríki skylda til þess að stöðva þær með öllum tiltækum ráðum. Með árásum sínum á heilbrigðiskerfið á Gaza hefur Ísrael gert venjulegt líf á Gaza ómögulegt og opinberað markmið sitt að þurrka út byggð Palestínumanna á svæðinu. Þrautseigja Palestínumanna er hins vegar óþrjótandi og hafa Palestínumenn nú þegar hafið endurbyggingu á sjúkrahúsum sem Ísraelsher hefur lagt í rúst. Á meðan að Palestínumenn gefast ekki upp, þá gerum við það ekki heldur. Í dag tileinkum við söng okkar Yazan Tamimi, 11 ára langveika stráknum sem enn stendur til að vísa úr landi þrátt fyrir að brottvísunin brjóti Barnasáttmálann sem er löggiltur á Íslandi. Þrátt fyrir að Duchenne samtökin, Réttur barna á flótta, Tabú, Barnaheill, Einstök börn, og landssamtökin Þroskahjálp hafi fordæmt brottvísunina. Þrátt fyrir að búið sé að leggja heilbrigðiskerfi Palestínu í rúst. Ísland hefur viðurkennt rétt palestínsku þjóðarinnar til að stofna eigið ríki og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna. Ísland hefur líka undirritað Sáttmálann gegn þjóðarmorði. Samkvæmt alþjóðalögum er það skylda ríkisstjórnarinnar að beita sér gegn stríðsglæpum Ísraels. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar bera skyldur til Palestínsku þjóðarinnar og því skorum við á Willum Þór Þórsson, sem heilbrigðisráðherra að ríkisstjórn Íslands framfylgi eftirfarandi kröfum: 1. Að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði 2. Að slíta stjórnmálasamstarfi Íslands við Ísrael 3. Að hefja samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira