Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2024 13:05 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtunum óbreyttum og þeir verði því áfram 9,25 prósent. Peningastefnunefnd kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Frá þessu segir í greiningu Hagfræðideildarinnar. Þar kemur fram að ýmis merki séu um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. „Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð,“ segir í greiningunni. Sagt var frá því í gær að Greiningardeild Íslandsbanka spái því að peningastefnunefnd muni einmitt halda stýrivöxtunum óbreyttum í næstu viku. Samhljómur sé því milli greiningadeilda bankanna. Í greiningu Landsbankans segir að þegar peningastefnunefnd hafi síðast komið saman 21. ágúst hafði verðbólga aukist frá því á maífundinum. „Í ágústyfirlýsingunni var lögð áhersla á of mikla undirliggjandi verðbólgu, væntingar yfir markmiði og spennu í þjóðarbúinu. Þá kom fram að nefndin teldi aðhaldsstigið „hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið“ en að þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kölluðu á „varkárni“. Verðbólga hefur hjaðnað verulega frá síðasta fundi Frá síðasta fundi hefur verðbólga hjaðnað verulega, úr 6,3% í 5,4%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa því hækkað um 0,9 prósentustig á milli funda nefndarinnar. Hafa ber í huga að hjöðnunin undanfarið skýrist að hluta til af niðurfellingu opinberra gjalda, þ.e. einstaka skólagjalda og gjalda vegna skólamáltíða. Þótt slík niðurfelling komi til lækkunar á vísitölu neysluverðs gerir hún það að verkum að almenningur hefur meira fé milli handanna og kann því að vera þensluhvetjandi til lengri tíma. Verðbólguhjöðnunin er því ekki að öllu leyti til marks um minnkandi eftirspurnarþrýsting í hagkerfinu, og við teljum líklegt að nefndin líti til þess. Við teljum að einnig spili inn í ýmsir aðrir hagvísar sem benda til þó nokkurrar eftirspurnar í hagkerfinu og að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að enn einu sinni sé ráðlegt að halda vöxtum óbreyttum,“ segir í greiningu Landsbankans. Landsbankinn Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Frá þessu segir í greiningu Hagfræðideildarinnar. Þar kemur fram að ýmis merki séu um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. „Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð,“ segir í greiningunni. Sagt var frá því í gær að Greiningardeild Íslandsbanka spái því að peningastefnunefnd muni einmitt halda stýrivöxtunum óbreyttum í næstu viku. Samhljómur sé því milli greiningadeilda bankanna. Í greiningu Landsbankans segir að þegar peningastefnunefnd hafi síðast komið saman 21. ágúst hafði verðbólga aukist frá því á maífundinum. „Í ágústyfirlýsingunni var lögð áhersla á of mikla undirliggjandi verðbólgu, væntingar yfir markmiði og spennu í þjóðarbúinu. Þá kom fram að nefndin teldi aðhaldsstigið „hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið“ en að þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kölluðu á „varkárni“. Verðbólga hefur hjaðnað verulega frá síðasta fundi Frá síðasta fundi hefur verðbólga hjaðnað verulega, úr 6,3% í 5,4%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa því hækkað um 0,9 prósentustig á milli funda nefndarinnar. Hafa ber í huga að hjöðnunin undanfarið skýrist að hluta til af niðurfellingu opinberra gjalda, þ.e. einstaka skólagjalda og gjalda vegna skólamáltíða. Þótt slík niðurfelling komi til lækkunar á vísitölu neysluverðs gerir hún það að verkum að almenningur hefur meira fé milli handanna og kann því að vera þensluhvetjandi til lengri tíma. Verðbólguhjöðnunin er því ekki að öllu leyti til marks um minnkandi eftirspurnarþrýsting í hagkerfinu, og við teljum líklegt að nefndin líti til þess. Við teljum að einnig spili inn í ýmsir aðrir hagvísar sem benda til þó nokkurrar eftirspurnar í hagkerfinu og að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að enn einu sinni sé ráðlegt að halda vöxtum óbreyttum,“ segir í greiningu Landsbankans.
Landsbankinn Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent