Ummæli seðlabankastjóra „skringileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 12:17 Ingólfur Bender aðalhagfræðingur SA. Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri. Samtök iðnaðarins og verkalýðsfélög hafia haldið því fram að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Í gær sagðist Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri telja umræðuna um byggingargeirann undarlega. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðabankans í gær. Byggingargeirinn ekki bara í íbúðum Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir gæta ákveðins misskilnings gæta um byggingargeirann, og bendir á að um þriðjungur veltu greinarinnar komi frá byggingu íbúða. „Þannig að þegar við horfum á útlán til geirans í það heila, þá lýsir þróun þeirra ekki endilega hvernig íbúðarhlutinn er að þróast,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Líta þurfi sérstaklega til þróunar á íbúðamarkaði til að fá fram heildarmyndina. „Til að mynda í nýjustu talningu HMS á íbúðum í byggingu. Þar er samdráttur.“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Skringilegt“ Ásgeir virtist þá gefa lítið fyrir það að vaxtahækkanir héldu aftur af greininni. „Það er reyndar mjög skringilegt, því ef maður les greiningu Seðlabankans sem kom út núna samhliða þessum fundi um fjármálastöðugleika, þá kemur þar fram álit sérfræðinga bankans að stýrivextirnir hafi veruleg áhrif bæði á framboðs og eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins.“ Þetta heyri samtökin einnig frá verktökum innan sinna raða. Tilraun til að tala niður væntingar Ingólfur bendir á að hlutverk Seðlabankastjóra sé meðal annars að tala niður væntingar um verðbólguþróun. „Ég held að hann sé með þessu tali að reyna að tala verðbólguvæntingar niður.“ Aðrar leiðir séu færar til þess. „Að viðurkenna þá rót vandans og ræða þá um lausn á honum, sem er þessi framboðsvandi,“ sagði Ingólfur. Verðlag Húsnæðismál Seðlabankinn Byggingariðnaður Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samtök iðnaðarins og verkalýðsfélög hafia haldið því fram að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Í gær sagðist Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri telja umræðuna um byggingargeirann undarlega. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðabankans í gær. Byggingargeirinn ekki bara í íbúðum Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir gæta ákveðins misskilnings gæta um byggingargeirann, og bendir á að um þriðjungur veltu greinarinnar komi frá byggingu íbúða. „Þannig að þegar við horfum á útlán til geirans í það heila, þá lýsir þróun þeirra ekki endilega hvernig íbúðarhlutinn er að þróast,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Líta þurfi sérstaklega til þróunar á íbúðamarkaði til að fá fram heildarmyndina. „Til að mynda í nýjustu talningu HMS á íbúðum í byggingu. Þar er samdráttur.“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Skringilegt“ Ásgeir virtist þá gefa lítið fyrir það að vaxtahækkanir héldu aftur af greininni. „Það er reyndar mjög skringilegt, því ef maður les greiningu Seðlabankans sem kom út núna samhliða þessum fundi um fjármálastöðugleika, þá kemur þar fram álit sérfræðinga bankans að stýrivextirnir hafi veruleg áhrif bæði á framboðs og eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins.“ Þetta heyri samtökin einnig frá verktökum innan sinna raða. Tilraun til að tala niður væntingar Ingólfur bendir á að hlutverk Seðlabankastjóra sé meðal annars að tala niður væntingar um verðbólguþróun. „Ég held að hann sé með þessu tali að reyna að tala verðbólguvæntingar niður.“ Aðrar leiðir séu færar til þess. „Að viðurkenna þá rót vandans og ræða þá um lausn á honum, sem er þessi framboðsvandi,“ sagði Ingólfur.
Verðlag Húsnæðismál Seðlabankinn Byggingariðnaður Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira