Ísland: Landið sem unga fólkið flýr Einar Jóhannes Guðnason skrifar 23. september 2024 11:30 Að flytja heim til Íslands var versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið. Við konan fluttum heim í ársbyrjun 2023 þegar við áttum von á okkar fyrsta barni. Í Kaupmannahöfn var lífið ljúft og þægilegt, það blundar þó alltaf í manni einhver heimþrá og sáum við tækifæri að flytja heim svo sonur okkar gæti alist upp í kringum fjölskyldu. Síðan við fluttum heim er raunveruleikinn annar en við vorum vön í Danmörku. Við höfum aldrei haft minna á milli handanna, aldrei séð höfuðstól lána lækka jafn hægt, aldrei átt jafn lítið sparifé, aldrei þurft að leyfa okkur jafn lítið. Orðið „mánaðamót“ hafði aldrei dúkkað upp áður í okkar samtölum en er nú mest notaða orðið á heimilinu. Þetta er óviðunandi ástand og áhrifin sem það hefur á unga fólkið í landinu okkar eru skelfileg. Ég hef átt allt of mörg samtöl undanfarna mánuði þar sem ungt fólk á besta aldri segir mér að þau sjái enga framtíð á Íslandi, séu bara að safna sér pening til að geta flutt úr landi og ætla aldrei að koma aftur. Á örskömmum tíma hætti Ísland að vera „stórasta land í heimi“ sem allir voru stoltir af og leið vel á. Í dag er Ísland orðið landið sem unga fólkið flýr. Sem nýbakaður faðir er erfitt að horfa uppá þessa þróun. Það vill enginn að barnið sitt upplifi þennan kalda raunveruleika sem blasir við ungu fólki, þar sem vonleysi fyrir framtíðinni ræður ríkjum. Eftir að hafa upplifað þetta sjálfur í nokkra mánuði rann upp fyrir mér að ég þyrfti að taka ákvörðun: Annaðhvort flytjum við aftur til Danmerkur eða ég reyni að stuðla að breytingum með beinum hætti. Ég valdi að taka ábyrgð á framtíð Íslands, að byggja upp betra samfélag fyrir komandi kynslóðir og tek nú þátt í stofnun Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Við ætlum að berjast fyrir því að Ísland verði samfélag þar sem börnin okkar fá tækifæri til að blómstra, þar sem ákvarðanir eru teknar á grundvelli staðreynda og langtímahugsunar. Þar sem skynsemishyggja ræður för. Pólitík hefur verið allt of fjarlæg ungu fólki og það er tími til að breyta því. Pólitík snertir okkur öll og viljum við því hvetja alla á aldrinum 15 til 35 ára sem er annt um framtíð Íslands og vilja hafa jákvæð áhrif til að taka þátt í þessari baráttu með okkur. Við í Freyfaxa munum halda nýliðakvöld þann 28. september kl. 20:00 í höfuðstöðvum Miðflokksins í Hamraborg 1. Þetta er tækifæri þitt til að vera hluti af breytingunum sem Ísland þarf á að halda. Tökum höndum saman og byggjum betra Ísland fyrir okkur og börnin okkar – framtíðin bíður ekki. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Að flytja heim til Íslands var versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið. Við konan fluttum heim í ársbyrjun 2023 þegar við áttum von á okkar fyrsta barni. Í Kaupmannahöfn var lífið ljúft og þægilegt, það blundar þó alltaf í manni einhver heimþrá og sáum við tækifæri að flytja heim svo sonur okkar gæti alist upp í kringum fjölskyldu. Síðan við fluttum heim er raunveruleikinn annar en við vorum vön í Danmörku. Við höfum aldrei haft minna á milli handanna, aldrei séð höfuðstól lána lækka jafn hægt, aldrei átt jafn lítið sparifé, aldrei þurft að leyfa okkur jafn lítið. Orðið „mánaðamót“ hafði aldrei dúkkað upp áður í okkar samtölum en er nú mest notaða orðið á heimilinu. Þetta er óviðunandi ástand og áhrifin sem það hefur á unga fólkið í landinu okkar eru skelfileg. Ég hef átt allt of mörg samtöl undanfarna mánuði þar sem ungt fólk á besta aldri segir mér að þau sjái enga framtíð á Íslandi, séu bara að safna sér pening til að geta flutt úr landi og ætla aldrei að koma aftur. Á örskömmum tíma hætti Ísland að vera „stórasta land í heimi“ sem allir voru stoltir af og leið vel á. Í dag er Ísland orðið landið sem unga fólkið flýr. Sem nýbakaður faðir er erfitt að horfa uppá þessa þróun. Það vill enginn að barnið sitt upplifi þennan kalda raunveruleika sem blasir við ungu fólki, þar sem vonleysi fyrir framtíðinni ræður ríkjum. Eftir að hafa upplifað þetta sjálfur í nokkra mánuði rann upp fyrir mér að ég þyrfti að taka ákvörðun: Annaðhvort flytjum við aftur til Danmerkur eða ég reyni að stuðla að breytingum með beinum hætti. Ég valdi að taka ábyrgð á framtíð Íslands, að byggja upp betra samfélag fyrir komandi kynslóðir og tek nú þátt í stofnun Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Við ætlum að berjast fyrir því að Ísland verði samfélag þar sem börnin okkar fá tækifæri til að blómstra, þar sem ákvarðanir eru teknar á grundvelli staðreynda og langtímahugsunar. Þar sem skynsemishyggja ræður för. Pólitík hefur verið allt of fjarlæg ungu fólki og það er tími til að breyta því. Pólitík snertir okkur öll og viljum við því hvetja alla á aldrinum 15 til 35 ára sem er annt um framtíð Íslands og vilja hafa jákvæð áhrif til að taka þátt í þessari baráttu með okkur. Við í Freyfaxa munum halda nýliðakvöld þann 28. september kl. 20:00 í höfuðstöðvum Miðflokksins í Hamraborg 1. Þetta er tækifæri þitt til að vera hluti af breytingunum sem Ísland þarf á að halda. Tökum höndum saman og byggjum betra Ísland fyrir okkur og börnin okkar – framtíðin bíður ekki. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun