Innlent

Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins of­beldis

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Aðstandandi og aðgerðasinnar munu fara með erindi á viðburðinum áður en kertin verða tendruð.
Aðstandandi og aðgerðasinnar munu fara með erindi á viðburðinum áður en kertin verða tendruð. Öfgar/Getty

Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola boða til kertavöku 9. október næstkomandi til minningar um konur sem hafa látið lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Viðburðurinn hefst klukkan 20 fyrir utan Kvennaskólann þar sem aðstandendur þolenda og aðgerðasinnar fara með erindi. Að ræðuhöldum loknum verður gengið í þögn að Tjörninni þar sem kerti verða tendruð og loks mun hópurinn syngja „Maístjörnuna“ og „Sofðu unga ástin mín“.

Með erindi á viðburðinum verða Ólöf Tara, stjórnarkona Öfga; Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola; Ragnheiður, aðstandandi Kristínar Gerðar; Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Ugla Stefanía, kynjafræðingur.

Þá segir að breska ríkisútvarpið, BBC, verði á staðnum og muni mynda kertavökuna í heimildarmynd um stöðu kvenna á Íslandi. Einnig segir að kerti verði seld á staðnum og að ágóði sölunnar renni til móður Kolfinnu Eldeyjar. Þó er tekið fram að söfnunin tengist ekki viðfangsefni viðburðarins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×