UEFA kynnti boð landanna í dag. Formleg ákvörðun um staðsetningu mótsins verður hins vegar ekki tekin fyrr en á aðalþingi UEFA í desember.
Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð og Danmörk hafa því slitið sig lausa frá Finnlandi og Noregi en þjóðirnar fjórar buðust til að halda EM 2025, sem mun fara fram í Sviss.
Auk þess buðust Frakkland og Pólland til að halda EM 2025, Frakkland virðist hins vegar hafa fengið sig nóg af íþróttaviðburðum eftir Ólympíuleikana í sumar og lagði ekki fram boð í EM 2029.
2025 í Sviss
Áætlanir UEFA, sem einnig voru kynntar í dag, gera ráð fyrir um 150.000 fótboltaferðalöngum í Sviss á næsta ári.
Miðasala á mótið hófst í gær, en Ísland er ein af átta þjóðum sem hefur tryggt sér sæti á EM 2025 í Sviss. Fimmtán þjóðir munu taka þátt, endanleg niðurröðun mun liggja fyrir í nóvember og dregið verður í riðla þann 16. desember.