Þingmaður sagði fólki frá Haítí að „drulla sér“ frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2024 15:18 Clay Higgins, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Louisiana, birti í gær rasískt tíst sem Demókratar vilja ávíta hann fyrir. AP/J. Scott Applewhite Clay Higgins, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Louisiana birti í gær tíst sem innihélt rasísk ummæli um innflytjendur frá Haítí. Þar endurtók hann lygar Donalds Trump um fólkið um að það væri að éta gæludýr fólks og sagði þeim meðal annars að „drulla sér“ úr Bandaríkjunum. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa kallað eftir því að Higgins verði formlega ávíttur og vísað úr þingnefnd sem rannsakar banatilræði gegn Trump. Leiðtogar Repúblikanaflokksins, hafa þó komið Higgins til varnar og segja hann meðal annars hafa beðið til guðs vegna tístsins og að hann sjái eftir því. Sjálfur segist Higgins ekki sjá eftir neinu. „Lol, þessir Haítíbúar eru klikkaðir,“ skrifaði Higgins á X í gær, þar sem hann deildi frétt frá AP fréttaveitunni um að góðgerðasamtök sem aðstoða innflytjendur frá Haítí í Springfield í Ohio hafi höfðað mál gegn Donald Trump og JD Vance, vegna lyga þeirra um fólk frá Haítí. Sjá einnig: Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela „Étandi gæludýr, vúdu, viðurstyggilegasta ríkið á vesturhveli jarðar, sértrúarsöfnuðir, skrípalegir glæpamenn … en fjandinn sjálfur ef þeim finnst þau ekki fáguð núna, höfðandi mál gegn forseta okkar og varaforseta. Allir þessir þrjótar ættu að koma hugsunum sínum í lag og drulla sér úr landinu okkar fyrir 20. janúar,“ skrifaði Higgins einnig. Hann eyddi tístinu nokkru síðar. Tweeted by Congressman Clay Higgins of Louisiana. pic.twitter.com/WrcDF7hxQi— Yashar Ali 🐘 (@yashar) September 25, 2024 Trump og Vance hafa ítrekað logið því að innflytjendur frá Haítí í Spingfield, þar sem þeir eru margir og búi þar langflestir löglega, séu í landinu ólöglega og hafi verið að éta gæludýr íbúa, ræna störfum þeirra og sagt ýmislegt annað. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Jafnvel þó þeim hafi verið bent á að þeir séu að segja ósatt, hafa Trump og Vance haldið áfram að ljúga um þessa innflytjendur. Loka hefur þurft skólum og opinberum byggingum í bænum á undanförnum vikum, þar sem rúmlega þrjátíu sprengjuhótanir hafa borist. Þá hefur Rob Rue, bæjarstjóra Springfield, verið hótað lífláti. Fyrr í þessum mánuði var Trump spurður hvort hann vildi fordæma sprengjuhótanirnar í bænum, sagðist hann ekki vita af þeim og hélt áfram að ljúga um bæinn. Reporter: Do you denounce the bomb threats in Springfield?Trump: I don't know what happened with the bomb threats. I know that it's been taken over by illegal migrants, and that's a terrible thing that happened. pic.twitter.com/1PnnSAhujK— Acyn (@Acyn) September 14, 2024 Þegar Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar sem einnig er þinmaður frá Louisiana, var spurður út í tíst Higgins, kom Johnson honum til varnar. „Clay Higgins er kær vinur minn og hreint út sagt mjög berorður maður. Hann er einnig prinsippfastur maður,“ sagði Johnson. Hann sagðist ekki hafa séð umrætt tíst en sagði að annar þingmaður hefði gengið að Higgins og gagnrýnt tístið og sagt það móðgandi. „Hann segist hafa farið aftar í salinn og beðið til guðs um tístið, og að hann hafi séð eftir því. Hann fjarlægði tístið,“ sagði Johnson. „Það er það sem þú vilt að herramaður geri. Ég er viss um að hann sér eftir orðræðunni sem hann notaði en þið vitið, við lítum fram á við. Við trúum á betrun hér.“ House Speaker Mike Johnson defends Rep. Clay Higgins after he posted a now-deleted racist tweet about Haitians:"Clay Higgins is a dear friend of mine and ... a very frank and outspoken person. He's also a very principled man. … We believe in redemption around here." pic.twitter.com/OegD13BXaX— The Recount (@therecount) September 25, 2024 Higgins virðist sjálfur þó ekki sammála því að hann sjái eftir tístinu, eða það sagði hann við fréttamann CNN. Í grein miðilsins kemur fram að þingmaðurinn sem nálgaðist Higgins eftir að hann birti tístið var Steven Horsford, þingmaður Demókrataflokksins, sem er leiðtogi hóps þeldökkra þingmanna flokksins. Hann reifst við Higgins í þingsal og bað hann um að fjarlægja tístið. Higgins sagðist ætla að biðja til guðs um málið og þá sagði Horsford að ef Higgins fjarlægði ekki tístið myndi hann leggja fram tillögu um að ávíta hann. Seinna sagðist Higgins ekki sjá eftir neinu. „Þetta er allt satt [Það er það ekki]. Ég get sent út annað umdeilt tíst á morgun ef þú vilt. Ég meina, við búum við málfrelsi. Ég segi það sem mér sýnist.“ Þá sagði Higgins að í hann huga væri þetta smávægilegt mál. Þetta væri eins og eitthvað sem væri fast við skósóla hans. „Ég skafa það bara af og held áfram með líf mitt.“ Horsford segist ætla að leggja fram tillögu um að ávíta Higgins en það verður ekki fyrr en þingið kemur aftur saman eftir mánuði. Sjá einnig: Repúblikanar áhyggjufullir vegna „svarta nasistans“ Þetta snýst ekki um næstu kosningar. Þetta snýst um að almenningi í Bandaríkjunum finnst hann undir árásum. Í dag er það fólk frá Haítí. Hver verður það á morgun?“ spurði Horsford. Steven Horsford, þingmaður Demókrataflokksins, reifst við Higgins eftir að hann birti umrætt tíst.AP/J. Scott Applewhite Ávíttur fyrir meðferð á þeldökkum fanga Eins og fram kemur í grein Washington Post á Higgins sér sögu rasisma. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem var ávíttur í starfi vegna meðferðar hans á óvopnum þeldökkum manni sem hann handtók. Þá birti hann á árum áður myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem hann kallaði þeldökka menn sem grunaðir voru um glæpi ítrekað „dýr“. Viðtal sem Higgins veitti héraðsblaði í Louisiana á árum áður, þegar David Duke, æðsti leiðtogi Ku Klux Klan, sóttist eftir embætti ríkisstjóra þar, hefur einnig vakið athygli í dag. „Burtséð frá því að David er heimastrákur og allt það, þá er drengurinn nasisti og það er raunverulegt vandamál,“ sagði Higgins í viðtalinu. Hann greiddi Duke þó atkvæði sitt í kosningunum. The Clay Higgins situation is maybe the clearest indication of the extent to which Pat Buchanan ultimately won the argument with George H.W. Bush pic.twitter.com/Itxt4bkQH9— Matthew Yglesias (@mattyglesias) September 26, 2024 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Demókratar í fulltrúadeildinni hafa kallað eftir því að Higgins verði formlega ávíttur og vísað úr þingnefnd sem rannsakar banatilræði gegn Trump. Leiðtogar Repúblikanaflokksins, hafa þó komið Higgins til varnar og segja hann meðal annars hafa beðið til guðs vegna tístsins og að hann sjái eftir því. Sjálfur segist Higgins ekki sjá eftir neinu. „Lol, þessir Haítíbúar eru klikkaðir,“ skrifaði Higgins á X í gær, þar sem hann deildi frétt frá AP fréttaveitunni um að góðgerðasamtök sem aðstoða innflytjendur frá Haítí í Springfield í Ohio hafi höfðað mál gegn Donald Trump og JD Vance, vegna lyga þeirra um fólk frá Haítí. Sjá einnig: Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela „Étandi gæludýr, vúdu, viðurstyggilegasta ríkið á vesturhveli jarðar, sértrúarsöfnuðir, skrípalegir glæpamenn … en fjandinn sjálfur ef þeim finnst þau ekki fáguð núna, höfðandi mál gegn forseta okkar og varaforseta. Allir þessir þrjótar ættu að koma hugsunum sínum í lag og drulla sér úr landinu okkar fyrir 20. janúar,“ skrifaði Higgins einnig. Hann eyddi tístinu nokkru síðar. Tweeted by Congressman Clay Higgins of Louisiana. pic.twitter.com/WrcDF7hxQi— Yashar Ali 🐘 (@yashar) September 25, 2024 Trump og Vance hafa ítrekað logið því að innflytjendur frá Haítí í Spingfield, þar sem þeir eru margir og búi þar langflestir löglega, séu í landinu ólöglega og hafi verið að éta gæludýr íbúa, ræna störfum þeirra og sagt ýmislegt annað. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Jafnvel þó þeim hafi verið bent á að þeir séu að segja ósatt, hafa Trump og Vance haldið áfram að ljúga um þessa innflytjendur. Loka hefur þurft skólum og opinberum byggingum í bænum á undanförnum vikum, þar sem rúmlega þrjátíu sprengjuhótanir hafa borist. Þá hefur Rob Rue, bæjarstjóra Springfield, verið hótað lífláti. Fyrr í þessum mánuði var Trump spurður hvort hann vildi fordæma sprengjuhótanirnar í bænum, sagðist hann ekki vita af þeim og hélt áfram að ljúga um bæinn. Reporter: Do you denounce the bomb threats in Springfield?Trump: I don't know what happened with the bomb threats. I know that it's been taken over by illegal migrants, and that's a terrible thing that happened. pic.twitter.com/1PnnSAhujK— Acyn (@Acyn) September 14, 2024 Þegar Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar sem einnig er þinmaður frá Louisiana, var spurður út í tíst Higgins, kom Johnson honum til varnar. „Clay Higgins er kær vinur minn og hreint út sagt mjög berorður maður. Hann er einnig prinsippfastur maður,“ sagði Johnson. Hann sagðist ekki hafa séð umrætt tíst en sagði að annar þingmaður hefði gengið að Higgins og gagnrýnt tístið og sagt það móðgandi. „Hann segist hafa farið aftar í salinn og beðið til guðs um tístið, og að hann hafi séð eftir því. Hann fjarlægði tístið,“ sagði Johnson. „Það er það sem þú vilt að herramaður geri. Ég er viss um að hann sér eftir orðræðunni sem hann notaði en þið vitið, við lítum fram á við. Við trúum á betrun hér.“ House Speaker Mike Johnson defends Rep. Clay Higgins after he posted a now-deleted racist tweet about Haitians:"Clay Higgins is a dear friend of mine and ... a very frank and outspoken person. He's also a very principled man. … We believe in redemption around here." pic.twitter.com/OegD13BXaX— The Recount (@therecount) September 25, 2024 Higgins virðist sjálfur þó ekki sammála því að hann sjái eftir tístinu, eða það sagði hann við fréttamann CNN. Í grein miðilsins kemur fram að þingmaðurinn sem nálgaðist Higgins eftir að hann birti tístið var Steven Horsford, þingmaður Demókrataflokksins, sem er leiðtogi hóps þeldökkra þingmanna flokksins. Hann reifst við Higgins í þingsal og bað hann um að fjarlægja tístið. Higgins sagðist ætla að biðja til guðs um málið og þá sagði Horsford að ef Higgins fjarlægði ekki tístið myndi hann leggja fram tillögu um að ávíta hann. Seinna sagðist Higgins ekki sjá eftir neinu. „Þetta er allt satt [Það er það ekki]. Ég get sent út annað umdeilt tíst á morgun ef þú vilt. Ég meina, við búum við málfrelsi. Ég segi það sem mér sýnist.“ Þá sagði Higgins að í hann huga væri þetta smávægilegt mál. Þetta væri eins og eitthvað sem væri fast við skósóla hans. „Ég skafa það bara af og held áfram með líf mitt.“ Horsford segist ætla að leggja fram tillögu um að ávíta Higgins en það verður ekki fyrr en þingið kemur aftur saman eftir mánuði. Sjá einnig: Repúblikanar áhyggjufullir vegna „svarta nasistans“ Þetta snýst ekki um næstu kosningar. Þetta snýst um að almenningi í Bandaríkjunum finnst hann undir árásum. Í dag er það fólk frá Haítí. Hver verður það á morgun?“ spurði Horsford. Steven Horsford, þingmaður Demókrataflokksins, reifst við Higgins eftir að hann birti umrætt tíst.AP/J. Scott Applewhite Ávíttur fyrir meðferð á þeldökkum fanga Eins og fram kemur í grein Washington Post á Higgins sér sögu rasisma. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem var ávíttur í starfi vegna meðferðar hans á óvopnum þeldökkum manni sem hann handtók. Þá birti hann á árum áður myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem hann kallaði þeldökka menn sem grunaðir voru um glæpi ítrekað „dýr“. Viðtal sem Higgins veitti héraðsblaði í Louisiana á árum áður, þegar David Duke, æðsti leiðtogi Ku Klux Klan, sóttist eftir embætti ríkisstjóra þar, hefur einnig vakið athygli í dag. „Burtséð frá því að David er heimastrákur og allt það, þá er drengurinn nasisti og það er raunverulegt vandamál,“ sagði Higgins í viðtalinu. Hann greiddi Duke þó atkvæði sitt í kosningunum. The Clay Higgins situation is maybe the clearest indication of the extent to which Pat Buchanan ultimately won the argument with George H.W. Bush pic.twitter.com/Itxt4bkQH9— Matthew Yglesias (@mattyglesias) September 26, 2024
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira