Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. september 2024 19:01 Tekist var á um menntamál á Menntaþingi í dag. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráð vill aftur taka upp samræmd próf. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nýtt matskerfi á döfinni. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir það jákvætt en breytingarnar hafi tekið of langan tíma. Vísir Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. Viðskiptaráð gagnrýndi stjórnvöld harðlega í sumar fyrir afnám samræmdra prófa úr skólakerfinu. Telur neyðarástand í skólakerfinu Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs var boðið á Menntaþing í dag þar sem hann sagði neyðarástand ríkja í skólakerfinu og mælti til þess að samræmd próf yrðu tekin upp aftur. „Stærsta breytingin sem hefur átt sér stað í skólakerfinu undanfarin fimmtán er að er að samræmdu prófin voru tekin úr sambandi og svo lögð niður. Það er stærsta breytingin á Íslandi miðað við önnur ríki. Íslandi hefur hrakað meira en við sjáum annars staðar. Við þurfum samræmda mælikvarða fyrir stór kerfi eins og grunnskólakerfið er,“ segir Björn. „Það er neyðarástand, nær helmingur drengja getur ekki lesið sér til gagns og þriðjungur stúlkna. Við viljum að í lok grunnskólagöngu verði tekið upp samræmt námsmat. Það geta verið alls konar hlutir í námskrá en við þurfum að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna. Þetta er ekki mjög flókið.“ Íslenskir grunnskólanemar standa sig mun verr í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum en aðrir nemar í OECD löndum. Þá var engin bekkur í grunnskólum sem viðmiði í lesfimisprófum í vor. Úr kynningu mennta- og barnamálaráðherra á Menntaþingi 2024.Vísir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra vonar að nýtt matskerfi taki á vandanum. Það verði tekið upp á næsta ári og sé fjölbreyttara en gömlu samræmdu prófin. „Við erum með frumvarp á leið inn í þing sem heitir Matsferill samræmt námsmat sem er gríðarlega umfangsmikið matskerfi. Það byggir á tvennu. Annars vegar sem matstæki á skólakerfið í heild. Hins vegar getur það virkað sem verkfæri dag frá degi inn í skólastofunni en það gerðu samræmdu prófin ekki,“ segir Ásmundur. Höfum rými til að verða betri Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins sagði á Menntaþingi í dag að sambandið væri hlynnt nýju matskerfi. Það mæli mun fleiri þætti en gömlu samræmdu prófin. Hann segir stjórnvöld þó hafa dregið lappirnar í málinu. „Það er engin launung að þetta er orðið of langt tímabil. Við treystum því að núna fari menn í það að búa rammann til. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er tilbúin. Við treystum því að við förum að búa til gæðastaðla. Viðskiptaráð notar orðið neyðarástand yfir ástand í skólakerfinu hér. Mér finnst það kannski ekki rétta orðið. En við höfum klárlega rými til bætingar í skólakerfinu,“ segir Magnús. Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grunnskólar Tengdar fréttir Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01 Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Viðskiptaráð gagnrýndi stjórnvöld harðlega í sumar fyrir afnám samræmdra prófa úr skólakerfinu. Telur neyðarástand í skólakerfinu Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs var boðið á Menntaþing í dag þar sem hann sagði neyðarástand ríkja í skólakerfinu og mælti til þess að samræmd próf yrðu tekin upp aftur. „Stærsta breytingin sem hefur átt sér stað í skólakerfinu undanfarin fimmtán er að er að samræmdu prófin voru tekin úr sambandi og svo lögð niður. Það er stærsta breytingin á Íslandi miðað við önnur ríki. Íslandi hefur hrakað meira en við sjáum annars staðar. Við þurfum samræmda mælikvarða fyrir stór kerfi eins og grunnskólakerfið er,“ segir Björn. „Það er neyðarástand, nær helmingur drengja getur ekki lesið sér til gagns og þriðjungur stúlkna. Við viljum að í lok grunnskólagöngu verði tekið upp samræmt námsmat. Það geta verið alls konar hlutir í námskrá en við þurfum að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna. Þetta er ekki mjög flókið.“ Íslenskir grunnskólanemar standa sig mun verr í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum en aðrir nemar í OECD löndum. Þá var engin bekkur í grunnskólum sem viðmiði í lesfimisprófum í vor. Úr kynningu mennta- og barnamálaráðherra á Menntaþingi 2024.Vísir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra vonar að nýtt matskerfi taki á vandanum. Það verði tekið upp á næsta ári og sé fjölbreyttara en gömlu samræmdu prófin. „Við erum með frumvarp á leið inn í þing sem heitir Matsferill samræmt námsmat sem er gríðarlega umfangsmikið matskerfi. Það byggir á tvennu. Annars vegar sem matstæki á skólakerfið í heild. Hins vegar getur það virkað sem verkfæri dag frá degi inn í skólastofunni en það gerðu samræmdu prófin ekki,“ segir Ásmundur. Höfum rými til að verða betri Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins sagði á Menntaþingi í dag að sambandið væri hlynnt nýju matskerfi. Það mæli mun fleiri þætti en gömlu samræmdu prófin. Hann segir stjórnvöld þó hafa dregið lappirnar í málinu. „Það er engin launung að þetta er orðið of langt tímabil. Við treystum því að núna fari menn í það að búa rammann til. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er tilbúin. Við treystum því að við förum að búa til gæðastaðla. Viðskiptaráð notar orðið neyðarástand yfir ástand í skólakerfinu hér. Mér finnst það kannski ekki rétta orðið. En við höfum klárlega rými til bætingar í skólakerfinu,“ segir Magnús.
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grunnskólar Tengdar fréttir Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01 Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44