Valur og Keflavík urðu Íslandsmeistarar síðasta vor og ef marka má spánna gefa liðin ekkert eftir í vetur. ÍR og Haukum er spáð falli úr Bónus deild karla og nýliðum Aþenu úr Bónus deild kvenna.
Valur fékk 289 stig í spánni fyrir Bónus deild karla, einu stigi meira en bikarmeistarar Keflavíkur. Tindastóll var svo skammt undan með 286 stig og Stjarnan fékk 281. Silfurliði síðasta tímabils, Grindavík, er spáð 5. sætinu. Ef spáin rætist heldur KR sæti sínu í deildinni en hinir nýliðarnir, ÍR, falla ásamt Haukum.
Keflavík fékk 216 stig af 250 mögulegum í spánni fyrir Bónus deild kvenna. Grindavík kemur þar á eftir með 187 stig og svo Haukar með 181 stig. Nýliðum Aþenu er spáð botnsætinu en hinum nýliðunum, Tindastóli og Hamri/Þór, sætum níu og átta.
Hamri er spáð sigri í 1. deild karla og KR er spáð í 1. deild kvenna. Allar spárnar má sjá hér fyrir neðan.
Spáin í Bónus deild karla
- Valur - 289 stig
- Keflavík - 288
- Tindastóll - 286
- Stjarnan - 281
- Grindavík - 236
- Álftanes - 192
- Þór Þ. - 177
- Njarðvík - 168
- KR - 151
- Höttur - 112
- Haukar - 97
- ÍR - 63
Spáin í Bónus deild kvenna
- Keflavík - 216 stig
- Grindavík - 187
- Haukar - 181
- Valur - 160
- Stjarnan - 152
- Njarðvík - 141
- Þór Ak. - 91
- Tindastóll - 87
- Hamar/Þór - 86
- Aþena - 74
Spáin í 1. deild karla
- Hamar - 304 stig
- Fjölnir - 293
- Sindri - 260
- Breiðablik - 250
- Ármann - 221
- Skallagrímur - 201
- ÍA - 181
- Snæfell - 126
- Selfoss - 122
- Þór Ak. - 121
- KFG - 114
- KV - 69
Spáin í 1. deild kvenna
- KR - 130 stig
- Ármann - 122
- Snæfell - 102
- ÍR - 86
- Keflavík b - 83
- Stjarnan u - 58
- Fjölnir - 54
- Selfoss - 49
Fjölmiðlar spáðu einnig fyrir gengi liðanna í Bónus deildunum. Hjá þeim var Keflavík spáð sigri í bæði Bónus deild karla og kvenna.
Keppni í Bónus deildunum hefst í næstu viku. Í kvöld er upphitunarþáttur fyrir Bónus deild kvenna á dagskrá Stöðvar 2 Sports (kl. 20:00) og annað kvöld verður hitað upp fyrir Bónus deild karla (kl. 21:20).
Á morgun verður einnig sýnt frá leikjunum í Meistarakeppni KKÍ á Stöð 2 Sport. Kvennamegin mætast Keflavík og Þór Ak. (kl. 16:30) og karlamegin Keflavík og Valur (kl. 19:15).