„Töluverður og alvarlegur“ misbrestur við vinnslu mála Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. september 2024 18:20 Börn að ærslast á ærslabelg í Borgarbyggð. Niðurstöður athugunar GEV sýndu fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar“ á því tímabili sem var til athugunar. Borgarbyggð Brotið var ítrekað gegn málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar, leiðbeiningar til starfsfólks skorti, verkferlar voru óskýrir og samskipti við aðila mála voru ekki í samræmi við lög og reglugerðir. Þetta kemur fram í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) sem gerðu frumkvæðisathugun á þjónustunni. Þar segir að stofnað hafi verið til athugunarinnar í mars 2023 vegna fjölda alvarlegra ábendinga og kvartana sem bárust stofnuninni og sneru að gæðum þjónustunnar. Athugunin var afmörkuð við þjónustu sem veitt var frá 1. janúar 2022 til 1. apríl 2023. Markmiðið hafi verið að kanna vinnubrögð, málsmeðferð og annað sem varpað gæti ljósi á gæði þjónustunnar og hvort hún samræmdist lögum, reglugerðum, reglum og leiðbeiningum sem fylgja skal við vinnslu barnaverndarmála. Töluverður og alvarlegur misbrestur Útdráttur úr skýrslu GEV hefur verið birtur en hún mun ekki birtast í heild sinni vegna persónugreinanlegra upplýsinga í skýrslunni. Margvísleg gögn voru til skoðunar auk þess sem rætt var við starfsfólk og stjórnendur þjónustunnar. Niðurstöður athugunar GEV sýna fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar á tímabilinu er athugunin náði til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að skort hafi skýra verkferla og leiðbeiningar til starfsfólks barnaverndarþjónustunnar, skráningu mála og varðveislu upplýsinga hafi verið verulega ábótavant og skort hafi töluvert á að samskipti og samvinna við aðila máls hafi verið í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Í fjórða lagi segir að ítrekað hafi verið brotið gegn málsmeðferðarreglum við vinnslu mála. Það hafi átt við öll stig málsmeðferðar hvort sem um ræddi meðferð á tilkynningum, ákvörðunum um skipun talsmanns, könnun mála, gerð áætlana um meðferð mála, framkvæmd vistana utan heimilis eða framkvæmd neyðarráðstafana. Ber að vinna að úrbótum á næstu sex mánuðum Á grundvelli niðurstaðna athugunarinnar eru í skýrslu GEV sett fram tilmæli um úrbætur sem barnaverndarþjónustunni ber að vinna að innan sex mánaða. Hins vegar kemur líka fram í tilkynningunni að margþættar umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við þau tilmæli um úrbætur sem lögð eru fram í skýrslunni. Úrbætur hafi verið gerðar á innra eftirliti, verkferlum og leiðbeiningum til starfsfólks. Stöðugildum starfsmanna hefði verið fjölgað og aðgengi bætt að lögmanni með þekkingu á barnaverndarmálum. Einnig kemur fram að unnið sé að því að stofna Barnaverndarþjónustu Vesturlands þar sem Borgarbyggð verði leiðandi sveitarfélag. Borgarbyggð Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) sem gerðu frumkvæðisathugun á þjónustunni. Þar segir að stofnað hafi verið til athugunarinnar í mars 2023 vegna fjölda alvarlegra ábendinga og kvartana sem bárust stofnuninni og sneru að gæðum þjónustunnar. Athugunin var afmörkuð við þjónustu sem veitt var frá 1. janúar 2022 til 1. apríl 2023. Markmiðið hafi verið að kanna vinnubrögð, málsmeðferð og annað sem varpað gæti ljósi á gæði þjónustunnar og hvort hún samræmdist lögum, reglugerðum, reglum og leiðbeiningum sem fylgja skal við vinnslu barnaverndarmála. Töluverður og alvarlegur misbrestur Útdráttur úr skýrslu GEV hefur verið birtur en hún mun ekki birtast í heild sinni vegna persónugreinanlegra upplýsinga í skýrslunni. Margvísleg gögn voru til skoðunar auk þess sem rætt var við starfsfólk og stjórnendur þjónustunnar. Niðurstöður athugunar GEV sýna fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar á tímabilinu er athugunin náði til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að skort hafi skýra verkferla og leiðbeiningar til starfsfólks barnaverndarþjónustunnar, skráningu mála og varðveislu upplýsinga hafi verið verulega ábótavant og skort hafi töluvert á að samskipti og samvinna við aðila máls hafi verið í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Í fjórða lagi segir að ítrekað hafi verið brotið gegn málsmeðferðarreglum við vinnslu mála. Það hafi átt við öll stig málsmeðferðar hvort sem um ræddi meðferð á tilkynningum, ákvörðunum um skipun talsmanns, könnun mála, gerð áætlana um meðferð mála, framkvæmd vistana utan heimilis eða framkvæmd neyðarráðstafana. Ber að vinna að úrbótum á næstu sex mánuðum Á grundvelli niðurstaðna athugunarinnar eru í skýrslu GEV sett fram tilmæli um úrbætur sem barnaverndarþjónustunni ber að vinna að innan sex mánaða. Hins vegar kemur líka fram í tilkynningunni að margþættar umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við þau tilmæli um úrbætur sem lögð eru fram í skýrslunni. Úrbætur hafi verið gerðar á innra eftirliti, verkferlum og leiðbeiningum til starfsfólks. Stöðugildum starfsmanna hefði verið fjölgað og aðgengi bætt að lögmanni með þekkingu á barnaverndarmálum. Einnig kemur fram að unnið sé að því að stofna Barnaverndarþjónustu Vesturlands þar sem Borgarbyggð verði leiðandi sveitarfélag.
Borgarbyggð Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira