Mannréttindabrot á vinnumarkaði Helgi Brynjarsson skrifar 23. september 2024 07:02 Á dögunum lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði í þriðja sinn. Markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkað í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Yrði frumvarpið að lögum nyti félagafrelsi launafólks á Íslandi loksins sömu verndar og á hinum Norðurlöndunum, en frumvarpið er gert að fyrirmynd dönsku löggjafarinnar um félagafrelsi á vinnumarkaði (d. lov om foreningsfrihed på arbejdsmarkedet). Í frumvarpinu felast ýmsar breytingar sem eru til þess fallnar að gefa launafólki raunverulegt val um það hvaða félagi þeir tilheyra eða tilheyra ekki, en m.a. er lagt til bann við svokölluðum forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, sem víða má finna á almennum vinnumarkaði. Slík ákvæði eru einhverra hluta vegna enn við lýði hér á landi, þrátt fyrir að slík ákvæði séu talin brjóta gegn rétti manna til að standa utan félaga af Mannréttindadómstól Evrópu, Evrópunefndinni um félagslegt réttlæti og öllum öðrum vestrænum þjóðum. Bannað að ráða hæfasta einstaklinginn Samkvæmt efni sínu útiloka forgangsréttarákvæði í raun alla launamenn sem ekki tilheyra tilteknu stéttarfélagi frá því að hljóta tiltekin störf og eru slík ákvæði í flestum ef ekki öllum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hér á landi. Rétt er þó að hafa í huga að forgangsréttarákvæði fyrirfinnast ekki á opinberum vinnumarkaði, enda myndi það stríða gegn reglunni um að ráða beri hæfasta umsækjandann hverju sinni. Í forgangsréttarákvæðum felst nefnilega að atvinnurekanda er skylt að ráða félagsmenn tiltekins stéttarfélags fram yfir félagsmenn annarra félaga eða ófélagsbundna launamenn. Svo lengi sem umsækjandi um starf er félagsmaður þess stéttarfélags og uppfyllir lágmarkshæfnisskilyrði starfsins, sem eru oft og tíðum ekki önnur en að vera eldri en 14 ára og á lífi, er atvinnurekanda óheimilt að ráða þá sem standa utan þess félags, jafnvel þó þeir séu að öllu leyti mun hæfari til starfsins. Það sama á við þegar atvinnurekandi þarf að draga saman seglin og fækka starfsfólki, en þá ber atvinnurekanda að segja upp þeim sem standa utan félagsins fremur en félagsmönnum þess, óháð öllu öðru, s.s. frammistöðu í starfi. Á almennum vinnumarkaði er því raunin sú að í mörgum tilvikum er atvinnurekanda hreinlega óheimilt að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið, þökk sé forgangsréttarákvæðum kjarasamninga. Andstaðan á Alþingi Það vekur furðu að þá sjaldan sem lögð er fram sérstök mannréttindalöggjöf hafa ákveðnir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum telja sig vera sérstaka boðbera réttlætis og mannréttinda umfram aðra, barist hatrammlega gegn frumvarpinu. Það kann að vera að hinn meinti áhugi þeirra á mannréttindum sé í raun lítið annað en innihaldslausar upphrópanir fremur er raunveruleg virðing fyrir réttindum einstaklinga. Sést það best á því að gagnrýnin á frumvarp Óla Björns hefur lítið sem ekkert snúið að efni frumvarpsins, heldur aðallega að flutningsmönnum þess, en margir virðast standa í þeirri trú að þar sem frumvarpið kemur frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins hljóti einhvers konar illur ásetningur að liggja þar að baki. Leggi menn hins vegar pólitíska heift sína til hliðar og lesi frumvarpið er öllum ljóst að engar annarlegar hvatir liggja þar að baki, enda er frumvarpið í fullu samræmi við alla mannréttindasáttmála sem Ísland hefur undirritað, sem og löggjöf nágrannaþjóða okkar. Guðmundur Ingi til bjargar? Það vakti athygli í júní sl. þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fullgilti endurskoðaðan Félagsmálasáttmála Evrópu fyrir hönd Íslands, en Ísland fullgilti samninginn upphaflega árið 1976. Þessi ákvörðun ráðherrans er áhugaverð þar sem forgangsréttarákvæði kjarasamninga brjóta einmitt gegn 5. gr. sáttmálans um félagafrelsi, en íslenska ríkið hefur margsinnis fengið ákúrur þess efnis frá Evrópunefndinni um félagsleg réttindi, sem er nefnd óháðra sérfræðinga sem hefur eftirlit með framkvæmd sáttmálans. Er því ekki við öðru að búast en að ráðherrann grípi til aðgerða til að sporna við áframhaldandi brotum gegn sáttmálanum, enda getur varla nokkur maður trúað því að ráðherra VG myndi láta sér detta í hug jafn óheiðarlega dyggðarskreytingu og að fullgilda alþjóðlegan sáttmála ef hann hefur engan áhuga á því að fylgja honum eftir. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mannréttindi Félagasamtök Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á dögunum lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði í þriðja sinn. Markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkað í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Yrði frumvarpið að lögum nyti félagafrelsi launafólks á Íslandi loksins sömu verndar og á hinum Norðurlöndunum, en frumvarpið er gert að fyrirmynd dönsku löggjafarinnar um félagafrelsi á vinnumarkaði (d. lov om foreningsfrihed på arbejdsmarkedet). Í frumvarpinu felast ýmsar breytingar sem eru til þess fallnar að gefa launafólki raunverulegt val um það hvaða félagi þeir tilheyra eða tilheyra ekki, en m.a. er lagt til bann við svokölluðum forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, sem víða má finna á almennum vinnumarkaði. Slík ákvæði eru einhverra hluta vegna enn við lýði hér á landi, þrátt fyrir að slík ákvæði séu talin brjóta gegn rétti manna til að standa utan félaga af Mannréttindadómstól Evrópu, Evrópunefndinni um félagslegt réttlæti og öllum öðrum vestrænum þjóðum. Bannað að ráða hæfasta einstaklinginn Samkvæmt efni sínu útiloka forgangsréttarákvæði í raun alla launamenn sem ekki tilheyra tilteknu stéttarfélagi frá því að hljóta tiltekin störf og eru slík ákvæði í flestum ef ekki öllum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hér á landi. Rétt er þó að hafa í huga að forgangsréttarákvæði fyrirfinnast ekki á opinberum vinnumarkaði, enda myndi það stríða gegn reglunni um að ráða beri hæfasta umsækjandann hverju sinni. Í forgangsréttarákvæðum felst nefnilega að atvinnurekanda er skylt að ráða félagsmenn tiltekins stéttarfélags fram yfir félagsmenn annarra félaga eða ófélagsbundna launamenn. Svo lengi sem umsækjandi um starf er félagsmaður þess stéttarfélags og uppfyllir lágmarkshæfnisskilyrði starfsins, sem eru oft og tíðum ekki önnur en að vera eldri en 14 ára og á lífi, er atvinnurekanda óheimilt að ráða þá sem standa utan þess félags, jafnvel þó þeir séu að öllu leyti mun hæfari til starfsins. Það sama á við þegar atvinnurekandi þarf að draga saman seglin og fækka starfsfólki, en þá ber atvinnurekanda að segja upp þeim sem standa utan félagsins fremur en félagsmönnum þess, óháð öllu öðru, s.s. frammistöðu í starfi. Á almennum vinnumarkaði er því raunin sú að í mörgum tilvikum er atvinnurekanda hreinlega óheimilt að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið, þökk sé forgangsréttarákvæðum kjarasamninga. Andstaðan á Alþingi Það vekur furðu að þá sjaldan sem lögð er fram sérstök mannréttindalöggjöf hafa ákveðnir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum telja sig vera sérstaka boðbera réttlætis og mannréttinda umfram aðra, barist hatrammlega gegn frumvarpinu. Það kann að vera að hinn meinti áhugi þeirra á mannréttindum sé í raun lítið annað en innihaldslausar upphrópanir fremur er raunveruleg virðing fyrir réttindum einstaklinga. Sést það best á því að gagnrýnin á frumvarp Óla Björns hefur lítið sem ekkert snúið að efni frumvarpsins, heldur aðallega að flutningsmönnum þess, en margir virðast standa í þeirri trú að þar sem frumvarpið kemur frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins hljóti einhvers konar illur ásetningur að liggja þar að baki. Leggi menn hins vegar pólitíska heift sína til hliðar og lesi frumvarpið er öllum ljóst að engar annarlegar hvatir liggja þar að baki, enda er frumvarpið í fullu samræmi við alla mannréttindasáttmála sem Ísland hefur undirritað, sem og löggjöf nágrannaþjóða okkar. Guðmundur Ingi til bjargar? Það vakti athygli í júní sl. þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fullgilti endurskoðaðan Félagsmálasáttmála Evrópu fyrir hönd Íslands, en Ísland fullgilti samninginn upphaflega árið 1976. Þessi ákvörðun ráðherrans er áhugaverð þar sem forgangsréttarákvæði kjarasamninga brjóta einmitt gegn 5. gr. sáttmálans um félagafrelsi, en íslenska ríkið hefur margsinnis fengið ákúrur þess efnis frá Evrópunefndinni um félagsleg réttindi, sem er nefnd óháðra sérfræðinga sem hefur eftirlit með framkvæmd sáttmálans. Er því ekki við öðru að búast en að ráðherrann grípi til aðgerða til að sporna við áframhaldandi brotum gegn sáttmálanum, enda getur varla nokkur maður trúað því að ráðherra VG myndi láta sér detta í hug jafn óheiðarlega dyggðarskreytingu og að fullgilda alþjóðlegan sáttmála ef hann hefur engan áhuga á því að fylgja honum eftir. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun