Innlent

Guð­rún skýst upp fyrir Katrínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mætir til ríkisstjórnarfundar í síðustu viku.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mætir til ríkisstjórnarfundar í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er sá ráðherra sem landsmenn telja hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er sá sem talinn er hafa staðið sig verst.

Þetta kemur fram í nýrri Maskínukönnun. Þar kemur fram að 7,3 prósent landsmanna telji Guðrúnu hafa staðið sig best. Á hæla hennar koma Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 7,1 prósent og 7,0 prósent nefna Katrínu og Áslaugu Örnu. Munurinn á ráðherrunum þremur er ekki marktækur.

Niðurstöður könnunar Maskínu.Maskína

Alls nefna 38,6 prósent Bjarna Benediktsson forsætisráðherra sem þann ráðherra sem hefur staðið sig verst. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kemur næst með 10,1 prósent og Katrín Jakobsdóttir er í þriðja sæti með 4,7 prósent.

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þykja bæði hafa staðið sig best en einnig verst samanborið við ráðherra hinna stjórnarflokkanna.

Alls svöruðu 994 könnun Maskínu sem fram fór 10. til 16. september síðastliðinn. Niðurstöðurnar í heild má sjá í PDF skjali hér að neðan.

Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×