„Töluverður og alvarlegur“ misbrestur við vinnslu mála Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. september 2024 18:20 Börn að ærslast á ærslabelg í Borgarbyggð. Niðurstöður athugunar GEV sýndu fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar“ á því tímabili sem var til athugunar. Borgarbyggð Brotið var ítrekað gegn málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar, leiðbeiningar til starfsfólks skorti, verkferlar voru óskýrir og samskipti við aðila mála voru ekki í samræmi við lög og reglugerðir. Þetta kemur fram í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) sem gerðu frumkvæðisathugun á þjónustunni. Þar segir að stofnað hafi verið til athugunarinnar í mars 2023 vegna fjölda alvarlegra ábendinga og kvartana sem bárust stofnuninni og sneru að gæðum þjónustunnar. Athugunin var afmörkuð við þjónustu sem veitt var frá 1. janúar 2022 til 1. apríl 2023. Markmiðið hafi verið að kanna vinnubrögð, málsmeðferð og annað sem varpað gæti ljósi á gæði þjónustunnar og hvort hún samræmdist lögum, reglugerðum, reglum og leiðbeiningum sem fylgja skal við vinnslu barnaverndarmála. Töluverður og alvarlegur misbrestur Útdráttur úr skýrslu GEV hefur verið birtur en hún mun ekki birtast í heild sinni vegna persónugreinanlegra upplýsinga í skýrslunni. Margvísleg gögn voru til skoðunar auk þess sem rætt var við starfsfólk og stjórnendur þjónustunnar. Niðurstöður athugunar GEV sýna fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar á tímabilinu er athugunin náði til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að skort hafi skýra verkferla og leiðbeiningar til starfsfólks barnaverndarþjónustunnar, skráningu mála og varðveislu upplýsinga hafi verið verulega ábótavant og skort hafi töluvert á að samskipti og samvinna við aðila máls hafi verið í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Í fjórða lagi segir að ítrekað hafi verið brotið gegn málsmeðferðarreglum við vinnslu mála. Það hafi átt við öll stig málsmeðferðar hvort sem um ræddi meðferð á tilkynningum, ákvörðunum um skipun talsmanns, könnun mála, gerð áætlana um meðferð mála, framkvæmd vistana utan heimilis eða framkvæmd neyðarráðstafana. Ber að vinna að úrbótum á næstu sex mánuðum Á grundvelli niðurstaðna athugunarinnar eru í skýrslu GEV sett fram tilmæli um úrbætur sem barnaverndarþjónustunni ber að vinna að innan sex mánaða. Hins vegar kemur líka fram í tilkynningunni að margþættar umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við þau tilmæli um úrbætur sem lögð eru fram í skýrslunni. Úrbætur hafi verið gerðar á innra eftirliti, verkferlum og leiðbeiningum til starfsfólks. Stöðugildum starfsmanna hefði verið fjölgað og aðgengi bætt að lögmanni með þekkingu á barnaverndarmálum. Einnig kemur fram að unnið sé að því að stofna Barnaverndarþjónustu Vesturlands þar sem Borgarbyggð verði leiðandi sveitarfélag. Borgarbyggð Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) sem gerðu frumkvæðisathugun á þjónustunni. Þar segir að stofnað hafi verið til athugunarinnar í mars 2023 vegna fjölda alvarlegra ábendinga og kvartana sem bárust stofnuninni og sneru að gæðum þjónustunnar. Athugunin var afmörkuð við þjónustu sem veitt var frá 1. janúar 2022 til 1. apríl 2023. Markmiðið hafi verið að kanna vinnubrögð, málsmeðferð og annað sem varpað gæti ljósi á gæði þjónustunnar og hvort hún samræmdist lögum, reglugerðum, reglum og leiðbeiningum sem fylgja skal við vinnslu barnaverndarmála. Töluverður og alvarlegur misbrestur Útdráttur úr skýrslu GEV hefur verið birtur en hún mun ekki birtast í heild sinni vegna persónugreinanlegra upplýsinga í skýrslunni. Margvísleg gögn voru til skoðunar auk þess sem rætt var við starfsfólk og stjórnendur þjónustunnar. Niðurstöður athugunar GEV sýna fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar á tímabilinu er athugunin náði til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að skort hafi skýra verkferla og leiðbeiningar til starfsfólks barnaverndarþjónustunnar, skráningu mála og varðveislu upplýsinga hafi verið verulega ábótavant og skort hafi töluvert á að samskipti og samvinna við aðila máls hafi verið í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Í fjórða lagi segir að ítrekað hafi verið brotið gegn málsmeðferðarreglum við vinnslu mála. Það hafi átt við öll stig málsmeðferðar hvort sem um ræddi meðferð á tilkynningum, ákvörðunum um skipun talsmanns, könnun mála, gerð áætlana um meðferð mála, framkvæmd vistana utan heimilis eða framkvæmd neyðarráðstafana. Ber að vinna að úrbótum á næstu sex mánuðum Á grundvelli niðurstaðna athugunarinnar eru í skýrslu GEV sett fram tilmæli um úrbætur sem barnaverndarþjónustunni ber að vinna að innan sex mánaða. Hins vegar kemur líka fram í tilkynningunni að margþættar umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við þau tilmæli um úrbætur sem lögð eru fram í skýrslunni. Úrbætur hafi verið gerðar á innra eftirliti, verkferlum og leiðbeiningum til starfsfólks. Stöðugildum starfsmanna hefði verið fjölgað og aðgengi bætt að lögmanni með þekkingu á barnaverndarmálum. Einnig kemur fram að unnið sé að því að stofna Barnaverndarþjónustu Vesturlands þar sem Borgarbyggð verði leiðandi sveitarfélag.
Borgarbyggð Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira