Skynsemi Miðflokksins Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 26. september 2024 16:02 Ég horfði á Silfrið í gær þar sem Anton Sveinn McKeey nýr formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sagði að ástæðan fyrir því að hann hafi valið Miðflokkinn væri að það væri almennilegur hægri flokkur sem aðhylltist skynsemishyggju. Þeir hafa klifað dálítið á þessu hugtaki: Skynsemishyggja, Miðflokksmenn, síðustu ár og hafa í sama mund gagnrýnt gífurleg ríkisútgjöld og talað fyrir mikilli heftingu flóttamanna hingað til lands. Það er rétt hjá Antoni Sveini að það er týpískt fyrir hægri flokk að tala fyrir þessu tvennu: minni ríkisútgjöldum og heftum flóttamannastraumi. En ég er hugsi yfir því hvernig Miðflokksmenn nota orðið „skynsemishyggja“. Ég tel næsta víst að það sé þýðing á hugtakinu rationalism þar sem fyrstu ár flokksins klifaði Sigmundur Davíð stöðugt á orðinu „rökhyggja“ sem átti líklega að vera rosa trúverðugur grunnur til að treysta flokknum. Ég benti honum þá á í einhverju kommenti á samfélagsmiðlum að rökhyggja í heimspeki þýddi eitthvað allt annað en hann var að tala um. Hann var að tala um almenna skynsemi og rökhugsun jú, sem átti að vera einskonar jarðbinding og tenging við raunveruleikann eða eitthvað í þá áttina. Rökhyggja í þekkingarfræðilegum skilningi er nefnilega algjör andstæða raunhyggju (empirisim) sem lítur á skynfæri og reynslu (hin hefðbundna vísindalega aðferð) sem forsendur þekkingar. Rökhyggjan í þekkingafræðilegum skilningi vill nefnilega treysta á rökhugsunina og innsæið án beinnar skynreynslu sem uppspretta þekkingar. Það fer því ekki mjög vel að reyna að tala jarðbindingu og vísindalegar staðreyndir og rökhyggju í sama mund. Í kjölfarið fór hann að nota orðið skynsemishyggja í staðinn. Ég velti hins vegar fyrir mér hvurslags skynsemi liggur þarna að baki hjá honum. Ef hann er að tala um skynsemi í merkingunni vísindalegar staðreyndir hef ég nú ekki tekið eftir því að þeir í Miðflokknum séu að vitna mikið í vísindalegar rannsóknir í málflutningi sínum. Ég held að þeir séu að meina einhvers konar „almenna skynsemi“ hvað svo sem það er í raun. Það sem þykir skynsamlegt er náttúrulega afstætt eins og margt annað. Skynsemi fyrir hvern? Skynsamlegt fyrir fjármagnseigendur? Það segir sig sjálft að skynsemi fyrir hinn almenna vinnandi Íslending er alls ekki sú sama og fyrir stórfyrirtækjaeigandann. Það sem er skynsamlegt fyrir þá sem byggja og kaupa upp húsnæði á Íslandi er bara alls ekki skynsamlegt eða hagkvæmt fyrir hinn almenna íbúðarkaupanda o.s.frv. Formaður flokksins gagnrýnir mikið aukin ríkisútgjöld og talar fyrir enn meiri skortsstefnu en núverandi stjórnvöld viðhafa sem mörgum finnst samt nóg um. Það á að hljóma voða „skynsamlegt“ að sýna aðhald í „heimilisbókhaldinu“ og spara og passa að eiga fyrir útgjöldum. Auðvitað þarf ríkið að passa að eiga fyrir útgjöldum en ég hef nú ekki tekið eftir því hjá Miðflokknum að þeir vilji skattleggja meira fjármagnseigendur enda væru þeir þá ekki „almennilegur“ hægri flokkur þá. Svo hann hlýtur að vera að tala fyrir enn meiri niðurskurðastefnu. Í sama Silfri talaði ítalskur hagfræðingur sem var nú alls ekki á því að niðurskurðastefna væri neitt skynsamleg fyrir almenning enda hentaði hún fyrst og fremst þeim ríku og að auki fóstraði ýmsar fasískar hugmyndir í einræðisstíl um „karlinn“ sem kemur síðan og bjargar almenningi frá kreppunni. En ég spyr aftur: Skynsemi fyrir hvern? Ég hef alla vega orðið vör við ákveðna útlendingaandúð í málflutningi Miðflokksmanna sem Sjálfstæðismenn hafa reyndar líka tekið upp á áberandi hátt og þeir tala mikið um að hafa „stjórn á landamærunum“. Ég er nú ekki talsmaður „galopinna landamæra“ og held ég að það séu fæstir þrátt fyrir að fólk með útlendingaandúð eins og Inga Sæland tali eins og það sé landlægt í sumum flokkum. Auðvitað þarf að hefta glæpahópa ef mögulegt er. Þeir hafa barasta ekkert með hinn venjulega flóttamann að gera og enn síður útlendinga sem koma hingað og eru oft fluttir hingað inn til að vinna. En þeir eiga það til að blanda þessu öllu saman til að auka ótta og hræðslu. Klassísk leið hjá þjóðernissinnanum í tilraun sinni til að telja sér trú um að „við“ sem fyrir eru á landinu séu nú miklu betra fólk en „hinir“ sem eru þá litaðir upp sem glæpamenn. Þetta er auðvitað málflutningur sem mér finnst ekki svaraverður. Það er vel hægt að hafa stjórn á landamærunum í einhverjum skilningi en sýna samt mannúð og virðingu. Að nýta nýja útlendingastefnu til að banna fólki að setjast hér að í stað þess að hjálpa fólki í neyð er ekki mér að skapi. Að taka ómannúðlegar ákvarðanir í krafti laga og reglugerðna þegar svo auðveldlega er hægt að sýna mennsku og fara eftir mannréttindasáttmálum frekar er auðvitað bara stefna ákveðinna flokka eins og Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Flokks Fólksins. Þessi stefna byggir á ótta og röngum upplýsingum um hópa sem hingað leita. Þegar að algengast er að hingað leiti venjulegt fjöslkyldufólk með börn. Öllu er blandað saman. Er það skynsemin sem Miðflokkurinn er að vísa til? Er skynsemi án mennsku góð og eftirsóknarverð? Ef við erum hrædd og óttasleginn litast viðbrögð okkar síður en svo af skynsemi eða hlutlægni. Ef við erum hrædd og höldum uppi hræðsluboðskap um útlendinga erum við ekki að fara að hugsa, tala eða hegða okkur af skynsemi. Hver er þessi skynsemi sem Miðflokkurinn er alltaf að klifa á? Hana er alla vega ekki að finna í niðurskurðastefnu eða hræðsluáróðri. Hvar er hún þá? Fyrir hvað stendur þá eiginlega þessi flokkur sem hefur hækkað töluvert í skoðanakönnunum? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég horfði á Silfrið í gær þar sem Anton Sveinn McKeey nýr formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sagði að ástæðan fyrir því að hann hafi valið Miðflokkinn væri að það væri almennilegur hægri flokkur sem aðhylltist skynsemishyggju. Þeir hafa klifað dálítið á þessu hugtaki: Skynsemishyggja, Miðflokksmenn, síðustu ár og hafa í sama mund gagnrýnt gífurleg ríkisútgjöld og talað fyrir mikilli heftingu flóttamanna hingað til lands. Það er rétt hjá Antoni Sveini að það er týpískt fyrir hægri flokk að tala fyrir þessu tvennu: minni ríkisútgjöldum og heftum flóttamannastraumi. En ég er hugsi yfir því hvernig Miðflokksmenn nota orðið „skynsemishyggja“. Ég tel næsta víst að það sé þýðing á hugtakinu rationalism þar sem fyrstu ár flokksins klifaði Sigmundur Davíð stöðugt á orðinu „rökhyggja“ sem átti líklega að vera rosa trúverðugur grunnur til að treysta flokknum. Ég benti honum þá á í einhverju kommenti á samfélagsmiðlum að rökhyggja í heimspeki þýddi eitthvað allt annað en hann var að tala um. Hann var að tala um almenna skynsemi og rökhugsun jú, sem átti að vera einskonar jarðbinding og tenging við raunveruleikann eða eitthvað í þá áttina. Rökhyggja í þekkingarfræðilegum skilningi er nefnilega algjör andstæða raunhyggju (empirisim) sem lítur á skynfæri og reynslu (hin hefðbundna vísindalega aðferð) sem forsendur þekkingar. Rökhyggjan í þekkingafræðilegum skilningi vill nefnilega treysta á rökhugsunina og innsæið án beinnar skynreynslu sem uppspretta þekkingar. Það fer því ekki mjög vel að reyna að tala jarðbindingu og vísindalegar staðreyndir og rökhyggju í sama mund. Í kjölfarið fór hann að nota orðið skynsemishyggja í staðinn. Ég velti hins vegar fyrir mér hvurslags skynsemi liggur þarna að baki hjá honum. Ef hann er að tala um skynsemi í merkingunni vísindalegar staðreyndir hef ég nú ekki tekið eftir því að þeir í Miðflokknum séu að vitna mikið í vísindalegar rannsóknir í málflutningi sínum. Ég held að þeir séu að meina einhvers konar „almenna skynsemi“ hvað svo sem það er í raun. Það sem þykir skynsamlegt er náttúrulega afstætt eins og margt annað. Skynsemi fyrir hvern? Skynsamlegt fyrir fjármagnseigendur? Það segir sig sjálft að skynsemi fyrir hinn almenna vinnandi Íslending er alls ekki sú sama og fyrir stórfyrirtækjaeigandann. Það sem er skynsamlegt fyrir þá sem byggja og kaupa upp húsnæði á Íslandi er bara alls ekki skynsamlegt eða hagkvæmt fyrir hinn almenna íbúðarkaupanda o.s.frv. Formaður flokksins gagnrýnir mikið aukin ríkisútgjöld og talar fyrir enn meiri skortsstefnu en núverandi stjórnvöld viðhafa sem mörgum finnst samt nóg um. Það á að hljóma voða „skynsamlegt“ að sýna aðhald í „heimilisbókhaldinu“ og spara og passa að eiga fyrir útgjöldum. Auðvitað þarf ríkið að passa að eiga fyrir útgjöldum en ég hef nú ekki tekið eftir því hjá Miðflokknum að þeir vilji skattleggja meira fjármagnseigendur enda væru þeir þá ekki „almennilegur“ hægri flokkur þá. Svo hann hlýtur að vera að tala fyrir enn meiri niðurskurðastefnu. Í sama Silfri talaði ítalskur hagfræðingur sem var nú alls ekki á því að niðurskurðastefna væri neitt skynsamleg fyrir almenning enda hentaði hún fyrst og fremst þeim ríku og að auki fóstraði ýmsar fasískar hugmyndir í einræðisstíl um „karlinn“ sem kemur síðan og bjargar almenningi frá kreppunni. En ég spyr aftur: Skynsemi fyrir hvern? Ég hef alla vega orðið vör við ákveðna útlendingaandúð í málflutningi Miðflokksmanna sem Sjálfstæðismenn hafa reyndar líka tekið upp á áberandi hátt og þeir tala mikið um að hafa „stjórn á landamærunum“. Ég er nú ekki talsmaður „galopinna landamæra“ og held ég að það séu fæstir þrátt fyrir að fólk með útlendingaandúð eins og Inga Sæland tali eins og það sé landlægt í sumum flokkum. Auðvitað þarf að hefta glæpahópa ef mögulegt er. Þeir hafa barasta ekkert með hinn venjulega flóttamann að gera og enn síður útlendinga sem koma hingað og eru oft fluttir hingað inn til að vinna. En þeir eiga það til að blanda þessu öllu saman til að auka ótta og hræðslu. Klassísk leið hjá þjóðernissinnanum í tilraun sinni til að telja sér trú um að „við“ sem fyrir eru á landinu séu nú miklu betra fólk en „hinir“ sem eru þá litaðir upp sem glæpamenn. Þetta er auðvitað málflutningur sem mér finnst ekki svaraverður. Það er vel hægt að hafa stjórn á landamærunum í einhverjum skilningi en sýna samt mannúð og virðingu. Að nýta nýja útlendingastefnu til að banna fólki að setjast hér að í stað þess að hjálpa fólki í neyð er ekki mér að skapi. Að taka ómannúðlegar ákvarðanir í krafti laga og reglugerðna þegar svo auðveldlega er hægt að sýna mennsku og fara eftir mannréttindasáttmálum frekar er auðvitað bara stefna ákveðinna flokka eins og Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Flokks Fólksins. Þessi stefna byggir á ótta og röngum upplýsingum um hópa sem hingað leita. Þegar að algengast er að hingað leiti venjulegt fjöslkyldufólk með börn. Öllu er blandað saman. Er það skynsemin sem Miðflokkurinn er að vísa til? Er skynsemi án mennsku góð og eftirsóknarverð? Ef við erum hrædd og óttasleginn litast viðbrögð okkar síður en svo af skynsemi eða hlutlægni. Ef við erum hrædd og höldum uppi hræðsluboðskap um útlendinga erum við ekki að fara að hugsa, tala eða hegða okkur af skynsemi. Hver er þessi skynsemi sem Miðflokkurinn er alltaf að klifa á? Hana er alla vega ekki að finna í niðurskurðastefnu eða hræðsluáróðri. Hvar er hún þá? Fyrir hvað stendur þá eiginlega þessi flokkur sem hefur hækkað töluvert í skoðanakönnunum? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun