Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Hún vinnur að rannsókn málsins og segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Lögreglan óskaði eftir liðsinni þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss við Brúará í Bláskógabyggð á Suðurlandi í dag.Henni barst tilkynning um að maður hafi fallið í Hlauptungufoss í Brúará um eittleytið í dag.
Björgunarsveitir og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar á vettvang og tóku þátt í leit að manninum.

Brúará, og þá sérstaklega Brúarárfoss, er vinsæll ferðamannastaður á Suðurlandi. Hann er þekktur fyrir fagurbláan lit sinn og þangað leggja fjölmargir ferðamenn, Íslendingar sem erlendir, leið sína allan ársins hring.
Banaslys varð í Brúará sumarið 2022 þegar kanadískur ríkisborgari kom syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána. Maðurinn féll hins vegar sjálfur í ána og lést. Brúará getur verið mjög straumhörð og köld.
Fréttin hefur verið uppfærð.