Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2024 13:18 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Leon Neal Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. Stuðningspakkinn, ef svo má segja, er metinn á rúma átta milljarða dala, sem samsvarar um billjón króna. Meðal þeirra hergagna sem til stendur að senda til Úkraínu eru flugskeyti í loftvarnarkerfi, eitt Patriot-loftvarnarkerfi, skotfæri fyrir fallbyssur og HIMARS-eldflaugakerfi, Javelin og AT-4 eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndreku. Bryndreka og annarskonar brynvarin farartæki, brýr, báta, byssur, skotfæri og ýmislegt annað. Hér að neðan má sjá nýleg myndbönd af tveimur rússneskum skriðdrekum verða fyrir Javelin í austurhluta Úkraínu. Javelin strikes on two Russian MT-LBshttps://t.co/IKBiOyf1uV pic.twitter.com/u1M8YcFPW6— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) September 26, 2024 Pakkinn inniheldur eining svifsprengjur en fregnir af þeim höfðu áður borist í fjölmiðlum vestanhafs. Svifsprengjurnar sem um ræðir kallast AGM-154 og geta drifið allt að 113 kílómetra, eftir því úr hvaða hæð þeim er varpað. Þannig er hægt að varpa þeim það langt í burtu að flest loftvarnarkerfi Rússa drífa ekki að orrustuþotunum og geta sprengjurnar fundið skotmörk sín með mikilli nákvæmni. Rússar hafa um nokkuð skeið notað svipaðar sprengjur gegn Úkraínumönnum með miklum árangri. Sprengjurnar eru sérstaklega hannaðar með F-16 orrustuþotur í huga og tilkynnti Biden einnig að auka ætti umfang þjálfunar úkraínska flugmanna á þær þotur. Alls myndu Bandaríkjamenn þjálfa átján flugmenn á næsta ári en flugmenn eru einnig þjálfaðir í öðrum ríkjum í Evrópu. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið birti í dag segir Biden að stuðningur við Úkraínu hafi verið í miklum forgangi í ríkisstjórn hans á þeim tæpu þremur árum síðan innrás Rússa hófst. Á þeim tíma hefði Úkraínumönnum tekist að reka Rússa á brott frá stórum svæðum sem þeir hefðu upprunalega hernumið og héldu áfram að verja sjálfstæði sitt og fullveldi. Enn væri þó mikið verk fyrir höndum. Biden sagðist ætla að boða til fundar hjá bakhjörlum Úkraínu í Þýskalandi í næsta mánuði, þar sem samræma ætti stuðning ríkjanna við Úkraínumenn. Yfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í gær nýjan stuðningspakka til Úkraínu. Hann er ekki eins umfangsmikill og sá bandaríski og er verðmetinn á um fjögur hundrað milljóni Evra. Hann inniheldur flugskeyti fyrir loftvarnir, loftvarnarkerfi, skriðdreka, dróna, skotfæri og varahluti, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin Joe Biden Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. 25. september 2024 19:54 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira
Stuðningspakkinn, ef svo má segja, er metinn á rúma átta milljarða dala, sem samsvarar um billjón króna. Meðal þeirra hergagna sem til stendur að senda til Úkraínu eru flugskeyti í loftvarnarkerfi, eitt Patriot-loftvarnarkerfi, skotfæri fyrir fallbyssur og HIMARS-eldflaugakerfi, Javelin og AT-4 eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndreku. Bryndreka og annarskonar brynvarin farartæki, brýr, báta, byssur, skotfæri og ýmislegt annað. Hér að neðan má sjá nýleg myndbönd af tveimur rússneskum skriðdrekum verða fyrir Javelin í austurhluta Úkraínu. Javelin strikes on two Russian MT-LBshttps://t.co/IKBiOyf1uV pic.twitter.com/u1M8YcFPW6— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) September 26, 2024 Pakkinn inniheldur eining svifsprengjur en fregnir af þeim höfðu áður borist í fjölmiðlum vestanhafs. Svifsprengjurnar sem um ræðir kallast AGM-154 og geta drifið allt að 113 kílómetra, eftir því úr hvaða hæð þeim er varpað. Þannig er hægt að varpa þeim það langt í burtu að flest loftvarnarkerfi Rússa drífa ekki að orrustuþotunum og geta sprengjurnar fundið skotmörk sín með mikilli nákvæmni. Rússar hafa um nokkuð skeið notað svipaðar sprengjur gegn Úkraínumönnum með miklum árangri. Sprengjurnar eru sérstaklega hannaðar með F-16 orrustuþotur í huga og tilkynnti Biden einnig að auka ætti umfang þjálfunar úkraínska flugmanna á þær þotur. Alls myndu Bandaríkjamenn þjálfa átján flugmenn á næsta ári en flugmenn eru einnig þjálfaðir í öðrum ríkjum í Evrópu. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið birti í dag segir Biden að stuðningur við Úkraínu hafi verið í miklum forgangi í ríkisstjórn hans á þeim tæpu þremur árum síðan innrás Rússa hófst. Á þeim tíma hefði Úkraínumönnum tekist að reka Rússa á brott frá stórum svæðum sem þeir hefðu upprunalega hernumið og héldu áfram að verja sjálfstæði sitt og fullveldi. Enn væri þó mikið verk fyrir höndum. Biden sagðist ætla að boða til fundar hjá bakhjörlum Úkraínu í Þýskalandi í næsta mánuði, þar sem samræma ætti stuðning ríkjanna við Úkraínumenn. Yfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í gær nýjan stuðningspakka til Úkraínu. Hann er ekki eins umfangsmikill og sá bandaríski og er verðmetinn á um fjögur hundrað milljóni Evra. Hann inniheldur flugskeyti fyrir loftvarnir, loftvarnarkerfi, skriðdreka, dróna, skotfæri og varahluti, svo eitthvað sé nefnt.
Bandaríkin Joe Biden Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. 25. september 2024 19:54 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira
Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26
Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. 25. september 2024 19:54
„Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15