Líf segir söguna um stóladans Mörtu og Hildar dagsanna Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 16:55 Hildur komin í sitt sæti, við hlið Eyþórs en þau eru hér að ræða sjálft Braggamálið við Vigdísi Hauksdóttur. vísir/vilhelm Upp er komið hið undarlegasta mál í tengslum við borgarstjórnina í Reykjavík. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vg staðfestir sögu Ólafar Skaftadóttur um stóladans Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Ólöf Skaftadóttir hefði í hlaðvarpi sínu og Kristínar Gunnars hönnuðar greint frá því að Marta hafi stundað það að skipta um nafn á merktum stólum og setjast sjálf í sætið sem ætlað var Hildi Björnsdóttur. Marta vísaði þessu alfarið á bug í samtali við Vísi. Þetta á að hafa viðgengist á síðasta kjörtímabili. Hins vegar er það svo að ýmsir kannast vel við þessa frásögn og reyndar urðu vitni af þessu. Katrín Atladóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segist staðfesta allt sem sagt er í hlaðvarpinu í færslu á X. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 Og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vg, segist vitni í málinu þegar Vísir leitaði til hennar varðandi þetta sérkennilega mál. „Ég sá þetta bæði og heyrði sagt frá þessu. Og þetta er sönn saga, Marta sat í sætinu hennar Hildar einhverja tvo til þrjá fundi. en það var svo leiðrétt.“ Líf segir frásögn Ólafar, eins og hún er fram sett af blaðamanni Vísis, rétt. En hún eigi reyndar eftir að hlusta á hið opinskáa og beinskeytta hlaðvarp.vísir/vilhelm Líf hlær við því hún segir að þetta hafi verið skrítið að upplifa og fylgjast með. En hún muni þetta glögglega þó langt sé um liðið en þetta var á síðasta kjörtímabili. Marta settist í tvö eða þrjú skipti við hlið Eyþórs Laxdal Arnalds sem þá var oddiviti Sjálfstæðismanna. „Það er ákveðið prótókol sem þarf að fylgja en þetta er alveg satt. Starfsfólkið þurfti að ganga í málið því það er ákveðin skipan í salnum,“ segir Líf. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að Ólöf Skaftadóttir hefði í hlaðvarpi sínu og Kristínar Gunnars hönnuðar greint frá því að Marta hafi stundað það að skipta um nafn á merktum stólum og setjast sjálf í sætið sem ætlað var Hildi Björnsdóttur. Marta vísaði þessu alfarið á bug í samtali við Vísi. Þetta á að hafa viðgengist á síðasta kjörtímabili. Hins vegar er það svo að ýmsir kannast vel við þessa frásögn og reyndar urðu vitni af þessu. Katrín Atladóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segist staðfesta allt sem sagt er í hlaðvarpinu í færslu á X. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 Og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vg, segist vitni í málinu þegar Vísir leitaði til hennar varðandi þetta sérkennilega mál. „Ég sá þetta bæði og heyrði sagt frá þessu. Og þetta er sönn saga, Marta sat í sætinu hennar Hildar einhverja tvo til þrjá fundi. en það var svo leiðrétt.“ Líf segir frásögn Ólafar, eins og hún er fram sett af blaðamanni Vísis, rétt. En hún eigi reyndar eftir að hlusta á hið opinskáa og beinskeytta hlaðvarp.vísir/vilhelm Líf hlær við því hún segir að þetta hafi verið skrítið að upplifa og fylgjast með. En hún muni þetta glögglega þó langt sé um liðið en þetta var á síðasta kjörtímabili. Marta settist í tvö eða þrjú skipti við hlið Eyþórs Laxdal Arnalds sem þá var oddiviti Sjálfstæðismanna. „Það er ákveðið prótókol sem þarf að fylgja en þetta er alveg satt. Starfsfólkið þurfti að ganga í málið því það er ákveðin skipan í salnum,“ segir Líf.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira