Vita ekki hvernig Rússar skilgreina gildi sín Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2024 13:45 Íslensk stjórnvöld vita ekki hvernig Rússar kjósa að skilgreina sín gildi sem stefna Íslands á að stangast á við. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld ekki hafa neina leið til þess að greina hvernig rússnesk stjórnvöld kjósa að skilgreina siðferðisleg og andleg gildi þjóðar sinnar. Ísland er á lista ríkja sem Rússar telja að hafi viðhorf sem stangist á við gildi sín. Flest Evrópuríki, Bandaríkin og Japan rötuðu á listann sem forsætisráðherra Rússlands staðfesti fyrr í þessum mánuði. Ríkin eru þar sögð aðhyllast „nýfrjálshyggju“ sem stangist á við hefðbundin rússnesk andleg og siðferðisleg gildi. Einu Evrópusambandsríkin sem lentu ekki á listanum voru Ungverjaland og Slóvakía þar sem stjórnvöld hafa gagnrýnt stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu og Rússlandi eftir innrás Rússa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segist utanríkisráðuneytið ekki getað vita hvaða gildi það eru sem stjórnvöld í Kreml vísa til. „Ísland hefur alþjóðalög að leiðarljósi hvívetna og hefur, eins og kunnugt er, ítrekað hvatt rússnesk stjórnvöld til að láta af ólöglegu landvinningastríði sínu í Úkraínu,“ segir í svarinu. Rússneski listinn var birtur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín um að veita vesturlandabúum sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stangast á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Samkvæmt tilskipunni taka rússnesk stjórnvöld við þessum hugmyndafræðilegum flóttamönnum fyrir utan almennan flóttamannakvóta. Hælisleitendurnir þurfa heldur ekki að sýna fram á þekkingu á rússnesku, rússneskri sögu eða lögum og umsóknir þeirra fá flýtimeðferð. Vera Íslands á listanum virðist þannig þýða að íslenskum andstæðingum nýfrjálshyggju standi til boða að setjast að í Rússlandi. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttamenn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Flest Evrópuríki, Bandaríkin og Japan rötuðu á listann sem forsætisráðherra Rússlands staðfesti fyrr í þessum mánuði. Ríkin eru þar sögð aðhyllast „nýfrjálshyggju“ sem stangist á við hefðbundin rússnesk andleg og siðferðisleg gildi. Einu Evrópusambandsríkin sem lentu ekki á listanum voru Ungverjaland og Slóvakía þar sem stjórnvöld hafa gagnrýnt stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu og Rússlandi eftir innrás Rússa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segist utanríkisráðuneytið ekki getað vita hvaða gildi það eru sem stjórnvöld í Kreml vísa til. „Ísland hefur alþjóðalög að leiðarljósi hvívetna og hefur, eins og kunnugt er, ítrekað hvatt rússnesk stjórnvöld til að láta af ólöglegu landvinningastríði sínu í Úkraínu,“ segir í svarinu. Rússneski listinn var birtur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín um að veita vesturlandabúum sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stangast á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Samkvæmt tilskipunni taka rússnesk stjórnvöld við þessum hugmyndafræðilegum flóttamönnum fyrir utan almennan flóttamannakvóta. Hælisleitendurnir þurfa heldur ekki að sýna fram á þekkingu á rússnesku, rússneskri sögu eða lögum og umsóknir þeirra fá flýtimeðferð. Vera Íslands á listanum virðist þannig þýða að íslenskum andstæðingum nýfrjálshyggju standi til boða að setjast að í Rússlandi.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttamenn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira