Varpa sprengjum á fjölbýlishús í Karkív Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 10:31 Frá vettvangi árásarinnar í Karkív í nótt. AP/Ríkislögreglustjóri Úkraínu Að minnsta kosti 21 er særður eftir að sprengjum var varpað á fjölbýlishús í Karkív í Úkraínu í nótt. Þetta var aðra nóttina í röð sem Rússar varpa sprengjum á fjölbýlishús í borginni, sem hefur lengi orðið fyrir sambærilegum árásum. Aðfaranótt laugardags lentu sprengjur í þremur hverfum borgarinnar. Þá særðust fimmtán manns, þeirra á meðal tvö börn. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum að Rússar hafi notast við svifsprengjur til árásanna en það eru oft gamlar og stórar sprengjur frá tímum Sovétríkjanna sem búnar hafa verið vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er svo varpað frá orrustuþotum úr mikilli hæð og geta svifið langar vegalengdir áður en þær lenda á skotmörkum sínum, oft af mikilli nákvæmni. Rússar hafa á undanfarna mánuði notað þessar sprengjur víðsvegar í Úkraínu en þær valda gífurlegum skaða. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn eigi von á sambærilegum sprengjum frá Bandaríkjamönnum sem hægt er að varpa úr F-16 orrustuþotum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í morgun að meðal hinna særðu eftir árás næturinnar væri átta ára barn og tveir táningar. Sextíu manns hefðu verið í húsinu. Þá sagði forsetinn að þessa vikuna hefðu Rússar varpað rúmlega níu hundruð sprengjum á Úkraínu og notað þar auki um fjögur hundruð sjálfsprengidróna og tæplega þrjátíu eldflaugar af ýmsum gerðum. Selenskí sagði þörf á því að styrkja loftvarnir Úkraínu og auka getu úkraínska hersins til að gera árásir í Rússlandi. Yfirvöld í Úkraínu hafa um nokkuð skeið beðið bakhjarla sína um leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Last night, Russia struck Kharkiv again, this time with aerial bombs targeting an ordinary residential building. As a result, 21 people were injured, including an 8-year-old child and two 17-year-old teenagers. Sixty residents were evacuated from the building. All are receiving… pic.twitter.com/mbLypqbew9— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 Selenskí mun fara til Bandaríkjanna í næstu viku, þar sem hann mun enn og aftur kalla eftir leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Er það í kjölfar vel heppnaðra árása Úkraínumanna á tvær stórar vopnageymslur í Rússlandi. Sjá einnig: Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Rustem Umyerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að bakhjarlar Úkraínu hefðu veitt munnlegt samþykki varðandi áætlun um að fjármagna framleiðslu Úkraínumanna á eigin langdrægum eldflaugum og langdrægum drónum Þessi vopn gætu Úkraínumenn notað sjálfir án takmarkana til árása í Rússlandi. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11 Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Aðfaranótt laugardags lentu sprengjur í þremur hverfum borgarinnar. Þá særðust fimmtán manns, þeirra á meðal tvö börn. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum að Rússar hafi notast við svifsprengjur til árásanna en það eru oft gamlar og stórar sprengjur frá tímum Sovétríkjanna sem búnar hafa verið vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er svo varpað frá orrustuþotum úr mikilli hæð og geta svifið langar vegalengdir áður en þær lenda á skotmörkum sínum, oft af mikilli nákvæmni. Rússar hafa á undanfarna mánuði notað þessar sprengjur víðsvegar í Úkraínu en þær valda gífurlegum skaða. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn eigi von á sambærilegum sprengjum frá Bandaríkjamönnum sem hægt er að varpa úr F-16 orrustuþotum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í morgun að meðal hinna særðu eftir árás næturinnar væri átta ára barn og tveir táningar. Sextíu manns hefðu verið í húsinu. Þá sagði forsetinn að þessa vikuna hefðu Rússar varpað rúmlega níu hundruð sprengjum á Úkraínu og notað þar auki um fjögur hundruð sjálfsprengidróna og tæplega þrjátíu eldflaugar af ýmsum gerðum. Selenskí sagði þörf á því að styrkja loftvarnir Úkraínu og auka getu úkraínska hersins til að gera árásir í Rússlandi. Yfirvöld í Úkraínu hafa um nokkuð skeið beðið bakhjarla sína um leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Last night, Russia struck Kharkiv again, this time with aerial bombs targeting an ordinary residential building. As a result, 21 people were injured, including an 8-year-old child and two 17-year-old teenagers. Sixty residents were evacuated from the building. All are receiving… pic.twitter.com/mbLypqbew9— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 Selenskí mun fara til Bandaríkjanna í næstu viku, þar sem hann mun enn og aftur kalla eftir leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Er það í kjölfar vel heppnaðra árása Úkraínumanna á tvær stórar vopnageymslur í Rússlandi. Sjá einnig: Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Rustem Umyerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að bakhjarlar Úkraínu hefðu veitt munnlegt samþykki varðandi áætlun um að fjármagna framleiðslu Úkraínumanna á eigin langdrægum eldflaugum og langdrægum drónum Þessi vopn gætu Úkraínumenn notað sjálfir án takmarkana til árása í Rússlandi.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11 Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11
Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45
Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07