Ræðismaður segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2024 19:31 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra ávarpaði ræðismennina og fór yfir stöðu íslenskra efnahagsmála. Stöð 2/Einar Ræðismaður Íslands í Úkraínu segir að Úkraínumenn muni berjast gegn innrás Rússa þar til landið hljóti fullt frelsi á ný. Stuðningur Íslands við landið væri mjög mikilvægur. Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða en ræðismenn Íslands eru mun fleiri eða 230 víðs vegar um heiminn. Einn af þeim er Andrii Deshchytsia með aðsetur í borginni Lviv í vestuhluta Úkraínu. Á árunum 2008 til 2012 var hann sendiherra Úkraínu fyrir Ísland með aðsetur í Helsinki. Nú þegar hátt í þrjú ár eru frá innrás Rússa segir hann Úkraínumenn staðráðna í að vinna sigur á Rússum, þrisvar sinnum fjölmennari þjóð. Andrii Deshchytsia ræðismaður Íslands í Lviv segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum sem muni aldrei gefast upp gegn innrás Rússa.Stöð 2/Einar „Baráttuandinn skiptir miklu máli í stríði og baráttuandi Úkraínumanna er mjög mikill,” segir Deshchytsia. Aðstæður væru að sjálfsögðu mjög krefjandi og þreyta í fólki eftir nær þriggja ára baráttu. „En við vitum fyrir hverju við berjumst. Við berjumst fyrir landfræðilegu fullveldi okkar, fyrir frelsið og framtíðina. Og við berjumst fyrir stöðugleika og friði á meginlandi Evrópu,“ segir ræðismaðurinn. Úkraína ætli ekki að láta Rússa komast upp með að fara á svig við alþjóðlög. Margvíslegur stuðningu Íslendinga við Úkraínu væri mjög mikilvægur. „Bæði mánnúðaraðstoðin og hafa samþykkt móttöku á fólki frá Úkraínu. Það eru rúmlega fjögur þúsund manns. Það er farið mjög vel með þau og þau hafa fengið hlýjar móttökur. Þá erum við mjög þakklát fyrir málfluting Íslands á alþjóðavettvangi,” segir Andrii Deshchytsia. Það skipti máli að Íslandi hvetji einnig önnur ríki áfram til stuðnings við Úkraínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að hafa 230 ræðismenn víðsvegar um heiminn.Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í morgun á fyrra degi heimsóknar þeirra til Íslands. Hún segir framlag 230 ræðismanna Íslands ómetanlegt. „Það eru mismunandi rök fyrir mikilvæginu á hverjum stað. En alls staðar er þetta verðmæti fyrir íslenskt samfélag, Íslendinga, verðmætasköpun, menningu, kynningu og þetta mjúka vald sem við stöndum í rauninni á þegar allt kemur til alls,“ segir Þórdís Kolbrún. Elizabeth Sy ræðismaður Íslands í Manialla á Filipseyjum segir að efla mætti samvinnu þjóðanna í tæknimálum.Stöð 2/Einar Elizabeth Sy ræðismaður í Manilla á Filipseyjum segir að efla mætti viðskiptatengsl landanna á sviði tækni. Hún hafi hitt fjölmarga af þeim fjögur þúsund Filipseyingum sem búa á Íslandi og þeir væru mjög ánægðir með dvölina. „Já, þeir eru það. En margir þeirra virðast þó eiga erfitt með að tileinka sér íslenskuna,“ segir Elizabeth Sy. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða en ræðismenn Íslands eru mun fleiri eða 230 víðs vegar um heiminn. Einn af þeim er Andrii Deshchytsia með aðsetur í borginni Lviv í vestuhluta Úkraínu. Á árunum 2008 til 2012 var hann sendiherra Úkraínu fyrir Ísland með aðsetur í Helsinki. Nú þegar hátt í þrjú ár eru frá innrás Rússa segir hann Úkraínumenn staðráðna í að vinna sigur á Rússum, þrisvar sinnum fjölmennari þjóð. Andrii Deshchytsia ræðismaður Íslands í Lviv segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum sem muni aldrei gefast upp gegn innrás Rússa.Stöð 2/Einar „Baráttuandinn skiptir miklu máli í stríði og baráttuandi Úkraínumanna er mjög mikill,” segir Deshchytsia. Aðstæður væru að sjálfsögðu mjög krefjandi og þreyta í fólki eftir nær þriggja ára baráttu. „En við vitum fyrir hverju við berjumst. Við berjumst fyrir landfræðilegu fullveldi okkar, fyrir frelsið og framtíðina. Og við berjumst fyrir stöðugleika og friði á meginlandi Evrópu,“ segir ræðismaðurinn. Úkraína ætli ekki að láta Rússa komast upp með að fara á svig við alþjóðlög. Margvíslegur stuðningu Íslendinga við Úkraínu væri mjög mikilvægur. „Bæði mánnúðaraðstoðin og hafa samþykkt móttöku á fólki frá Úkraínu. Það eru rúmlega fjögur þúsund manns. Það er farið mjög vel með þau og þau hafa fengið hlýjar móttökur. Þá erum við mjög þakklát fyrir málfluting Íslands á alþjóðavettvangi,” segir Andrii Deshchytsia. Það skipti máli að Íslandi hvetji einnig önnur ríki áfram til stuðnings við Úkraínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að hafa 230 ræðismenn víðsvegar um heiminn.Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í morgun á fyrra degi heimsóknar þeirra til Íslands. Hún segir framlag 230 ræðismanna Íslands ómetanlegt. „Það eru mismunandi rök fyrir mikilvæginu á hverjum stað. En alls staðar er þetta verðmæti fyrir íslenskt samfélag, Íslendinga, verðmætasköpun, menningu, kynningu og þetta mjúka vald sem við stöndum í rauninni á þegar allt kemur til alls,“ segir Þórdís Kolbrún. Elizabeth Sy ræðismaður Íslands í Manialla á Filipseyjum segir að efla mætti samvinnu þjóðanna í tæknimálum.Stöð 2/Einar Elizabeth Sy ræðismaður í Manilla á Filipseyjum segir að efla mætti viðskiptatengsl landanna á sviði tækni. Hún hafi hitt fjölmarga af þeim fjögur þúsund Filipseyingum sem búa á Íslandi og þeir væru mjög ánægðir með dvölina. „Já, þeir eru það. En margir þeirra virðast þó eiga erfitt með að tileinka sér íslenskuna,“ segir Elizabeth Sy.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14