Rose greindi frá ákvörðun sinni að hætta á samfélagsmiðlum í dag. Auk þess keypti hann heilsíðuauglýsingu í blöðum í þeim sex borgum sem hann spilaði í á ferlinum í NBA: Chicago, New York, Cleveland, Minneapolis, Detroit og Memphis. Þar þakkaði hann stuðningsmönnum í hverri borg fyrir sig.
Chicago Bulls valdi Rose með fyrsta valrétti í nýliðavalinu 2008. Hann var valinn nýliði ársins 2009 og svo verðmætasti leikmaður NBA (MVP) tímabilið 2010-11. Rose var aðeins 22 ára og er sá yngsti sem hefur hlotið þessa nafnbót í sögu NBA. Bulls vann 62 leiki í deildarkeppninni 2010-11 og komst í úrslit Austurdeildarinnar.
Rose sleit krossband í hné í leik gegn Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið eftir og hann náði aldrei fyrri styrk eftir það. Bulls skipti honum til New York Knicks 2016 og hann lék einnig með Cleveland Cavaliers, Minnesota Timberwolves, Detroit Pistons og Memphis Grizzlies á ferlinum.
Just a kid from Chicago.
— Chicago Bulls (@chicagobulls) September 26, 2024
Thank you for everything, @drose 🌹 pic.twitter.com/u3CCwhlfRe
Rose, sem er 35 ára, lék aðeins 24 leiki með Memphis á síðasta tímabili en meiðsli settu stórt strik í reikning hans seinni hluta ferilsins.
Rose var 17,4 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í þeim 723 leikjum sem hann spilaði í NBA. Hann lék þrjá stjörnuleiki og var einu sinni valinn í fyrsta úrvalslið ársins.
Derrick Rose is retiring from the game of basketball 😢 pic.twitter.com/GGutVPxRM4
— NBACentral (@TheDunkCentral) September 26, 2024