„Óþekku börnin frá Grindavík“ vakti úlfúð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 13:47 Þórdís Jóna Sigurðardóttir,forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. aðsend. Erindi sem var flutt á ráðstefnunni Menntakvika á fimmtudaginn vakti töluverða úlfúð meðal Grindvíkinga en það bar heitið „Óþekku börnin frá Grindavík“. Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu biður Grindvíkinga afsökunar vegna málsins og segir nafnið, sem sé ekki í neinu samhengi við innihald erindisins, óheppilegt. „Þetta var sett fram með góðum ásetningi. Það sem er verið að fjalla um er áfallamiðuð nálgun í skólum og það er verið að benda á hvernig áföll geta birst í hegðun. Það er mikilvægt að við tökum þetta samtal því það er svo ólíkt hvernig börn bregðast við áföllum. Sum fara kannski inn í sig og maður heldur að það sé allt í lagi og hjá öðrum brýst þetta út í ákveðinni hegðun. Það þarf að vera með augun opin fyrir því hvernig þetta tengist allt saman. Framsetningin var ekki rétt og það er auðvitað þannig að maður finnur að fólki sárnar og það er síst af öllu sem okkur langar að gera er að særa.“ Þetta segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, í samtali við Vísi um málið. Menntakvika er árleg ráðstefna sem að Háskóli Íslands stendur fyrir en þar kemur fagfólk og hagsmunaaðilar saman og ræða menntavísindi á Íslandi og kynna rannsóknir á því sviði. Ekki sæmandi því starfi sem þau vilja vinna Þórdís segist miður sín vegna málsins en hún sendi frá sér formlega afsökunarbeiðni til Grindvíkinga á Facebook-síðu Grindavíkur í gær. „Mig langar að koma á því á framfæri að mér finnst þetta meiðandi og á engan hátt sæmandi því starfi sem við viljum standa fyrir. Þá lýsir þetta ekki neinn hátt neinu sem við höfum upplifað eða fundið fyrir, nema síður sé,“ sagði í færslunni. Þórdís segist skilja viðbrögð bæjarbúa mjög vel en þó nokkrir Grindvíkingar hafa kvartað vegna yfirheiti erindisins á Facebook. Erindið einskorðist ekki við börn frá Grindavík „Það er mjög skiljanlegt að fólki finnist þetta meiðandi. Það sem er verið að tala um í erindinu er ótrúlega áhugavert og ég trúi því að það muni hjálpa mikið. Ég veit ekki neitt annað en það að börn frá Grindavík hafi hagað sér mjög vel en svo þegar að tíminn líður og börn fara að finna meira fyrir þessu er svo mikilvægt að við séum vakandi fyrir því. Kannski verður það aldrei neitt vandamál en það er líklegt að þetta hafi áhrif á börn.“ Hún segir þetta alls ekki einskorðast við börn frá Grindavík heldur eigi erindið við um öll börn sem hafa gengið í gegnum eitthvað erfitt. „Þau sem sáu þetta voru mörg mjög sár og ég skil það mjög vel en við höfum líka fengið góð viðbrögð og kunnum að meta það.“ Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Þetta var sett fram með góðum ásetningi. Það sem er verið að fjalla um er áfallamiðuð nálgun í skólum og það er verið að benda á hvernig áföll geta birst í hegðun. Það er mikilvægt að við tökum þetta samtal því það er svo ólíkt hvernig börn bregðast við áföllum. Sum fara kannski inn í sig og maður heldur að það sé allt í lagi og hjá öðrum brýst þetta út í ákveðinni hegðun. Það þarf að vera með augun opin fyrir því hvernig þetta tengist allt saman. Framsetningin var ekki rétt og það er auðvitað þannig að maður finnur að fólki sárnar og það er síst af öllu sem okkur langar að gera er að særa.“ Þetta segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, í samtali við Vísi um málið. Menntakvika er árleg ráðstefna sem að Háskóli Íslands stendur fyrir en þar kemur fagfólk og hagsmunaaðilar saman og ræða menntavísindi á Íslandi og kynna rannsóknir á því sviði. Ekki sæmandi því starfi sem þau vilja vinna Þórdís segist miður sín vegna málsins en hún sendi frá sér formlega afsökunarbeiðni til Grindvíkinga á Facebook-síðu Grindavíkur í gær. „Mig langar að koma á því á framfæri að mér finnst þetta meiðandi og á engan hátt sæmandi því starfi sem við viljum standa fyrir. Þá lýsir þetta ekki neinn hátt neinu sem við höfum upplifað eða fundið fyrir, nema síður sé,“ sagði í færslunni. Þórdís segist skilja viðbrögð bæjarbúa mjög vel en þó nokkrir Grindvíkingar hafa kvartað vegna yfirheiti erindisins á Facebook. Erindið einskorðist ekki við börn frá Grindavík „Það er mjög skiljanlegt að fólki finnist þetta meiðandi. Það sem er verið að tala um í erindinu er ótrúlega áhugavert og ég trúi því að það muni hjálpa mikið. Ég veit ekki neitt annað en það að börn frá Grindavík hafi hagað sér mjög vel en svo þegar að tíminn líður og börn fara að finna meira fyrir þessu er svo mikilvægt að við séum vakandi fyrir því. Kannski verður það aldrei neitt vandamál en það er líklegt að þetta hafi áhrif á börn.“ Hún segir þetta alls ekki einskorðast við börn frá Grindavík heldur eigi erindið við um öll börn sem hafa gengið í gegnum eitthvað erfitt. „Þau sem sáu þetta voru mörg mjög sár og ég skil það mjög vel en við höfum líka fengið góð viðbrögð og kunnum að meta það.“
Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira