Eyddi Instagram eftir kynferðisleg skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 09:31 Emanuela Rusta fékk sig fullsadda af óviðeigandi skilaboðum á Instagram. Getty/Gualter Fatia Hin þrítuga Emanuela Rusta frá Albaníu hefur náð langt sem fótboltadómari, og meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna, en fyrirsagnir fjölmiðla um það hversu kynþokkafull hún sé hafa haft mikil áhrif á einkalíf hennar. Rusta hefur nú eytt Instagram-reikningi sínum vegna fjölda óviðeigandi, kynferðislegra skilaboða sem hún hefur fengið, í kjölfar þess að hafa meðal annars verið kölluð „sexý dómarinn“ í fjölmiðlum. „Þeir ættu frekar að einbeita sér að því sem ég geri í mínu starfi,“ sagði Rusta í viðtali við AFP og bætti við: „Maður þarf að berjast mikið fyrir því að verða samþykktur. Maður þarf að mölbrjóta glerþakið.“ Rusta komst í sögubækurnar þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild Albaníu og einnig fyrsti alþjóðlegi dómari þjóðarinnar til að dæma í Meistaradeild kvenna. Þar dæmdi hún til að mynda leik Sporting Lissabon og Real Madrid í síðustu viku, og Rusta var reyndar einnig með flautuna þegar Breiðablik vann KÍ 7-0 í Litháen fyrir þremur árum. Emanuela Rusta hefur meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna og í efstu deild karla heima í Albaníu.Getty/Gualter Fatia „Dómgæsla snýst ekki um kyn heldur hvað þú kannt og getur. Að taka góðar ákvarðanir. Maður þarf að þekkja reglur leiksins fullkomlega en einnig að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa stórkostlega einbeitingu,“ sagði Rusta sem sjálf æfði körfubolta á yngri árum en kynntist fótbolta betur þegar hún lærði íþróttafræði. Konur hafa brotið niður múra í dómgæslu á undanförnum árum. Til að mynda hin þýska Bibiana Steinhaus-Webb sem árið 2017 varð fyrst kvenna til að dæma í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Hin franska Stephanie Frappart, sem reyndar er kannski ekki svo vinsæl hjá Íslendingum eftir tapið gegn Portúgal í HM-umspili, er líklega fremst kvendómara í dag. Hún varð fyrsta konan til að dæma á HM þegar hún dæmdi á mótinu í Katar 2022. Rusta er staðráðin í að halda áfram að brjóta niður múra. „Albanska knattspyrnusambandið hefur alltaf lagt áherslu á að styðja við oknur svo það er engin tilviljun hvert ég er komin, og þetta er engin endastöð. Ég vona að það sé ekki langt að bíða þess að fjórar konur dæmi saman leik á bestu mótum karlanna. Þó að þetta sé karllægur heimur þá finn ég fyrir virðingu og að það sé tekið eftir því sem ég geri vel á vellinum,“ sagði Rusta. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Sjá meira
Rusta hefur nú eytt Instagram-reikningi sínum vegna fjölda óviðeigandi, kynferðislegra skilaboða sem hún hefur fengið, í kjölfar þess að hafa meðal annars verið kölluð „sexý dómarinn“ í fjölmiðlum. „Þeir ættu frekar að einbeita sér að því sem ég geri í mínu starfi,“ sagði Rusta í viðtali við AFP og bætti við: „Maður þarf að berjast mikið fyrir því að verða samþykktur. Maður þarf að mölbrjóta glerþakið.“ Rusta komst í sögubækurnar þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild Albaníu og einnig fyrsti alþjóðlegi dómari þjóðarinnar til að dæma í Meistaradeild kvenna. Þar dæmdi hún til að mynda leik Sporting Lissabon og Real Madrid í síðustu viku, og Rusta var reyndar einnig með flautuna þegar Breiðablik vann KÍ 7-0 í Litháen fyrir þremur árum. Emanuela Rusta hefur meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna og í efstu deild karla heima í Albaníu.Getty/Gualter Fatia „Dómgæsla snýst ekki um kyn heldur hvað þú kannt og getur. Að taka góðar ákvarðanir. Maður þarf að þekkja reglur leiksins fullkomlega en einnig að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa stórkostlega einbeitingu,“ sagði Rusta sem sjálf æfði körfubolta á yngri árum en kynntist fótbolta betur þegar hún lærði íþróttafræði. Konur hafa brotið niður múra í dómgæslu á undanförnum árum. Til að mynda hin þýska Bibiana Steinhaus-Webb sem árið 2017 varð fyrst kvenna til að dæma í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Hin franska Stephanie Frappart, sem reyndar er kannski ekki svo vinsæl hjá Íslendingum eftir tapið gegn Portúgal í HM-umspili, er líklega fremst kvendómara í dag. Hún varð fyrsta konan til að dæma á HM þegar hún dæmdi á mótinu í Katar 2022. Rusta er staðráðin í að halda áfram að brjóta niður múra. „Albanska knattspyrnusambandið hefur alltaf lagt áherslu á að styðja við oknur svo það er engin tilviljun hvert ég er komin, og þetta er engin endastöð. Ég vona að það sé ekki langt að bíða þess að fjórar konur dæmi saman leik á bestu mótum karlanna. Þó að þetta sé karllægur heimur þá finn ég fyrir virðingu og að það sé tekið eftir því sem ég geri vel á vellinum,“ sagði Rusta.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Sjá meira