Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2024 11:33 Fjórar af myndunum sem keppa til úrslita í ár. Nikon Comedy Wildlife Awards Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu í dag þær myndir sem keppa til úrslita þetta árið. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður. Nikon Comedy Wildlife Photography Awards, eins og keppnin heitir þetta árið, eru haldin árlega og er þeim ætlað að ýta undir dýravernd á heimsvísu og er verðlaunakeppnin haldin af sömu aðilum og halda Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Sjá einnig: Áströlsk rokkstjarna á fyndnustu dýralífsmynd ársins Enn einu sinni var nýtt met set í fjölda mynda sem bárust í keppnina en þær voru rétt tæplega níu þúsund og frá ljósmyndurum í 98 löndum heims. Myndirnar eru bæði teknar af atvinnuljósmyndurum og áhugamönnum sem ná að fanga kostuleg augnablik í lífi dýra. Fjörutíu myndir hafa verið valdar til að keppa til úrslita að þessu sinni auk fjögurra myndasamstæðna og þriggja myndbanda. Þá geta áhugasamir tekið þátt í að velja vinsælustu myndina á vef keppninnar. Úrslit keppninnar þetta árið verða tilkynnt í desember. Löt afkvæmi er eitthvað sem allir foreldrar, sama hvaða dýrategund þeir tilheyra, kannast við.Alexander Fine//Nikon Comedy Wildlife Awards Þessum litla fiski leist ekkert á risann sem var að dandalast fyrir utan holuna hans.Alexander Fine/Nikon Comedy Wildlife Awards Rauðmaur að stilla sér upp í smá myndatöku.Alex Pansier//Nikon Comedy Wildlife Awards Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.Andrea Rosado/Nikon Comedy Wildlife Awards „Láttu dömuna í friði.“Andy Rouse//Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi api er á stífum keiluæfingum.Andy Rouse//Nikon Comedy Wildlife Awards þessi flóðhestur virðist ætla að vinna einhverskonar feluleik.Artur Stankiewicz/Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi heimspekingur frá Úganda er augljóslega að velta mjög mikilvægum málefnum fyrir sér.Arvind Mohandas//Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi sæotur virtist ekki sáttur við að ljósmyndarinn truflaði hvíld hans.Charles Janson/Nikon Comedy Wildlife Awards „Faðir vor...“Christine Haines//Nikon Comedy Wildlife Awards „Ekki mynda mig, ég er nývöknuð!“Christopher Arnold//Nikon Comedy Wildlife Awards Mánudagar!Corentin Revel/Nikon Comedy Wildlife Awards Það er ekki allra að lenda almennilega.Damyan Petkov/Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi froskur er fastur í sinni eigin búbblu.Eberhard Ehmke/Nikon Comedy Wildlife Awards „Do re mí fa so...“Costa Mesa/Nikon Comedy Wildlife Awards Það er merkilega gaman hjá þessum sæfíl. Kannski of gaman?Gabriel Rojo/Nikon Comedy Wildlife Awards Slys í vændum.Inés Godínez//Nikon Comedy Wildlife Awards Þegar þú vaknar og sérð að þú getur sofið í nokkra klukkutíma í viðbót.Ingo Hamann/Nikon Comedy Wildlife Awards „Psst, varstu búinn að heyra...“Jan Piecha/Nikon Comedy Wildlife Awards Slaaaay queen.Jose Miguel Gallego Molina/Nikon Comedy Wildlife Awards „Hvert þykist þú vera að fara?“Jörn Clausen/Nikon Comedy Wildlife Awards „Hei, krakkar. Ég fann mat!“Kath Aggiss/Nikon Comedy Wildlife Awards Af hverju finnst mér eins og þessi froskur sé að fara að myrða mig?Kingston Tam/Nikon Comedy Wildlife Awards „Ekki hreyfa þig, ekki hreyfa þig...“Leslie McLeod/Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi örn skautar, einhverra hluta vegna.Mark Meth-Cohn/Nikon Comedy Wildlife Awards Af hverju virðist alltaf svona gaman hjá selum? Eru þeir kannski að slást.Marti Phillips/Nikon Comedy Wildlife Awards Segðu sís. -„Samband íslenskra samvinnufélaga.“Michela Bordoli/Nikon Comedy Wildlife Awards Hér hefur eitthvað hræðilegt slys átt sér stað.Milko Marchetti/Nikon Comedy Wildlife Awards Þurfum við að hafa áhyggjur af því að ísbirnir séu farnir að stunda bardagaíþróttir?Philippe Ricordel/Nikon Comedy Wildlife Awards Uuuu, hvað í ósköpunum er eiginlega að gerast hér?Przemyslaw Jakubczyk/Nikon Comedy Wildlife Awards Af hverju heyri ég bara Dressman-lagið þegar ég horfi á þessa mynd?Ralph Robinson/Nikon Comedy Wildlife Awards „Má ég ræða við þig um Jesú Krist?“Randy Herman/Nikon Comedy Wildlife Awards Óhefðbundin indversk rokkstjarna á æfingu.Sanjay Patil/Nikon Comedy Wildlife Awards Það er einhverra hluta vegna erfitt að horfa á þessa mynd.Sarosh Lodhi/Nikon Comedy Wildlife Awards Foreldrar eru góðir í því að láta börn sín skammast sín fyrir þau.Sarthak Ranganadhan/Nikon Comedy Wildlife Awards „Af hverju förum við aldrei út!?!“Scott Frier/Nikon Comedy Wildlife Awards „Ég ætla að gera þér tilboð sem þú getur ekki hafnað.“Takashi Kubo//Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi örn hefur séð hluti sem við getum flest ekki ímyndað okkur.Tapani Linnanmäki/Nikon Comedy Wildlife Awards „Þetta kitlar!“Wim Bellemans/Nikon Comedy Wildlife Awards Ef þessi mynd táknar eitthvað, þá er það orðið „bugun“.Zikri Teo/Nikon Comedy Wildlife Awards Hér er svo komið að nokkrum myndasamstæðum. „Varstu búinn að heyra þennan um...“Wendy Kaveney/Nikon Comedy Wildlife Awards Þessir brimbrettastrákar þurfa að æfa sig.John Mullineux/Nikon Comedy Wildlife Awards Star Wars strákurinn í íkornaformi.Flynn Thaitanunde-Lobb/Nikon Comedy Wildlife Awards Birnir að æfa sig fyrir Wipeout.Simone Heinrich/Nikon Comedy Wildlife Awards Hér má svo sjá þrjú myndbönd sem keppa til úrslita í keppninni. Það fyrsta var tekið af Daniel Gordon og sýnir unga górillu sýna mis-góðar listir sínar. Annað myndbandið var tekið af Kevin Lohman og sýnir ref þrífa sig í dögginni af frosnu grasi. Það þriðja var svo tekið af Milko Marchetti og sýnir fugl nota maka sinn sem brimbretti. Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Nikon Comedy Wildlife Photography Awards, eins og keppnin heitir þetta árið, eru haldin árlega og er þeim ætlað að ýta undir dýravernd á heimsvísu og er verðlaunakeppnin haldin af sömu aðilum og halda Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Sjá einnig: Áströlsk rokkstjarna á fyndnustu dýralífsmynd ársins Enn einu sinni var nýtt met set í fjölda mynda sem bárust í keppnina en þær voru rétt tæplega níu þúsund og frá ljósmyndurum í 98 löndum heims. Myndirnar eru bæði teknar af atvinnuljósmyndurum og áhugamönnum sem ná að fanga kostuleg augnablik í lífi dýra. Fjörutíu myndir hafa verið valdar til að keppa til úrslita að þessu sinni auk fjögurra myndasamstæðna og þriggja myndbanda. Þá geta áhugasamir tekið þátt í að velja vinsælustu myndina á vef keppninnar. Úrslit keppninnar þetta árið verða tilkynnt í desember. Löt afkvæmi er eitthvað sem allir foreldrar, sama hvaða dýrategund þeir tilheyra, kannast við.Alexander Fine//Nikon Comedy Wildlife Awards Þessum litla fiski leist ekkert á risann sem var að dandalast fyrir utan holuna hans.Alexander Fine/Nikon Comedy Wildlife Awards Rauðmaur að stilla sér upp í smá myndatöku.Alex Pansier//Nikon Comedy Wildlife Awards Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.Andrea Rosado/Nikon Comedy Wildlife Awards „Láttu dömuna í friði.“Andy Rouse//Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi api er á stífum keiluæfingum.Andy Rouse//Nikon Comedy Wildlife Awards þessi flóðhestur virðist ætla að vinna einhverskonar feluleik.Artur Stankiewicz/Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi heimspekingur frá Úganda er augljóslega að velta mjög mikilvægum málefnum fyrir sér.Arvind Mohandas//Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi sæotur virtist ekki sáttur við að ljósmyndarinn truflaði hvíld hans.Charles Janson/Nikon Comedy Wildlife Awards „Faðir vor...“Christine Haines//Nikon Comedy Wildlife Awards „Ekki mynda mig, ég er nývöknuð!“Christopher Arnold//Nikon Comedy Wildlife Awards Mánudagar!Corentin Revel/Nikon Comedy Wildlife Awards Það er ekki allra að lenda almennilega.Damyan Petkov/Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi froskur er fastur í sinni eigin búbblu.Eberhard Ehmke/Nikon Comedy Wildlife Awards „Do re mí fa so...“Costa Mesa/Nikon Comedy Wildlife Awards Það er merkilega gaman hjá þessum sæfíl. Kannski of gaman?Gabriel Rojo/Nikon Comedy Wildlife Awards Slys í vændum.Inés Godínez//Nikon Comedy Wildlife Awards Þegar þú vaknar og sérð að þú getur sofið í nokkra klukkutíma í viðbót.Ingo Hamann/Nikon Comedy Wildlife Awards „Psst, varstu búinn að heyra...“Jan Piecha/Nikon Comedy Wildlife Awards Slaaaay queen.Jose Miguel Gallego Molina/Nikon Comedy Wildlife Awards „Hvert þykist þú vera að fara?“Jörn Clausen/Nikon Comedy Wildlife Awards „Hei, krakkar. Ég fann mat!“Kath Aggiss/Nikon Comedy Wildlife Awards Af hverju finnst mér eins og þessi froskur sé að fara að myrða mig?Kingston Tam/Nikon Comedy Wildlife Awards „Ekki hreyfa þig, ekki hreyfa þig...“Leslie McLeod/Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi örn skautar, einhverra hluta vegna.Mark Meth-Cohn/Nikon Comedy Wildlife Awards Af hverju virðist alltaf svona gaman hjá selum? Eru þeir kannski að slást.Marti Phillips/Nikon Comedy Wildlife Awards Segðu sís. -„Samband íslenskra samvinnufélaga.“Michela Bordoli/Nikon Comedy Wildlife Awards Hér hefur eitthvað hræðilegt slys átt sér stað.Milko Marchetti/Nikon Comedy Wildlife Awards Þurfum við að hafa áhyggjur af því að ísbirnir séu farnir að stunda bardagaíþróttir?Philippe Ricordel/Nikon Comedy Wildlife Awards Uuuu, hvað í ósköpunum er eiginlega að gerast hér?Przemyslaw Jakubczyk/Nikon Comedy Wildlife Awards Af hverju heyri ég bara Dressman-lagið þegar ég horfi á þessa mynd?Ralph Robinson/Nikon Comedy Wildlife Awards „Má ég ræða við þig um Jesú Krist?“Randy Herman/Nikon Comedy Wildlife Awards Óhefðbundin indversk rokkstjarna á æfingu.Sanjay Patil/Nikon Comedy Wildlife Awards Það er einhverra hluta vegna erfitt að horfa á þessa mynd.Sarosh Lodhi/Nikon Comedy Wildlife Awards Foreldrar eru góðir í því að láta börn sín skammast sín fyrir þau.Sarthak Ranganadhan/Nikon Comedy Wildlife Awards „Af hverju förum við aldrei út!?!“Scott Frier/Nikon Comedy Wildlife Awards „Ég ætla að gera þér tilboð sem þú getur ekki hafnað.“Takashi Kubo//Nikon Comedy Wildlife Awards Þessi örn hefur séð hluti sem við getum flest ekki ímyndað okkur.Tapani Linnanmäki/Nikon Comedy Wildlife Awards „Þetta kitlar!“Wim Bellemans/Nikon Comedy Wildlife Awards Ef þessi mynd táknar eitthvað, þá er það orðið „bugun“.Zikri Teo/Nikon Comedy Wildlife Awards Hér er svo komið að nokkrum myndasamstæðum. „Varstu búinn að heyra þennan um...“Wendy Kaveney/Nikon Comedy Wildlife Awards Þessir brimbrettastrákar þurfa að æfa sig.John Mullineux/Nikon Comedy Wildlife Awards Star Wars strákurinn í íkornaformi.Flynn Thaitanunde-Lobb/Nikon Comedy Wildlife Awards Birnir að æfa sig fyrir Wipeout.Simone Heinrich/Nikon Comedy Wildlife Awards Hér má svo sjá þrjú myndbönd sem keppa til úrslita í keppninni. Það fyrsta var tekið af Daniel Gordon og sýnir unga górillu sýna mis-góðar listir sínar. Annað myndbandið var tekið af Kevin Lohman og sýnir ref þrífa sig í dögginni af frosnu grasi. Það þriðja var svo tekið af Milko Marchetti og sýnir fugl nota maka sinn sem brimbretti.
Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira