Maté: Erum að fara að tapa fullt af leikjum Árni Jóhannsson skrifar 3. október 2024 21:35 Maté Dalmay hafði fáar ástæður til að brosa í kvöld Vísir/Hulda Margrét Þjálfari Hauka, Maté Dalmay, var sjáanlega svekktur með það hvernig lið hans mætti til leiks gegn Hetti fyrr í kvöld. Gólfið á Ásvöllum var skúrað með Haukaliðinu og héldu strákarnir hans Viðars á moppunni. Leiknum lauk með 80-108 sigri gestanna og byrjun tímabilsins gæti varla verið verri. Hvað var Maté ósáttastur við? „Ég er svekktastur með að það eru allir ótrúlega peppaðir fyrir því að byrja tímabilið og við bjóðum upp á þetta.“ Maté var á því að hittni Hattar hafi orðið til þess að leikurinn þróaðist eins og hann gerði. „Þeir hitta svakalega vel og það dregur úr okkur allan lífsvilja og viljann til að spila eins og menn hérna.“ Höfðu leikmannabreytingar rétt fyrir leik slæm áhrif á það hverni lið hans kom inn í leikinn? „Nei nei nei nei nei. Hann [Seppe D'espallier] spilaði vel í dag. Hann hjálpaði okkur í dag ef eitthvað er. Það eru hinir sem mega vera mjög óánægðir með sjálfa sig í dag.“ Maté ákvað að fara í einfaldar leiðbeiningar til sinna manna á næstu æfingu. „Þetta er rosaleg einföldun en við erum að skjóta 15-20% allan leikinn í þristum allan leikinn. Góðir skotmenn eins og Ágúst, Everage og fleiri úr ágætis skotum framan af allavega. Þangað til að það kom þessi uppgjafakafli þar sem þetta fór í eitthvað bull. Svo settu þeir allt niður bara og það er engin heppni að skjóta vel. Þeir mættu bara miklu tilbúnari að smella honum ofan í.“ Birkir Hrafn Eyþórsson er líklega eini jákvæði punkturinn sem Haukar geta dregið úr þessum sigri en lesendur ættu að leggja þetta nafn á minnið. Hann var að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeild og verður 18 ára í nóvember. Hann skoraði 12 stig og skoraði átta af fyrstu átta stigum heimamanna. „Hann var flottur. Hann var ekki hræddur við sviðið en ég er ekki viss um að hinir hafi verið hræddir, ég held ekki. Birkir heldur vonandi áfram svona og smitar út frá sér til hinna. Við þurfum af fá framlag frá þeim sem sáu gólfið í dag. Þeir mega ekki vera hræddir, við erum að fara að tapa fullt af leikjum í vetur. Við þurfum að vinna ákveðið magn af leikjum til að gera eitthvað en tapleikirnir mega ekki vera svona gjörsamlega vonlausir.“ Bónus-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Hvað var Maté ósáttastur við? „Ég er svekktastur með að það eru allir ótrúlega peppaðir fyrir því að byrja tímabilið og við bjóðum upp á þetta.“ Maté var á því að hittni Hattar hafi orðið til þess að leikurinn þróaðist eins og hann gerði. „Þeir hitta svakalega vel og það dregur úr okkur allan lífsvilja og viljann til að spila eins og menn hérna.“ Höfðu leikmannabreytingar rétt fyrir leik slæm áhrif á það hverni lið hans kom inn í leikinn? „Nei nei nei nei nei. Hann [Seppe D'espallier] spilaði vel í dag. Hann hjálpaði okkur í dag ef eitthvað er. Það eru hinir sem mega vera mjög óánægðir með sjálfa sig í dag.“ Maté ákvað að fara í einfaldar leiðbeiningar til sinna manna á næstu æfingu. „Þetta er rosaleg einföldun en við erum að skjóta 15-20% allan leikinn í þristum allan leikinn. Góðir skotmenn eins og Ágúst, Everage og fleiri úr ágætis skotum framan af allavega. Þangað til að það kom þessi uppgjafakafli þar sem þetta fór í eitthvað bull. Svo settu þeir allt niður bara og það er engin heppni að skjóta vel. Þeir mættu bara miklu tilbúnari að smella honum ofan í.“ Birkir Hrafn Eyþórsson er líklega eini jákvæði punkturinn sem Haukar geta dregið úr þessum sigri en lesendur ættu að leggja þetta nafn á minnið. Hann var að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeild og verður 18 ára í nóvember. Hann skoraði 12 stig og skoraði átta af fyrstu átta stigum heimamanna. „Hann var flottur. Hann var ekki hræddur við sviðið en ég er ekki viss um að hinir hafi verið hræddir, ég held ekki. Birkir heldur vonandi áfram svona og smitar út frá sér til hinna. Við þurfum af fá framlag frá þeim sem sáu gólfið í dag. Þeir mega ekki vera hræddir, við erum að fara að tapa fullt af leikjum í vetur. Við þurfum að vinna ákveðið magn af leikjum til að gera eitthvað en tapleikirnir mega ekki vera svona gjörsamlega vonlausir.“
Bónus-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti