Sigurður Ingi segir skort á sálfræðingum vandamál Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2024 13:58 Hart var sótt að Sigurði Inga í fyrirspurnartíma þingsins nú rétt í þessu. Þórhildur Sunna spurði hann, í tengslum við andlega líðan þjóðarinnar, hvort hann sæi ekki eftir því að hafa virt vilja löggjafaþingsins að vettugi með því að fjármagna ekki ályktanir þess? vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata beindi spurningu til Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum; hvort hann sæi ekki eftir því að hafa ekki tryggt nægilegt fjármagn 2020 til þess að vinna að andlegri líðan. Sigurður Ingi sagði vandann meðal annars þann að skortur væri á sálfræðingum. Vopnaburður ungmenna og geðheilsa þeirra var til umræðu á þinginu. Sigurður Ingi sagði skýran vilja hjá löggjafanum búa til umgjörð sem tryggir að við getum bætt okkur á því sviði. Staðið hafi yfir viðræður við sjúkratryggingar en þeim ekki lokið. Þá sagði ráðherra að það væri mikið að gera og skortur væri á starfandi sálfræðingum. „Ef við ætluðum að uppfylla allar þær óskir, kröfur og væntingar.“ Sigurður Ingi sagði aukinheldur að ríkisstjórnin væri að skoða að setja viðbótar fjármuni í málaflokkinn en ofbeldi hafi aukist meðal barna og unglinga. Þórhildur Sunna var ekki sátt við svör Sigurðar Inga. Hún hafi einfaldlega ekki fengið svar við spurningum sínum: „Hvort ráðherra sæi eftir því að hafa ekki tryggt nægjanlegt fjármagn 2020 til málaflokksins.“ Þórhildur Sunna sagði þetta til marks um endalausa vanvirðingu við ákvarðanir alþingis með að neita að fjármagna þær. „Sér ráðherra eftir þess að hafa virt vilja löggjafans að vettugi og mun hann tryggja niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu fyrir næstu kosningar?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fylgdi fyrirspurn Þorhildar Sunnu eftir og sagði andlega heilsu afgangsstærð og það væri skelfilegt að horfa upp á það. Sótt var hart að Sigurði Inga sem sagði það rétt, það væri vandamál hvernig talað væri til fólks. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Framsóknarflokkurinn Viðreisn Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Vopnaburður ungmenna og geðheilsa þeirra var til umræðu á þinginu. Sigurður Ingi sagði skýran vilja hjá löggjafanum búa til umgjörð sem tryggir að við getum bætt okkur á því sviði. Staðið hafi yfir viðræður við sjúkratryggingar en þeim ekki lokið. Þá sagði ráðherra að það væri mikið að gera og skortur væri á starfandi sálfræðingum. „Ef við ætluðum að uppfylla allar þær óskir, kröfur og væntingar.“ Sigurður Ingi sagði aukinheldur að ríkisstjórnin væri að skoða að setja viðbótar fjármuni í málaflokkinn en ofbeldi hafi aukist meðal barna og unglinga. Þórhildur Sunna var ekki sátt við svör Sigurðar Inga. Hún hafi einfaldlega ekki fengið svar við spurningum sínum: „Hvort ráðherra sæi eftir því að hafa ekki tryggt nægjanlegt fjármagn 2020 til málaflokksins.“ Þórhildur Sunna sagði þetta til marks um endalausa vanvirðingu við ákvarðanir alþingis með að neita að fjármagna þær. „Sér ráðherra eftir þess að hafa virt vilja löggjafans að vettugi og mun hann tryggja niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu fyrir næstu kosningar?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fylgdi fyrirspurn Þorhildar Sunnu eftir og sagði andlega heilsu afgangsstærð og það væri skelfilegt að horfa upp á það. Sótt var hart að Sigurði Inga sem sagði það rétt, það væri vandamál hvernig talað væri til fólks.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Framsóknarflokkurinn Viðreisn Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira