„Við höfðum öll rangt fyrir okkur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. september 2024 08:02 „Ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýzkalands, í kjölfar þess að rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar árið 2022. „Við höfðum öll rangt fyrir okkur.“ Vísaði hann þar til þeirrar stefnu þýzkra stjórnvalda um áratugaskeið, óháð því hvaða stjórnmálaflokkar voru við völd, að vinna að nánari efnahagslegum tengslum við Rússland. Einkum í orkumálum. Frá innrásinni í Úkraínu hefur efnahagslíf Þýzkalands verið í uppnámi vegna þess hversu háð landið var orðið rússneskri olíu og gasi og sér ekki fyrir endann á því. Tvö hundruð milljarðar evra hafa runnið til Rússlands sem greiðsla fyrir þarlenda orku frá ríkjum Evrópusambandsins frá innrásinni og margfalt hærri upphæðir fyrir hana. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra. Hafa forystumenn Evrópusambandsins eins og Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ekki séð sér annað fært í kjölfar innrásarinnar en að gangast ítrekað við því opinberlega að ríki sambandsins með Þýzkaland í broddi fylkingar hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Rússlands og síðan hernað þess í Úkraínu sem stærsti kaupandi rússneskrar orku um áratuga skeið. Enn í dag eru ríkin stærsti kaupandi hennar. Sögðu áhyggjur NATO óþarfar Málið teygir sig meira en hálfa öld aftur í tímann. Schäuble var fjármálaráðherra Þýzkalands 2009-2017 og þar áður innanríkisráðherra 2005-2009 í ríkisstjórnum Angelu Merkel, kanzlara landsins og leiðtoga Kristilegra demókrata. Merkel myndaði lengst af stjórnir með Jafnaðarmannaflokknum en flokkarnir tveir hafa sem stærstu flokkar landsins fyrst og fremst borið ábyrgð á málinu. Einkum jafnaðarmenn. Fyrsti samningurinn um gasleiðslu frá Rússlandi, þá Sovétríkjunum, til Þýzkalands var undirritaður 1. febrúar 1970 en fjallað var ítarlega um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian í byrjun júní 2022. Willy Brandt var þá kanzlari landsins fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Ávinningurinn átti að vera gagnkvæmur. Þjóðverjar fengju hráefni og eldsneyti frá Rússum fyrir vélar og hágæða þýzkar iðnaðarvörur. Fyrir undirritun samningsins hafði NATO óformlega samband við stjórnvöld í Þýzkalandi og spurðist fyrir um áhrif hans á öryggismál landsins. Var bandalagið fullvissað um það að áhyggjur væru óþarfar. Þjóðverjar myndu aldrei treysta á Rússland með svo mikið sem 10% af þörf sinni fyrir gas. Hálfri öld síðar var helmingur innflutts gass, þriðjungur innfluttrar olíu og helmingur innfluttra kola rússneskur. Varaðir við af Bandaríkjunum Hver forystumaðurinn í þýzkum stjórnmálum á fætur öðrum tók virkan þátt í því síðustu áratugi að gera Þýzkaland sífellt háðara rússneskri orku. Til að mynda Helmut Kohl og Merkel frá Kristilegum demókrötum og Gerhard Schröder og Frank-Walter Steinmeier, núverandi forseti landsins, frá Jafnaðarmannaflokknum. Eftir að Schröder hætti í stjórnmálum hóf hann störf fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Fram kemur í umfjöllun Guardian að þegar farið sé í gegnum opinber skjöl sjáist vel hversu margítrekað þýzkir ráðamenn hafi verið varaðir við því að það gæti komið í bakið á þeim að reiða sig svo mjög á rússneska orku. Til dæmis af hverjum forseta Bandaríkjanna á fætum öðrum. Þýzkir ráðamenn hafi hins vegar talið Bandaríkjamenn barnalega og að þeir sjálfir væru þeir einu sem skildu stjórnvöld í Moskvu. „Við héldum áfram að vinnu við brúarsmíði sem rússnesk stjórnvöld höfðu ekki lengur trú á og sem bandamenn okkar vöruðu okkur við,“ sagði Steinmeier við þýzka fjölmiðla í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og vísaði þar til þeirrar stefnu að byggja brýr yfir til Rússlands. Viðurkenndi hann að stuðningur hans við þá stefnu að stuðla að auknum efnahagslegum tengslum við rússnesk stjórnvöld hefði verið mistök. Sjálfstæð uppspretta spennu „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi á vegum hugveitunnar Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Málið snýst í raun um þá mýtu sem samrunarþóunin innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur einkum verið réttlætt með allt frá upphafi. Að náin pólitísk og efnahagsleg tengsl á milli Evrópuríkja kæmu í veg fyrir átök á milli þeirra og að samruninn hafi tryggt friðinn í álfunni. Hins vegar eru nánari tengsl á milli ríkja innan sambandsins en sátt er um orðin að sjálfstæðri uppsprettu spennu á milli þeirra. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þar með talið og ekki sízt með tilliti til efnahagsöryggis og skynsamlegra ákvarðana í þeim efnum. Fyrir vikið sætir það vitanlega furðu þegar því er haldið fram að forystumönnum sambandsins væri treystandi fyrir íslenzkum efnahagsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
„Ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýzkalands, í kjölfar þess að rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar árið 2022. „Við höfðum öll rangt fyrir okkur.“ Vísaði hann þar til þeirrar stefnu þýzkra stjórnvalda um áratugaskeið, óháð því hvaða stjórnmálaflokkar voru við völd, að vinna að nánari efnahagslegum tengslum við Rússland. Einkum í orkumálum. Frá innrásinni í Úkraínu hefur efnahagslíf Þýzkalands verið í uppnámi vegna þess hversu háð landið var orðið rússneskri olíu og gasi og sér ekki fyrir endann á því. Tvö hundruð milljarðar evra hafa runnið til Rússlands sem greiðsla fyrir þarlenda orku frá ríkjum Evrópusambandsins frá innrásinni og margfalt hærri upphæðir fyrir hana. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra. Hafa forystumenn Evrópusambandsins eins og Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ekki séð sér annað fært í kjölfar innrásarinnar en að gangast ítrekað við því opinberlega að ríki sambandsins með Þýzkaland í broddi fylkingar hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Rússlands og síðan hernað þess í Úkraínu sem stærsti kaupandi rússneskrar orku um áratuga skeið. Enn í dag eru ríkin stærsti kaupandi hennar. Sögðu áhyggjur NATO óþarfar Málið teygir sig meira en hálfa öld aftur í tímann. Schäuble var fjármálaráðherra Þýzkalands 2009-2017 og þar áður innanríkisráðherra 2005-2009 í ríkisstjórnum Angelu Merkel, kanzlara landsins og leiðtoga Kristilegra demókrata. Merkel myndaði lengst af stjórnir með Jafnaðarmannaflokknum en flokkarnir tveir hafa sem stærstu flokkar landsins fyrst og fremst borið ábyrgð á málinu. Einkum jafnaðarmenn. Fyrsti samningurinn um gasleiðslu frá Rússlandi, þá Sovétríkjunum, til Þýzkalands var undirritaður 1. febrúar 1970 en fjallað var ítarlega um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian í byrjun júní 2022. Willy Brandt var þá kanzlari landsins fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Ávinningurinn átti að vera gagnkvæmur. Þjóðverjar fengju hráefni og eldsneyti frá Rússum fyrir vélar og hágæða þýzkar iðnaðarvörur. Fyrir undirritun samningsins hafði NATO óformlega samband við stjórnvöld í Þýzkalandi og spurðist fyrir um áhrif hans á öryggismál landsins. Var bandalagið fullvissað um það að áhyggjur væru óþarfar. Þjóðverjar myndu aldrei treysta á Rússland með svo mikið sem 10% af þörf sinni fyrir gas. Hálfri öld síðar var helmingur innflutts gass, þriðjungur innfluttrar olíu og helmingur innfluttra kola rússneskur. Varaðir við af Bandaríkjunum Hver forystumaðurinn í þýzkum stjórnmálum á fætur öðrum tók virkan þátt í því síðustu áratugi að gera Þýzkaland sífellt háðara rússneskri orku. Til að mynda Helmut Kohl og Merkel frá Kristilegum demókrötum og Gerhard Schröder og Frank-Walter Steinmeier, núverandi forseti landsins, frá Jafnaðarmannaflokknum. Eftir að Schröder hætti í stjórnmálum hóf hann störf fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Fram kemur í umfjöllun Guardian að þegar farið sé í gegnum opinber skjöl sjáist vel hversu margítrekað þýzkir ráðamenn hafi verið varaðir við því að það gæti komið í bakið á þeim að reiða sig svo mjög á rússneska orku. Til dæmis af hverjum forseta Bandaríkjanna á fætum öðrum. Þýzkir ráðamenn hafi hins vegar talið Bandaríkjamenn barnalega og að þeir sjálfir væru þeir einu sem skildu stjórnvöld í Moskvu. „Við héldum áfram að vinnu við brúarsmíði sem rússnesk stjórnvöld höfðu ekki lengur trú á og sem bandamenn okkar vöruðu okkur við,“ sagði Steinmeier við þýzka fjölmiðla í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og vísaði þar til þeirrar stefnu að byggja brýr yfir til Rússlands. Viðurkenndi hann að stuðningur hans við þá stefnu að stuðla að auknum efnahagslegum tengslum við rússnesk stjórnvöld hefði verið mistök. Sjálfstæð uppspretta spennu „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi á vegum hugveitunnar Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Málið snýst í raun um þá mýtu sem samrunarþóunin innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur einkum verið réttlætt með allt frá upphafi. Að náin pólitísk og efnahagsleg tengsl á milli Evrópuríkja kæmu í veg fyrir átök á milli þeirra og að samruninn hafi tryggt friðinn í álfunni. Hins vegar eru nánari tengsl á milli ríkja innan sambandsins en sátt er um orðin að sjálfstæðri uppsprettu spennu á milli þeirra. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þar með talið og ekki sízt með tilliti til efnahagsöryggis og skynsamlegra ákvarðana í þeim efnum. Fyrir vikið sætir það vitanlega furðu þegar því er haldið fram að forystumönnum sambandsins væri treystandi fyrir íslenzkum efnahagsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun