Hver er ábyrgð Icelandair? Sævar Þór Jónsson skrifar 24. september 2024 09:01 Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg meinsemd sem á ekki að viðgangast. Hins vegar þarf að fara varlega þegar ásakanir eru bornar á einstaklinga sama hvers eðlis þær eru. Kynferðisbrot geta ekki verið þar undanskilin, slík mál þurfa faglega og vandaða úrvinnslu. Til þess höfum við réttarvörslukerfi. Í vikunni hafa verið sagðar fréttir af voveiflegu fráfalli einstaklings í kjölfar þess að á hann voru bornar sakir um kynferðisbrot. Viðkomandi hafði starfað hjá Icelandair og svo virðist sem fyrirtækið hafi leyst viðkomandi frá störfum eftir að ásakanirnar voru tilkynntar til stjórnenda. Ég þekki ekki til þessa máls og get því ekki fullyrt um atvik þess. Hins vegar þekki ég til fleiri svona mála innan Icelandair. Fyrir ekki margt löngu aðstoðaði ég mann, sem gegndi ábyrgðarstöðu hjá Icelandair, vegna ásakana sem bornar voru á hendur honum um kynferðisbrot. Brotið átti að hafa átt sér stað utan vinnutíma en gagnvart öðrum starfsmanni fyrirtækisins. Ásakanirnar leiddu til þess að umbjóðanda mínum var vikið úr starfi. Hann var lengi atvinnulaus sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann bæði fjárhagslega og andlega. Í viðræðum við Icelandair var lögð áhersla á meðalhóf í úrvinnslu málsins og lagt til að viðkomandi færi í leyfi meðan lögregla rannsakaði málið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi og missti umbjóðandinn vinnuna. Eftir rannsókn málsins ákvað lögreglan að fella málið niður og var sú ákvörðun staðfest hjá Ríkissaksóknara. Þrátt fyrir að ósannað væri að umbjóðandi minn hafi gert nokkuð af sér þá var skaðinn skeður og hann átti ekki afturkvæmt í sambærilegt starf og hefur líf hans beðið skipsbrot. Það er alls óvíst hvort umbjóðandi minn muni nokkru sinni ná sér fjárhagslega eða andlega eftir þessa útreið. Hér virðist sem stefna Icelandair í þessum málum sé svo ströng og ómanneskjuleg að það er ekkert svigrúm fyrir meðalhóf. Það eitt að ásakanir eru bornar upp virðist duga til þess að víkja fólki úr starfi og virðist lögreglurannsókn eða hlutverk réttarvörslukerfisins engu skipta fyrir fyrirtækið. Það er jákvætt að taka skýra afstöðu með þolendum kynferðisbrota og leyfa þeim að njóta vafans og það er göfugt að stórfyrirtæki eins og Icelandair vilji taka samfélagslega ábyrgð. En við getum ekki verið barnaleg í afstöðu okkar, við lifum ekki í veruleika sem er svartur og hvítur, - hann er alls konar. Þótt við tökum afstöðu með þolendum og sýnum þeim stuðning þá er ekki forsvaranlegt að sá sem borinn er sökum sé réttinda- og varnarlaus. Það er einhver meðalvegur þarna sem þarf að þræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá rétti einstaklings til að svara fyrir sig. Það er engum greiði gerður með því að byrja með offorsi og slaufa viðkomandi og jafnvel eyðileggja líf hans fyrirfram. Samfélagið græðir ekkert á því. Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála um réttarríki þar sem þeir sem eru bornir sökum eiga rétt á að fá réttláta málsmeðferð fyrir hlutlausum dómi. Þeir eiga heimtingu á því að halda áfram með sitt líf séu þeir sýknaðir eða rannsókn leiðir til þess að ekki er talið sannað að brot hafi verið framið. Við getum ekki brotið þennan aldagamla samfélagssáttamála sem er til að vernda borgarana, einstaklingana, gegn ofríki. Við þurfum að spyrja okkur áleitna spurninga hvar mörkin eiga að liggja þegar kemur að þessum málum. Þessu þurfa fyrirtæki eins og Icelandair einnig að spyrja sig að og koma hreint fram hvort þeir líti svo á að öfug sönnunarbyrði eigi að ráða þannig að menn séu sekir uns þeir sanni sakleysi sitt. Samræmist það þeim hugmyndum sem við höfum um réttarríkið? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Icelandair Kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg meinsemd sem á ekki að viðgangast. Hins vegar þarf að fara varlega þegar ásakanir eru bornar á einstaklinga sama hvers eðlis þær eru. Kynferðisbrot geta ekki verið þar undanskilin, slík mál þurfa faglega og vandaða úrvinnslu. Til þess höfum við réttarvörslukerfi. Í vikunni hafa verið sagðar fréttir af voveiflegu fráfalli einstaklings í kjölfar þess að á hann voru bornar sakir um kynferðisbrot. Viðkomandi hafði starfað hjá Icelandair og svo virðist sem fyrirtækið hafi leyst viðkomandi frá störfum eftir að ásakanirnar voru tilkynntar til stjórnenda. Ég þekki ekki til þessa máls og get því ekki fullyrt um atvik þess. Hins vegar þekki ég til fleiri svona mála innan Icelandair. Fyrir ekki margt löngu aðstoðaði ég mann, sem gegndi ábyrgðarstöðu hjá Icelandair, vegna ásakana sem bornar voru á hendur honum um kynferðisbrot. Brotið átti að hafa átt sér stað utan vinnutíma en gagnvart öðrum starfsmanni fyrirtækisins. Ásakanirnar leiddu til þess að umbjóðanda mínum var vikið úr starfi. Hann var lengi atvinnulaus sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann bæði fjárhagslega og andlega. Í viðræðum við Icelandair var lögð áhersla á meðalhóf í úrvinnslu málsins og lagt til að viðkomandi færi í leyfi meðan lögregla rannsakaði málið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi og missti umbjóðandinn vinnuna. Eftir rannsókn málsins ákvað lögreglan að fella málið niður og var sú ákvörðun staðfest hjá Ríkissaksóknara. Þrátt fyrir að ósannað væri að umbjóðandi minn hafi gert nokkuð af sér þá var skaðinn skeður og hann átti ekki afturkvæmt í sambærilegt starf og hefur líf hans beðið skipsbrot. Það er alls óvíst hvort umbjóðandi minn muni nokkru sinni ná sér fjárhagslega eða andlega eftir þessa útreið. Hér virðist sem stefna Icelandair í þessum málum sé svo ströng og ómanneskjuleg að það er ekkert svigrúm fyrir meðalhóf. Það eitt að ásakanir eru bornar upp virðist duga til þess að víkja fólki úr starfi og virðist lögreglurannsókn eða hlutverk réttarvörslukerfisins engu skipta fyrir fyrirtækið. Það er jákvætt að taka skýra afstöðu með þolendum kynferðisbrota og leyfa þeim að njóta vafans og það er göfugt að stórfyrirtæki eins og Icelandair vilji taka samfélagslega ábyrgð. En við getum ekki verið barnaleg í afstöðu okkar, við lifum ekki í veruleika sem er svartur og hvítur, - hann er alls konar. Þótt við tökum afstöðu með þolendum og sýnum þeim stuðning þá er ekki forsvaranlegt að sá sem borinn er sökum sé réttinda- og varnarlaus. Það er einhver meðalvegur þarna sem þarf að þræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá rétti einstaklings til að svara fyrir sig. Það er engum greiði gerður með því að byrja með offorsi og slaufa viðkomandi og jafnvel eyðileggja líf hans fyrirfram. Samfélagið græðir ekkert á því. Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála um réttarríki þar sem þeir sem eru bornir sökum eiga rétt á að fá réttláta málsmeðferð fyrir hlutlausum dómi. Þeir eiga heimtingu á því að halda áfram með sitt líf séu þeir sýknaðir eða rannsókn leiðir til þess að ekki er talið sannað að brot hafi verið framið. Við getum ekki brotið þennan aldagamla samfélagssáttamála sem er til að vernda borgarana, einstaklingana, gegn ofríki. Við þurfum að spyrja okkur áleitna spurninga hvar mörkin eiga að liggja þegar kemur að þessum málum. Þessu þurfa fyrirtæki eins og Icelandair einnig að spyrja sig að og koma hreint fram hvort þeir líti svo á að öfug sönnunarbyrði eigi að ráða þannig að menn séu sekir uns þeir sanni sakleysi sitt. Samræmist það þeim hugmyndum sem við höfum um réttarríkið? Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun