Lífið

Eignaðist al­vöru pungsa með al­vöru pungsa

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Árið er sannkallað tímamóta ár hjá fjölskyldunni. Fertugsfmæli, húsakaup og fjölgun í fjölskyldunni.
Árið er sannkallað tímamóta ár hjá fjölskyldunni. Fertugsfmæli, húsakaup og fjölgun í fjölskyldunni.

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi hönnunarverslunarinnar Systur og makar, og eiginamður hennar Haukur Unnar Þorkelsson, eignuðust dreng fyrr í dag. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman. Fyrir á Haukur tvö börn.

Katla greindi frá komu sonarins í færslu á samfélagsmiðlum. 

Katla tilkynnti um óléttuna á fertugsafmælinu sínu í mars. Árið hefur svo sannarlega verið mikið tímamóta ár fjölskyldunni se þau festi kaup á draumahúsinu í Hafnarfirði fyrr á árinu.

Stórafmæli, fasteignakaup og lítill drengur! 

„Daðlan er komin í heiminn! Alvöru pungsi með alvöru pungsa, rétt eins og restin af pungsunum mínum!" skrifar Katla og deilir ýtarlegri fæðingarsögu.

„Þetta var hraðasta og þægilegasta fæðingin hingað til; mér fannst ég bara eiga hana inni eftir erfiðleikana með hin tvö. Nú getum við hætt á toppnum! Ripp, Rapp og Rupp hittast svo allir á morgun eftir sleepover hjá tengdó! Í kvöld er það sushi, aðdáun og afslöppun, og við förum heim eftir klukkara! Happaþrennan er nú fullkomin og við hrepptum stærstu vinningana!"

Færsluna má sjá í heild sinni hér eða neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×