Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. september 2024 07:02 Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og Anna Gunnarsdóttir stofnuðu Catecut árið 2019 og nú er stílistaþjónusta fyrir verslanir orðin að veruleika, sem hjálpar net-viðskiptavinum verslana að átta sig á hvort sniðið henti þeirra líkamsbyggingu. Vísir/Vilhelm „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. Munurinn á því að geta ,,séð“ hvernig flíkin mátast þegar verið er að versla á netinu og kerfinu sem Catecut hefur hannað, er að með kerfi Catecut er fólki leiðbeint um það hvort sniðið og stíllinn á flíkinni er að henta viðkomandi vel. Miðað við líkamsbyggingu hvers og eins. „Það er í rauninni verið að nota hausinn á mér,“ segir Anna Gunnarsdóttir stílisti og hlær. En Anna hefur verið mörgum kunnug sem stílisti til margra ára. Anna og Heiðrún stofnuðu Catecut árið 2019, en fyrirtækið hefur nú þegar hlotið 100 milljónir króna í styrki. Því það er ekki nóg að nýta gervigreindina. Nýsköpunarfyrirtækin þurfa líka að þróa og þjálfa gervigreindina þannig að hún nýtist notendum. Hjá netverslun Brá er hægt að sjá á íslensku hvernig stílistinn virkar. Viðskiptavinurinn fær þá leiðsögn enda þekkja það margir að versla flík á netinu sem þeim finnst rosa töff og flott, en enda síðan með að nota lítið sem ekkert vegna þess að sniðið er ekki að fara þeim eftir allt saman. Sláandi tölur Heiðrún starfaði lengi í allt öðrum geira, en hún er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði á árum áður í þróunardeild Össurar. Í barneignarleyfi fyrir rúmum áratug síðan, datt henni í hug að fara að hanna vistvæn föt og stofnaði verslunina Dimmblá. „Þetta er árið 2013 og öll umræða var ekki komin jafn langt þá um fatasóun og umhverfismálin. Fólk skildi því ekkert í því hvers vegna fötin hjá mér þyrftu að vera svona miklu dýrari og svo framvegis,“ segir Heiðrún og brosir. „Tíminn minn fór því fyrst og fremst í að fræða fólk.“ Sem dæmi um hversu mikilvægt það er að heimurinn nái að sporna við fatasóun, nefnir Heiðrún nokkrar sláandi staðreyndir. Til dæmis það að á sumum stöðum í Evrópu er skilatíðni fatnaðar sem keyptur er á netinu mjög há, eða allt að 40%. Að um 20% af þessum fatnaði fer beint í landfyllingu. Að um 66% af söluverði smásala felist í álagningu til að mæta þessari háu skilatíðni. Sóunin er algjör. Catecut hefur fengið um 100 milljónir króna í styrk, enda ekki nóg að nýta sér gervigreindina. Nýsköpunarfyrirtækin þurfa að þróa gervigreindina og þjálfa. Kerfið hefur allan tíman verið hannað með erlendan markað í huga og er Catecut nú þegar í samstarfi við markaðsstofu í Kaupmannahöfn fyrir Norðurlandamarkað.Vísir/Vilhelm Stílistaþjónustan hjá Brá Upphaflega segja þær stöllur að hugmyndin hafi verið að hanna deilikerfi. Þannig að fatnaður yrði í útleigu. En eins og oft gerist í heimi nýsköpunar, breytast hugmyndir og þróun. Enda tækniþróunin hröð, ekki síst nú með tilkomu gervigreindarinnar. „Við tókum þátt í Startup hraðli árið 2019 og áttuðum okkur á því strax þá að við þyrftum að skala upp hugmyndina og nýta okkur gervigreindina. Að þróa og þjálfa gervigreind er hins vegar mikil þolinmæðisvinna. Styrkir frá Rannís og Atvinnumálum kvenna hafa því skipt sköpum í þróunarvinnunni,“ segir Heiðrún. En nú er stílistinn orðinn að veruleika. Því nýverið tók verslunin Brá upp kerfi Catecut. Sem þýðir að þegar fólk er að skoða fatnað til kaups hjá Brá, getur það með einföldum hætti fengið upplýsingar um það hvort flíkin yfir höfuð henti þeirri líkamsbyggingu sem þú telur einkenna þig. „Því í stuttu máli má segja að það sem fer okkur best er að draga fram styrkleikana okkar og gera mikið úr þeim, en draga úr öðru,“ segir Anna. Svo furðulega sem það hljómar, var Anna sjálf farin að huga að hugmynd sem þessari fyrir 15-20 árum síðan. En það verkefni stöðvaðist. Hvað gerðist? „Bankahrunið,“ svarar Anna og brosir. Sem já, eflaust dró úr ýmsum verkefnum sem þá þegar voru komin í þróun. Þegar stöllurnar hins vegar hittust árið 2018, var ljóst að hugmyndirnar þeirra um framtíðina og sölu á fatnaði eru keimlíkar. „Að draga úr fatasóun er mjög stórt og mikilvægt umhverfismál. Þá er ekki nóg að halda að við lítum vel út í flíkinni. Með stílistanum til viðbótar, erum við að fá leiðbeiningar um það hvort flíkin fari okkur vel eða ekki,“ segir Heiðrún og vísar þar til þess að því ánægðari sem við erum með fatnaðinn, því líklegra erum við til að nota hann meira. Sem mögulega dregur þá úr því að inní skápum og skúffum safnast fatnaður sem fólk ýmist notar sjaldan eða aldrei. Framundan er fjármögnunarferli og útrás hjá Catecut en Heiðrún og Anna gefa öðrum frumkvöðlum þau góðu ráð að halda vel fókus og fylgja sinni sannfæringu. Margir vilja gefa ráð en þau séu misgóð. Þá segja þær gott að vera með góðan mentor alveg frá byrjun.Vísir/Vilhelm, Catecut Útrásin og góðu ráðin Annað sem Heiðrún bendir á að sé mikilvægt fyrir þá söluaðila sem munu nýta sér kerfi Catecut, eru gögnin sem safnast saman eftir því sem á líður. „Verslunareigendur eru að panta inn og kaupa fatnað með löngum fyrirvara og veðja þá á það sem verður í tísku og þeir telja líklegt að muni seljast vel. Það sem gerist þegar Catecut kerfið hefur verið í notkun í dágóðan tíma, er að söluaðilinn fer að þekkja betur hvernig snið eru að henta viðskiptavinunum sem eru að versla á netinu hjá honum og hvaða snið henta síður.“ Þar með séu söluaðilar komnir með verkfæri til að geta keypt betur inn vörur sem henta líkamsbyggingu sinna viðskiptavina. „Sem þýðir þá að þeir fara að læra betur: Best að kaupa mikið af þessu sniði en minna af hinu. Allt eftir því hvaða snið flíkin er í sem verið er að skoða til að flytja inn,“ segir Heiðrún. Anna segir tískustraumana síbreytilega en þó þannig að tískan fari oft í hringi. „Tíska verður reyndar aldrei til úr lausu lofti. Hún er oftast birtingarmynd af því sem við erum að sjá gerast í fréttum og í heiminum. Þegar það er mikið um stríð, sjáum við trend eins og til dæmis hermannabuxnasnið eða hermannalitina og svo framvegis,“ segir Anna. Sem starfað hefur sem stílisti í rúm 25 ár. En hvað með liti? Er kaupendum leiðbeint með hvaða litir fara manni betur en aðrir? „Það kemur,“ svarar Anna að bragði og bætir við: Sem er til dæmis mjög gott fyrir okkur Íslendingana þar sem margir vilja klæðast í svörtu eða sauðalitunum. Því eins og annars staðar í heiminum, eltum við svolítið litina úr umhverfinu okkar. Í skammdeginu sem hér er, veitir okkur samt ekkert að því að fá meiri liti inn.“ Sem stílisti Catecut mun þá leiðbeina notendur með. Strax í upphafi var ákveðið að skala kerfið þannig að það gæti nýst hvaða söluaðila sem er. Framundan er því að sækja á Norðurlandamarkað. „Við erum nú þegar komnar í samstarf við markaðsstofu í Kaupmannahöfn sem mun vinna að því að koma okkur á markað á Norðurlöndunum. Það athyglisverða er þó að það eru nú þegar aðilar í Bandaríkjunum sem eru að sýna okkur áhuga og við höfum líka verið að ræða við aðila í London,“ segir Heiðrún og Anna kinkar kolli. Hversu hratt hlutirnir gerast er óráðið enn. Framundan liggur fyrir að fara í fjármögnun þannig að útrásin geti hafist fyrir alvöru. „Það er ekkert verra fyrir söluaðila en óseldur lager. Þar kemur stílistinn okkar sterkur inn. Svo ekki sé talað um hversu mikilvægt það er að heimurinn fari að sporna betur við fatasóun. Við sjáum fyrir okkur að sækja fram á Norðurlöndunum og víðar en höfum lært það á síðustu árum að taka bara eitt skref í einu. En þetta er spennandi vegferð sem við erum í,“ segir Heiðrún. Í góðum ráðum til annarra aðila sem eru að hefja sína vegferð í nýsköpun, segja Anna og Heiðrún að það nýtist mjög vel að fá sér góðan mentor strax og að velja gott fólk með sér. En líka að halda fókus. Það eru margir tilbúnir til þess að gefa ráð, þótt ráðin geti verið misgóð. Enginn er allt í öðru og til að tryggja framgang fyrirtækisins sem best, skiptir öllu máli að halda skýrum fókus og kvika ekki frá ykkar sannfæringu.“ Nýsköpun Tækni Tíska og hönnun Umhverfismál Sjálfbærni Gervigreind Tengdar fréttir „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Munurinn á því að geta ,,séð“ hvernig flíkin mátast þegar verið er að versla á netinu og kerfinu sem Catecut hefur hannað, er að með kerfi Catecut er fólki leiðbeint um það hvort sniðið og stíllinn á flíkinni er að henta viðkomandi vel. Miðað við líkamsbyggingu hvers og eins. „Það er í rauninni verið að nota hausinn á mér,“ segir Anna Gunnarsdóttir stílisti og hlær. En Anna hefur verið mörgum kunnug sem stílisti til margra ára. Anna og Heiðrún stofnuðu Catecut árið 2019, en fyrirtækið hefur nú þegar hlotið 100 milljónir króna í styrki. Því það er ekki nóg að nýta gervigreindina. Nýsköpunarfyrirtækin þurfa líka að þróa og þjálfa gervigreindina þannig að hún nýtist notendum. Hjá netverslun Brá er hægt að sjá á íslensku hvernig stílistinn virkar. Viðskiptavinurinn fær þá leiðsögn enda þekkja það margir að versla flík á netinu sem þeim finnst rosa töff og flott, en enda síðan með að nota lítið sem ekkert vegna þess að sniðið er ekki að fara þeim eftir allt saman. Sláandi tölur Heiðrún starfaði lengi í allt öðrum geira, en hún er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði á árum áður í þróunardeild Össurar. Í barneignarleyfi fyrir rúmum áratug síðan, datt henni í hug að fara að hanna vistvæn föt og stofnaði verslunina Dimmblá. „Þetta er árið 2013 og öll umræða var ekki komin jafn langt þá um fatasóun og umhverfismálin. Fólk skildi því ekkert í því hvers vegna fötin hjá mér þyrftu að vera svona miklu dýrari og svo framvegis,“ segir Heiðrún og brosir. „Tíminn minn fór því fyrst og fremst í að fræða fólk.“ Sem dæmi um hversu mikilvægt það er að heimurinn nái að sporna við fatasóun, nefnir Heiðrún nokkrar sláandi staðreyndir. Til dæmis það að á sumum stöðum í Evrópu er skilatíðni fatnaðar sem keyptur er á netinu mjög há, eða allt að 40%. Að um 20% af þessum fatnaði fer beint í landfyllingu. Að um 66% af söluverði smásala felist í álagningu til að mæta þessari háu skilatíðni. Sóunin er algjör. Catecut hefur fengið um 100 milljónir króna í styrk, enda ekki nóg að nýta sér gervigreindina. Nýsköpunarfyrirtækin þurfa að þróa gervigreindina og þjálfa. Kerfið hefur allan tíman verið hannað með erlendan markað í huga og er Catecut nú þegar í samstarfi við markaðsstofu í Kaupmannahöfn fyrir Norðurlandamarkað.Vísir/Vilhelm Stílistaþjónustan hjá Brá Upphaflega segja þær stöllur að hugmyndin hafi verið að hanna deilikerfi. Þannig að fatnaður yrði í útleigu. En eins og oft gerist í heimi nýsköpunar, breytast hugmyndir og þróun. Enda tækniþróunin hröð, ekki síst nú með tilkomu gervigreindarinnar. „Við tókum þátt í Startup hraðli árið 2019 og áttuðum okkur á því strax þá að við þyrftum að skala upp hugmyndina og nýta okkur gervigreindina. Að þróa og þjálfa gervigreind er hins vegar mikil þolinmæðisvinna. Styrkir frá Rannís og Atvinnumálum kvenna hafa því skipt sköpum í þróunarvinnunni,“ segir Heiðrún. En nú er stílistinn orðinn að veruleika. Því nýverið tók verslunin Brá upp kerfi Catecut. Sem þýðir að þegar fólk er að skoða fatnað til kaups hjá Brá, getur það með einföldum hætti fengið upplýsingar um það hvort flíkin yfir höfuð henti þeirri líkamsbyggingu sem þú telur einkenna þig. „Því í stuttu máli má segja að það sem fer okkur best er að draga fram styrkleikana okkar og gera mikið úr þeim, en draga úr öðru,“ segir Anna. Svo furðulega sem það hljómar, var Anna sjálf farin að huga að hugmynd sem þessari fyrir 15-20 árum síðan. En það verkefni stöðvaðist. Hvað gerðist? „Bankahrunið,“ svarar Anna og brosir. Sem já, eflaust dró úr ýmsum verkefnum sem þá þegar voru komin í þróun. Þegar stöllurnar hins vegar hittust árið 2018, var ljóst að hugmyndirnar þeirra um framtíðina og sölu á fatnaði eru keimlíkar. „Að draga úr fatasóun er mjög stórt og mikilvægt umhverfismál. Þá er ekki nóg að halda að við lítum vel út í flíkinni. Með stílistanum til viðbótar, erum við að fá leiðbeiningar um það hvort flíkin fari okkur vel eða ekki,“ segir Heiðrún og vísar þar til þess að því ánægðari sem við erum með fatnaðinn, því líklegra erum við til að nota hann meira. Sem mögulega dregur þá úr því að inní skápum og skúffum safnast fatnaður sem fólk ýmist notar sjaldan eða aldrei. Framundan er fjármögnunarferli og útrás hjá Catecut en Heiðrún og Anna gefa öðrum frumkvöðlum þau góðu ráð að halda vel fókus og fylgja sinni sannfæringu. Margir vilja gefa ráð en þau séu misgóð. Þá segja þær gott að vera með góðan mentor alveg frá byrjun.Vísir/Vilhelm, Catecut Útrásin og góðu ráðin Annað sem Heiðrún bendir á að sé mikilvægt fyrir þá söluaðila sem munu nýta sér kerfi Catecut, eru gögnin sem safnast saman eftir því sem á líður. „Verslunareigendur eru að panta inn og kaupa fatnað með löngum fyrirvara og veðja þá á það sem verður í tísku og þeir telja líklegt að muni seljast vel. Það sem gerist þegar Catecut kerfið hefur verið í notkun í dágóðan tíma, er að söluaðilinn fer að þekkja betur hvernig snið eru að henta viðskiptavinunum sem eru að versla á netinu hjá honum og hvaða snið henta síður.“ Þar með séu söluaðilar komnir með verkfæri til að geta keypt betur inn vörur sem henta líkamsbyggingu sinna viðskiptavina. „Sem þýðir þá að þeir fara að læra betur: Best að kaupa mikið af þessu sniði en minna af hinu. Allt eftir því hvaða snið flíkin er í sem verið er að skoða til að flytja inn,“ segir Heiðrún. Anna segir tískustraumana síbreytilega en þó þannig að tískan fari oft í hringi. „Tíska verður reyndar aldrei til úr lausu lofti. Hún er oftast birtingarmynd af því sem við erum að sjá gerast í fréttum og í heiminum. Þegar það er mikið um stríð, sjáum við trend eins og til dæmis hermannabuxnasnið eða hermannalitina og svo framvegis,“ segir Anna. Sem starfað hefur sem stílisti í rúm 25 ár. En hvað með liti? Er kaupendum leiðbeint með hvaða litir fara manni betur en aðrir? „Það kemur,“ svarar Anna að bragði og bætir við: Sem er til dæmis mjög gott fyrir okkur Íslendingana þar sem margir vilja klæðast í svörtu eða sauðalitunum. Því eins og annars staðar í heiminum, eltum við svolítið litina úr umhverfinu okkar. Í skammdeginu sem hér er, veitir okkur samt ekkert að því að fá meiri liti inn.“ Sem stílisti Catecut mun þá leiðbeina notendur með. Strax í upphafi var ákveðið að skala kerfið þannig að það gæti nýst hvaða söluaðila sem er. Framundan er því að sækja á Norðurlandamarkað. „Við erum nú þegar komnar í samstarf við markaðsstofu í Kaupmannahöfn sem mun vinna að því að koma okkur á markað á Norðurlöndunum. Það athyglisverða er þó að það eru nú þegar aðilar í Bandaríkjunum sem eru að sýna okkur áhuga og við höfum líka verið að ræða við aðila í London,“ segir Heiðrún og Anna kinkar kolli. Hversu hratt hlutirnir gerast er óráðið enn. Framundan liggur fyrir að fara í fjármögnun þannig að útrásin geti hafist fyrir alvöru. „Það er ekkert verra fyrir söluaðila en óseldur lager. Þar kemur stílistinn okkar sterkur inn. Svo ekki sé talað um hversu mikilvægt það er að heimurinn fari að sporna betur við fatasóun. Við sjáum fyrir okkur að sækja fram á Norðurlöndunum og víðar en höfum lært það á síðustu árum að taka bara eitt skref í einu. En þetta er spennandi vegferð sem við erum í,“ segir Heiðrún. Í góðum ráðum til annarra aðila sem eru að hefja sína vegferð í nýsköpun, segja Anna og Heiðrún að það nýtist mjög vel að fá sér góðan mentor strax og að velja gott fólk með sér. En líka að halda fókus. Það eru margir tilbúnir til þess að gefa ráð, þótt ráðin geti verið misgóð. Enginn er allt í öðru og til að tryggja framgang fyrirtækisins sem best, skiptir öllu máli að halda skýrum fókus og kvika ekki frá ykkar sannfæringu.“
Nýsköpun Tækni Tíska og hönnun Umhverfismál Sjálfbærni Gervigreind Tengdar fréttir „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30
Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01
Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01
Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00