Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2024 14:21 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. Þetta kom fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í Pallborðinu á Vísi í dag. Ragnar var gestur þáttarins ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, og Sigurði Ágústi Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík. Staða heimilanna, vextir og verðbólgu voru til umræðu. Seðlabankinn hafi kúgað vinnumarkaðinn Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Þau Ragnar og Sigríður Margrét voru spurð hvort þessar spár væru í takt við það sem lagt hefði verið upp með við undirritun kjarasamninga, sem koma til mögulegrar endurskoðunar 1. september á næsta ári. Ragnar Þór segir forsendur samninganna hafa verið þær að Seðlabankinn hefði „kúgað“ vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna með háu vaxtastigi. „Og eina skjólið eru verðtryggðu lánin, með tilheyrandi eignaupptöku. Við höfðum eiginlega engra annarra kosta völ en að ganga að þessum afarkostum, vegna þess að Seðlabankinn og seðlabankastjóri hafði tönnlast óþreytandi á því að vextir myndu ekki lækka nema samningar yrðu gerðir að ákveðinni forskrift. Þeir yrðu hóflegir og svo framvegis.“ Vill út úr samningunum Hann sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að leita leiða út úr samningunum „með góðu eða illu, sem allra fyrst“. Ragnar minnti á lögbundið hlutverk Seðlabankans um að verja verðstöðugleika. „En hann átti stóran þátt í því að framkalla hér enn eina húsnæðiskreppuna, sem hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu allra síðustu ár.“ „Seðlabankinn hefur ekki, hann hefur ekki, ég undirstrika það, sinnt sinni lögboðnu skyldu sem er að verja hér verðstöðugleika og fólkið í landinu, heldur unnið gegn því. Fyrir því eru óteljandi rök,“ bætti Ragnar við. Hann sagði þá að Seðlabankinn ynni fyrir „fjármagnið og bankakerfið“. „Við sjáum bara afkomu bankanna, hagnaðurinn er ævintýralegur. Öll þessi tilfærsla, þetta fjármagn sem er að fara frá heimilunum bæði í formi verðbóta á húsnæðislánum, allir þeir sem eru með fastvaxtalán og eru að losna núna, hafa ekkert skjól.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Bestu lífskjör í heimi Sigríður Margrét sagði mikilvægt að hafa í huga að vandinn við stöðuna væri ekki aðeins seðlabankastjóra að taka ábyrgð á. „Vandinn er auðvitað verðbólgan. Okkur miðar í rétta átt, en það er nákvæmlega þannig að ef þú ætlar að ná árangri, alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, hann kemur ekki áreynslulaust.“ Hún sagðist ekki deila sýn Ragnars á samfélagið, og sagði íslenskt samfélag „bjóða einhver bestu lífskjörin á heimsvísu“. „Það er alveg sama hvort við horfum til þess að við séum með hæstu launin kaupmáttarleiðrétt, hæstu lægstu launin, mesta jöfnuðinn, mesta jafnréttið eða bestu lífeyriskerfin. Það er samfélagið sem við búum í.“ Hún sagði erfitt og stórt verkefni að ná efnahagslegum stöðugleika, það tæki tíma og allir þyrftu að spila með. „Við þurfum að taka á undirliggjandi vanda. Við gerðum það, þegar við gerðum þessa skynsömu langtímakjarasamninga.“ Kjaramál Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í Pallborðinu á Vísi í dag. Ragnar var gestur þáttarins ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, og Sigurði Ágústi Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík. Staða heimilanna, vextir og verðbólgu voru til umræðu. Seðlabankinn hafi kúgað vinnumarkaðinn Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Þau Ragnar og Sigríður Margrét voru spurð hvort þessar spár væru í takt við það sem lagt hefði verið upp með við undirritun kjarasamninga, sem koma til mögulegrar endurskoðunar 1. september á næsta ári. Ragnar Þór segir forsendur samninganna hafa verið þær að Seðlabankinn hefði „kúgað“ vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna með háu vaxtastigi. „Og eina skjólið eru verðtryggðu lánin, með tilheyrandi eignaupptöku. Við höfðum eiginlega engra annarra kosta völ en að ganga að þessum afarkostum, vegna þess að Seðlabankinn og seðlabankastjóri hafði tönnlast óþreytandi á því að vextir myndu ekki lækka nema samningar yrðu gerðir að ákveðinni forskrift. Þeir yrðu hóflegir og svo framvegis.“ Vill út úr samningunum Hann sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að leita leiða út úr samningunum „með góðu eða illu, sem allra fyrst“. Ragnar minnti á lögbundið hlutverk Seðlabankans um að verja verðstöðugleika. „En hann átti stóran þátt í því að framkalla hér enn eina húsnæðiskreppuna, sem hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu allra síðustu ár.“ „Seðlabankinn hefur ekki, hann hefur ekki, ég undirstrika það, sinnt sinni lögboðnu skyldu sem er að verja hér verðstöðugleika og fólkið í landinu, heldur unnið gegn því. Fyrir því eru óteljandi rök,“ bætti Ragnar við. Hann sagði þá að Seðlabankinn ynni fyrir „fjármagnið og bankakerfið“. „Við sjáum bara afkomu bankanna, hagnaðurinn er ævintýralegur. Öll þessi tilfærsla, þetta fjármagn sem er að fara frá heimilunum bæði í formi verðbóta á húsnæðislánum, allir þeir sem eru með fastvaxtalán og eru að losna núna, hafa ekkert skjól.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Bestu lífskjör í heimi Sigríður Margrét sagði mikilvægt að hafa í huga að vandinn við stöðuna væri ekki aðeins seðlabankastjóra að taka ábyrgð á. „Vandinn er auðvitað verðbólgan. Okkur miðar í rétta átt, en það er nákvæmlega þannig að ef þú ætlar að ná árangri, alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, hann kemur ekki áreynslulaust.“ Hún sagðist ekki deila sýn Ragnars á samfélagið, og sagði íslenskt samfélag „bjóða einhver bestu lífskjörin á heimsvísu“. „Það er alveg sama hvort við horfum til þess að við séum með hæstu launin kaupmáttarleiðrétt, hæstu lægstu launin, mesta jöfnuðinn, mesta jafnréttið eða bestu lífeyriskerfin. Það er samfélagið sem við búum í.“ Hún sagði erfitt og stórt verkefni að ná efnahagslegum stöðugleika, það tæki tíma og allir þyrftu að spila með. „Við þurfum að taka á undirliggjandi vanda. Við gerðum það, þegar við gerðum þessa skynsömu langtímakjarasamninga.“
Kjaramál Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira