Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. september 2024 18:10 Ali Khamenei, æðsti klerkur Íran, lýsti yfir stuðningi við Hezbollah eftir fall leiðtoga samtakanna í dag. Getty/Skrifstofa æðsta klerks Íran Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. Óvíst er hversu margir fórust í umfangsmiklum árásum Ísrael í nótt. Minnst sjö hundruð hafa farist á síðustu tveimur vikum og meira en 200 þúsund þurft að flýja heimili sín. Talið er að 50 þúsund hafi flúið yfir landamærin til Sýrlands. „Hans tign, Hassan Nasrallah, yfirmaður Hezbollah, sameinaðist hinum miklu píslavottum sínum sem hann leiddi ítrekað til sigurs í nær 30 ár.“ Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah til þrjátíu ára var felldur í loftárás Ísrael í nótt.AP Photo/Mohammed Zaatari Svona hljóðaði yfirlýsing sem Hezbollah sendi frá sér rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Í yfirlýsingunni hétu samtökin því að halda áfram því helga stríði, sem þau hefðu staðið í gegn Ísrael til stuðnings Gaza og palestínku þjóðinni. Ísraelski herinn hafði tilkynnt það í morgun á samfélagsmiðlinum X að Nasrallah myndi ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. „Nasrallah var lífshættulegur þúsundum Ísraelsmanna og annarra borgara,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, í yfirlýsingu í dag. „Hezbollah dregur Líbanon og allan heimshlutann inn í stigvaxandi átök. Ísrael sækist ekki eftir stigvaxandi átökum,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers. Húsarústir eftir loftárásir Ísraela.AP Photo/Hussein Malla Ísraelar segjast nú hafa grandað öllum helstu toppum innan Hezbollah Fullyrða má að með þessu aukist spennan á svæðinu en hún hefur farið stigvaxandi síðustu vikur. Írönsk yfirvöld, sem styðja Hezbollah og fleiri álíka samtök, fordæmdu aðgerðir Ísrael í dag. Hamas í Palestínu og Hútar í Jemen lýstu yfir stuðningi við Hezbollah í kjölfarið. „Allir múslimar eru skyldugir að styðja líbönsku þjóðina og hina hugprúðu Hezbollah með ráðum og dáð og hjálpa þeim við að berjast gegn hinum rángjarna, harðráða og illa óvini,“ sagði í yfirlýsingu Ayatollah Khamenei, æðstaklerks Íran. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Tengdar fréttir Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24 Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22 Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Óvíst er hversu margir fórust í umfangsmiklum árásum Ísrael í nótt. Minnst sjö hundruð hafa farist á síðustu tveimur vikum og meira en 200 þúsund þurft að flýja heimili sín. Talið er að 50 þúsund hafi flúið yfir landamærin til Sýrlands. „Hans tign, Hassan Nasrallah, yfirmaður Hezbollah, sameinaðist hinum miklu píslavottum sínum sem hann leiddi ítrekað til sigurs í nær 30 ár.“ Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah til þrjátíu ára var felldur í loftárás Ísrael í nótt.AP Photo/Mohammed Zaatari Svona hljóðaði yfirlýsing sem Hezbollah sendi frá sér rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Í yfirlýsingunni hétu samtökin því að halda áfram því helga stríði, sem þau hefðu staðið í gegn Ísrael til stuðnings Gaza og palestínku þjóðinni. Ísraelski herinn hafði tilkynnt það í morgun á samfélagsmiðlinum X að Nasrallah myndi ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. „Nasrallah var lífshættulegur þúsundum Ísraelsmanna og annarra borgara,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, í yfirlýsingu í dag. „Hezbollah dregur Líbanon og allan heimshlutann inn í stigvaxandi átök. Ísrael sækist ekki eftir stigvaxandi átökum,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers. Húsarústir eftir loftárásir Ísraela.AP Photo/Hussein Malla Ísraelar segjast nú hafa grandað öllum helstu toppum innan Hezbollah Fullyrða má að með þessu aukist spennan á svæðinu en hún hefur farið stigvaxandi síðustu vikur. Írönsk yfirvöld, sem styðja Hezbollah og fleiri álíka samtök, fordæmdu aðgerðir Ísrael í dag. Hamas í Palestínu og Hútar í Jemen lýstu yfir stuðningi við Hezbollah í kjölfarið. „Allir múslimar eru skyldugir að styðja líbönsku þjóðina og hina hugprúðu Hezbollah með ráðum og dáð og hjálpa þeim við að berjast gegn hinum rángjarna, harðráða og illa óvini,“ sagði í yfirlýsingu Ayatollah Khamenei, æðstaklerks Íran.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Tengdar fréttir Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24 Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22 Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24
Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22
Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18