Svikin loforð gagnvart börnum? Hildur Rós Guðbjargardóttir skrifar 25. september 2024 17:32 Á kjörtímabilinu 2002-2006 var Hafnarfjörður undir stjórn Samfylkingarinnar fyrst allra sveitarfélaga til að taka upp frístundastyrk fyrir börn og ungmenni. Markmið með styrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnarstarf. Allar götur síðan hafa fulltrúar Samfylkingarinnar verið ötulir talsmenn styrksins. En það er nefnilega það, frístundastyrkurinn er eitt öflugasta tæki sem sveitarfélög hafa til að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka í slíku starfi er ein öflugasta forvörnum sem völ er á. Í huga meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er frístundastyrkurinn ekki merkilegri en svo að meirihlutinn samþykkti ekki tillögur Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um að lækka aldursviðmiðin úr 6 ára í 5 ára og hækka frístundastyrkinn næstu áramót svo hann yrði 65.000 kr. fyrir hvert barn frá og með 1. Janúar 2025 og 75.000 kr. frá og með 1. Janúar 2026. En frístundastyrkurinn í Hafnarfirði hefur ekki fylgt verðlagsþróun og er lægri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Og miklu lægri en í Reykjavík, þar sem hann er 75.000 kr. á hvern einstakling. Hljóð og mynd fara ekki saman Það er mér ráðgáta af hverju það gerist, þegar tillögur koma fram sem snúa að því að styðja frekar við barnafjölskyldur í Hafnarfirði þá mæta þær andstöðu meirihlutans. Fyrst var það þessi mikla andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í boði ríkisins. Bæjarstjóri í broddi fylkingar lýsti endurtekið andstöðu sinni, þrátt fyrir að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins væri kveðið á um að á kjörtímabilinu yrðu markviss skref tekinn í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Aftur samþykkja þau ekki að hækka frístundastyrkinn eða lækka aldursviðmiðin. Þess má þó geta að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sé talað um að lækka aldursviðmiðin fyrir frístundastyrkinn niður í þriggja ára aldur. Nú er síðari hluti kjörtímabilsins hafinn og það virðist augljóst að engin áform eru uppi um að standa við þessi gefnu loforð. Hljóð og mynd fara ekki saman. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Íþróttir barna Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu 2002-2006 var Hafnarfjörður undir stjórn Samfylkingarinnar fyrst allra sveitarfélaga til að taka upp frístundastyrk fyrir börn og ungmenni. Markmið með styrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnarstarf. Allar götur síðan hafa fulltrúar Samfylkingarinnar verið ötulir talsmenn styrksins. En það er nefnilega það, frístundastyrkurinn er eitt öflugasta tæki sem sveitarfélög hafa til að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka í slíku starfi er ein öflugasta forvörnum sem völ er á. Í huga meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er frístundastyrkurinn ekki merkilegri en svo að meirihlutinn samþykkti ekki tillögur Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um að lækka aldursviðmiðin úr 6 ára í 5 ára og hækka frístundastyrkinn næstu áramót svo hann yrði 65.000 kr. fyrir hvert barn frá og með 1. Janúar 2025 og 75.000 kr. frá og með 1. Janúar 2026. En frístundastyrkurinn í Hafnarfirði hefur ekki fylgt verðlagsþróun og er lægri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Og miklu lægri en í Reykjavík, þar sem hann er 75.000 kr. á hvern einstakling. Hljóð og mynd fara ekki saman Það er mér ráðgáta af hverju það gerist, þegar tillögur koma fram sem snúa að því að styðja frekar við barnafjölskyldur í Hafnarfirði þá mæta þær andstöðu meirihlutans. Fyrst var það þessi mikla andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í boði ríkisins. Bæjarstjóri í broddi fylkingar lýsti endurtekið andstöðu sinni, þrátt fyrir að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins væri kveðið á um að á kjörtímabilinu yrðu markviss skref tekinn í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Aftur samþykkja þau ekki að hækka frístundastyrkinn eða lækka aldursviðmiðin. Þess má þó geta að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sé talað um að lækka aldursviðmiðin fyrir frístundastyrkinn niður í þriggja ára aldur. Nú er síðari hluti kjörtímabilsins hafinn og það virðist augljóst að engin áform eru uppi um að standa við þessi gefnu loforð. Hljóð og mynd fara ekki saman. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun