Ullarvika til heiðurs íslensku sauðkindinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2024 14:05 Ullarvikan á Suðurlandi er alltaf mjög spennandi enda fjölbreytt dagskrá i boði til heiðurs íslensku sauðkindinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera á Suðurlandi næstu sjö daga þegar íslenska ullin er annars vegar því sérstök ullarvika er að hefjast með fjölbreyttri dagskrá eins og fjárlitasýningu, spunasamkeppni og tískusýningu. Nú þegar sauðfjárbændur eru búnir að sækja fé sitt á fjall og sækja það í réttirnar sínar þá heldur gleðin áfram því Ullarvika Suðurlands er að hefjast með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í sjö daga. Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi og sauðfjárbóndi veit allt um Ullarviku Suðurlands. „Ullarvika á Suðurlandi er hátíð til heiðurs íslensku sauðkindinni fyrst og fremst og ullinni, sem hún framleiðir og hvað hægt er að gera úr henni, svona brota brot af því hvað er hægt að gera úr henni því að það eru svo endalausir möguleikar,“ segir Hulda. Hulda segir að tilgangur og markmið vikunnar sé fyrst og fremst að auka virðingu fyrir kindinni og ullinni og gefa fólki tækifæri til að læra að vinna úr henni eins og að spinna, prjóna, þæfa og lita svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá vikunnar hefst formlega á morgun, sunnudag með fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu skammt frá Hellu frá 14:00 til 16:00 þar sem allir eru velkomnir og svo rekur vikan sig áfram með fjölbreyttri dagskrá. Hulda Brynjólfsdóttir (t.v.) og Maja Siska, sem eru meðal annars allt í öllu varðandi Ullarvikuna á Suðurlandi 2024.Aðsend En hvernig hefur gengið að fá bændur og búalið og fleiri til að taka þátt í ullarvikunni? „Bara mjög vel. Það er mikill áhugi og mikið af skráningum, bæði á námskeiðin, sum eru orðin uppseld og það gekk líka mjög vel að fá kennara, þannig að það er ekki hægt að segja annað en að fólk sé áhugasamt um þetta á allan hátt,“ segir Hulda. En hver verður hápunktur vikunnar? „Ég myndi segja að það væri markaðsdagurinn en hann verður í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi laugardaginn 5. október. Þá er bara gleði þar allan daginn, það er markaður, það verður spunakeppni, það verður tískusýning og kynningar og allt mögulegt í boði og svo er hægt að fá sér kaffi og með því.“ Nokkur mjög spennandi ullarnámskeið verða haldin.Aðsend Alla dagskrá vikunnar er hægt að sjá á heimasíðu vikunnar Ásahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Sjá meira
Nú þegar sauðfjárbændur eru búnir að sækja fé sitt á fjall og sækja það í réttirnar sínar þá heldur gleðin áfram því Ullarvika Suðurlands er að hefjast með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í sjö daga. Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi og sauðfjárbóndi veit allt um Ullarviku Suðurlands. „Ullarvika á Suðurlandi er hátíð til heiðurs íslensku sauðkindinni fyrst og fremst og ullinni, sem hún framleiðir og hvað hægt er að gera úr henni, svona brota brot af því hvað er hægt að gera úr henni því að það eru svo endalausir möguleikar,“ segir Hulda. Hulda segir að tilgangur og markmið vikunnar sé fyrst og fremst að auka virðingu fyrir kindinni og ullinni og gefa fólki tækifæri til að læra að vinna úr henni eins og að spinna, prjóna, þæfa og lita svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá vikunnar hefst formlega á morgun, sunnudag með fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu skammt frá Hellu frá 14:00 til 16:00 þar sem allir eru velkomnir og svo rekur vikan sig áfram með fjölbreyttri dagskrá. Hulda Brynjólfsdóttir (t.v.) og Maja Siska, sem eru meðal annars allt í öllu varðandi Ullarvikuna á Suðurlandi 2024.Aðsend En hvernig hefur gengið að fá bændur og búalið og fleiri til að taka þátt í ullarvikunni? „Bara mjög vel. Það er mikill áhugi og mikið af skráningum, bæði á námskeiðin, sum eru orðin uppseld og það gekk líka mjög vel að fá kennara, þannig að það er ekki hægt að segja annað en að fólk sé áhugasamt um þetta á allan hátt,“ segir Hulda. En hver verður hápunktur vikunnar? „Ég myndi segja að það væri markaðsdagurinn en hann verður í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi laugardaginn 5. október. Þá er bara gleði þar allan daginn, það er markaður, það verður spunakeppni, það verður tískusýning og kynningar og allt mögulegt í boði og svo er hægt að fá sér kaffi og með því.“ Nokkur mjög spennandi ullarnámskeið verða haldin.Aðsend Alla dagskrá vikunnar er hægt að sjá á heimasíðu vikunnar
Ásahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Sjá meira