Ekki hægt að aldursskipta börnum á Stuðlum í miðjum stormi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2024 19:41 Funi Sigurðsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Ívar Fannar Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi "skítastaða" eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. Í kvöldfréttum okkar í gær furðaði móðir sig á því að engin aldursskipting væri á Stuðlum. Þrettán ára sonur hennar var neyðarvistaður þar fjórum sinnum í ár en á Stuðlum kynntist hann mun eldri drengjum sem eru þar að auki í mun verri málum, sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Barna-og fjölskyldustofu tekur undir með henni en bendir á að staðan á Stuðlum sé óvenjuþung, stökkbreyting hafi orðið í málaflokknum. „Við erum að ganga í gengum mikinn storm,“ segir Funi vísar til fjölgunar alvarlegra ofbeldismála og áhættuhegðunar á meðal ungmenna. „Í venjulegu árferði höfum við einhver tækifæri til að aðgreina bæði út frá aldri, alvarleika og sjálfsögðu kynjum. Möguleikarnir skerðast við að það sé meira og minna fullt þarna dag eftir dag eftir dag. Þá gerist þetta að það eru einstaklingar sem eru ungir sem vistast með þeim eldri.“ Húsakosturinn bjóði ekki upp á aðgreiningu eins og sakir standa. „En það er kappkostað við að hlífa börnunum við hvert öðru, ef svo má að orði komast.“ Fáir vilji Stuðla í næsta nágrenni Hann leiti logandi ljósi að hentugu húsnæði en bendir á að fólk vilji almennt ekki Stuðla sem nágranna og því taki það óhemjutíma að finna húsnæði. „Og á meðan erum við í skítastöðu, við getum sagt sem svo. Það sem þarf að gerast, og við erum í ferli með, er að við þurfum að koma upp deild fyrir börn sem eru í gæsluvarðhaldi og afplánun. Síðan þurfa að verða ennþá frekari breytingar á kerfinu.“ Funi bendir á að starfsfólkið hafi varað við óheillaþróun undanfarin ár. „En það sem slær okkur er hvað þetta kemur inn með miklum þunga og á stuttum tíma. Þetta er rosalega þungt og tekur gríðarlega á.“ Plástrar á sjónmáli en verði að finna varanlega lausn Funi segir að á næstu tveimur mánuðum ættu þau að vera búin að færa meðferðardeild Stuðla í annað húsnæði sem sé bót í máli. „Þetta er bráðabirgðalausn. Þetta er plástur - við erum bara í því en á sama tíma erum við að leita að varanlegri lausn.“ Vistunardögum barna, ýmist í gæsluvarðhaldi eða afplánun á Stuðlum hefur fjölgað gríðarlega á skömmum tíma. Árið 2022 var eitt barn í tíu daga, í fyrra voru þrjú börn samanlagt í 360 daga og það sem af er ári hafa fjögur börn samanlagt verið í 560 daga. Tölur yfir dvalartíma barna á Stuðlum ýmist í gæsluvarðhaldi eða afplánun er ein birtingarmynd þeirrar óheillaþróunar sem orðið hefur hjá ungmennum landsins.Grafík/Hjalti „Vondar uppákomur“ og ofbeldi gegn starfsfólki Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ofbeldi í garð starfsfólks Stuðla þá aukist. „Það hafa alveg komið upp uppákomur núna sem hafa verið mjög vondar og við höfum þurft að bæta talsvert í mannskap til að reyna að tryggja öryggi starfsmanna, sem er auðvitað forgangsatriði, sem og auðvitað að tryggja öryggi barnanna.“ „Starfsfólkið eru í rauninni algjörar hetjur. Maður er svo þakklátur fyrir að það sé fólk sem sé tilbúið í þessa vinnu því þetta er búið að vera mjög þungt og erfitt upp á síðkastið.“ Hann kallar eftir að samfélagið sýni umræddum börnum umburðarlyndi. „Þau þurfa umburðarlyndi frá samfélaginu til að við náum að betra þau og þannig að þau komi út sem betri einstaklingar en ekki framtíðarglæpamenn.“ Ofbeldi barna Meðferðarheimili Börn og uppeldi Málefni Stuðla Tengdar fréttir Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06 Hefur þrisvar komið að 13 ára syni sínum meðvitundarlausum Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir óskiljanlegt að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi sonur hennar vingast við eldri stráka í mun verri málum. 26. september 2024 19:51 Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Einn þeirra þriggja sem handtekinn var í póstnúmeri 108 í Reykjavík í nótt í tengslum við hnífstunguárás skömmu áður var í stroki frá Stuðlum. Hann hefur verið vistaður aftur á meðferðarheimilinu. 10. september 2024 14:42 Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær furðaði móðir sig á því að engin aldursskipting væri á Stuðlum. Þrettán ára sonur hennar var neyðarvistaður þar fjórum sinnum í ár en á Stuðlum kynntist hann mun eldri drengjum sem eru þar að auki í mun verri málum, sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Barna-og fjölskyldustofu tekur undir með henni en bendir á að staðan á Stuðlum sé óvenjuþung, stökkbreyting hafi orðið í málaflokknum. „Við erum að ganga í gengum mikinn storm,“ segir Funi vísar til fjölgunar alvarlegra ofbeldismála og áhættuhegðunar á meðal ungmenna. „Í venjulegu árferði höfum við einhver tækifæri til að aðgreina bæði út frá aldri, alvarleika og sjálfsögðu kynjum. Möguleikarnir skerðast við að það sé meira og minna fullt þarna dag eftir dag eftir dag. Þá gerist þetta að það eru einstaklingar sem eru ungir sem vistast með þeim eldri.“ Húsakosturinn bjóði ekki upp á aðgreiningu eins og sakir standa. „En það er kappkostað við að hlífa börnunum við hvert öðru, ef svo má að orði komast.“ Fáir vilji Stuðla í næsta nágrenni Hann leiti logandi ljósi að hentugu húsnæði en bendir á að fólk vilji almennt ekki Stuðla sem nágranna og því taki það óhemjutíma að finna húsnæði. „Og á meðan erum við í skítastöðu, við getum sagt sem svo. Það sem þarf að gerast, og við erum í ferli með, er að við þurfum að koma upp deild fyrir börn sem eru í gæsluvarðhaldi og afplánun. Síðan þurfa að verða ennþá frekari breytingar á kerfinu.“ Funi bendir á að starfsfólkið hafi varað við óheillaþróun undanfarin ár. „En það sem slær okkur er hvað þetta kemur inn með miklum þunga og á stuttum tíma. Þetta er rosalega þungt og tekur gríðarlega á.“ Plástrar á sjónmáli en verði að finna varanlega lausn Funi segir að á næstu tveimur mánuðum ættu þau að vera búin að færa meðferðardeild Stuðla í annað húsnæði sem sé bót í máli. „Þetta er bráðabirgðalausn. Þetta er plástur - við erum bara í því en á sama tíma erum við að leita að varanlegri lausn.“ Vistunardögum barna, ýmist í gæsluvarðhaldi eða afplánun á Stuðlum hefur fjölgað gríðarlega á skömmum tíma. Árið 2022 var eitt barn í tíu daga, í fyrra voru þrjú börn samanlagt í 360 daga og það sem af er ári hafa fjögur börn samanlagt verið í 560 daga. Tölur yfir dvalartíma barna á Stuðlum ýmist í gæsluvarðhaldi eða afplánun er ein birtingarmynd þeirrar óheillaþróunar sem orðið hefur hjá ungmennum landsins.Grafík/Hjalti „Vondar uppákomur“ og ofbeldi gegn starfsfólki Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ofbeldi í garð starfsfólks Stuðla þá aukist. „Það hafa alveg komið upp uppákomur núna sem hafa verið mjög vondar og við höfum þurft að bæta talsvert í mannskap til að reyna að tryggja öryggi starfsmanna, sem er auðvitað forgangsatriði, sem og auðvitað að tryggja öryggi barnanna.“ „Starfsfólkið eru í rauninni algjörar hetjur. Maður er svo þakklátur fyrir að það sé fólk sem sé tilbúið í þessa vinnu því þetta er búið að vera mjög þungt og erfitt upp á síðkastið.“ Hann kallar eftir að samfélagið sýni umræddum börnum umburðarlyndi. „Þau þurfa umburðarlyndi frá samfélaginu til að við náum að betra þau og þannig að þau komi út sem betri einstaklingar en ekki framtíðarglæpamenn.“
Ofbeldi barna Meðferðarheimili Börn og uppeldi Málefni Stuðla Tengdar fréttir Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06 Hefur þrisvar komið að 13 ára syni sínum meðvitundarlausum Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir óskiljanlegt að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi sonur hennar vingast við eldri stráka í mun verri málum. 26. september 2024 19:51 Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Einn þeirra þriggja sem handtekinn var í póstnúmeri 108 í Reykjavík í nótt í tengslum við hnífstunguárás skömmu áður var í stroki frá Stuðlum. Hann hefur verið vistaður aftur á meðferðarheimilinu. 10. september 2024 14:42 Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06
Hefur þrisvar komið að 13 ára syni sínum meðvitundarlausum Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir óskiljanlegt að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi sonur hennar vingast við eldri stráka í mun verri málum. 26. september 2024 19:51
Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Einn þeirra þriggja sem handtekinn var í póstnúmeri 108 í Reykjavík í nótt í tengslum við hnífstunguárás skömmu áður var í stroki frá Stuðlum. Hann hefur verið vistaður aftur á meðferðarheimilinu. 10. september 2024 14:42
Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26