Fólk hafi samband við lögreglu í stað þess að deila sögum á netinu Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. september 2024 16:21 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni á sunnudag var yfirheyrður nú síðdegis. Yfirlögregluþjónn hvetur fólk sem hefur haldbærar upplýsingar, sem hafi þýðingu fyrir rannsókn málsins, til að koma með þær til lögreglu. Þar eigi þær heima, en ekki í sögusögnum sem gangi manna á milli á internetinu. „Við töluðum við hann í dag. Hann var yfirheyrður nú fyrir stuttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirheyrslur hafa gengið ágætlega, án þess að geta farið nánar út í framburð mannsins. Spurður hvort maðurinn hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana ítrekaði Grímur að hann gæti ekki farið út í það sem fram hefði komið við yfirheyrslur. „En eins og ég hef sagt áður, þá hringdi hann sjálfur inn með upplýsingar á sunnudaginn,“ segir Grímur. Kanna hvað manninum gekk til Hann segir að bifreið sem talið sé að maðurinn hafi verið á hafi fundist nálægt vettvanginum þar sem maðurinn var handtekinn. Verið sé að rannsaka hvar verknaðurinn sjálfur átti sér stað. Hluti af rannsókninni sé að upplýsa um ásetning mannsins, og rannsókninni miði ágætlega. „Það er ekki tímabært að fara neitt út í það hver var ásetningur eða afstaða þess sem grunaður er til þessa verknaðar.“ Byggja á staðreyndum Sögusagnir hafa gengið manna á milli, um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi, og fleiri eigi þátt í málinu en maðurinn sem er í haldi lögreglu. Grímur segir engar upplýsingar um aðkomu annarra en mannsins hafa borist lögreglu, sem hægt sé að telja til staðreynda. „Ég verð að segja það almennt séð um sögusagnir, að við getum ekki leyft okkur að eyða tíma í að elta þær. Hins vegar segi ég það að ef fólk hefur upplýsingar um að einhver annar tengist þessu máli heldur en sá sem við höfum handtekið, þá hvet ég fólk til að koma með slíkar upplýsingar til lögreglunnar. Þar eiga þær heima, en ekki í sögusögnum á internetinu.“ Við rannsóknir á sakamálum geti komið upp upplýsingar sem beini þeim í aðrar áttir. „En á þessu stigi höfum við engar upplýsingar um það að aðrir séu viðriðnir þetta mál en sá sem hefur verið handtekinn.“ Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Við töluðum við hann í dag. Hann var yfirheyrður nú fyrir stuttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirheyrslur hafa gengið ágætlega, án þess að geta farið nánar út í framburð mannsins. Spurður hvort maðurinn hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana ítrekaði Grímur að hann gæti ekki farið út í það sem fram hefði komið við yfirheyrslur. „En eins og ég hef sagt áður, þá hringdi hann sjálfur inn með upplýsingar á sunnudaginn,“ segir Grímur. Kanna hvað manninum gekk til Hann segir að bifreið sem talið sé að maðurinn hafi verið á hafi fundist nálægt vettvanginum þar sem maðurinn var handtekinn. Verið sé að rannsaka hvar verknaðurinn sjálfur átti sér stað. Hluti af rannsókninni sé að upplýsa um ásetning mannsins, og rannsókninni miði ágætlega. „Það er ekki tímabært að fara neitt út í það hver var ásetningur eða afstaða þess sem grunaður er til þessa verknaðar.“ Byggja á staðreyndum Sögusagnir hafa gengið manna á milli, um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi, og fleiri eigi þátt í málinu en maðurinn sem er í haldi lögreglu. Grímur segir engar upplýsingar um aðkomu annarra en mannsins hafa borist lögreglu, sem hægt sé að telja til staðreynda. „Ég verð að segja það almennt séð um sögusagnir, að við getum ekki leyft okkur að eyða tíma í að elta þær. Hins vegar segi ég það að ef fólk hefur upplýsingar um að einhver annar tengist þessu máli heldur en sá sem við höfum handtekið, þá hvet ég fólk til að koma með slíkar upplýsingar til lögreglunnar. Þar eiga þær heima, en ekki í sögusögnum á internetinu.“ Við rannsóknir á sakamálum geti komið upp upplýsingar sem beini þeim í aðrar áttir. „En á þessu stigi höfum við engar upplýsingar um það að aðrir séu viðriðnir þetta mál en sá sem hefur verið handtekinn.“
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira