Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. október 2024 10:19 Rúm fjögur ár eru síðan fyrsti þátturinn af Karlmennskunni var gefinn út. Vísir/Vilhelm Kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson hefur tilkynnt að ekki verði teknir upp fleiri þættir af hlaðvarpi hans, Karlmennskunni. Í færslu á Insragram síðu hlaðvarpsins segir Þorsteinn að áfram verði hægt að nálgast þættina á hlaðvarpsveitum en þættirnir verði ekki fleiri. „Það hefur verið afskaplega gaman að hitta og spjalla við svo margt frótt fólk með áhugaverða reynslu eða sjónarhorn á samfélagið. Markmiðið var alltaf að varpa ljósi á virkni feðraveldis í gegnum mismunandi birtingarmyndir, sem höfðu einhvern snertiflöt við karla eða karlmennsku. Veit að það tókst oft vel upp. Og það gleður mig að vita að ennþá eru nokkur hundruð einstaklingar að hlusta á gamla þætti,“ segir í færslu Þorsteins. Þá segir hann að stundum hafi hann átt í erfiðleikum með að verða sér úti um styrki, ekki öll fyrirtæki hafi verið til í að leggja honum lið. „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara fyrir fyrirtæki að tengja sig femínísku hlaðvarpi. Þrátt fyrir þrjú til sex þúsund hlustanir á hvern þátt og snertingu við um 30 þúsund á þessum miðli þóttu yfir 100 fyrirtækjum, sem þá höfðu varið fjármagni í hlaðvörp og „áhrifavalda“, ekki nógu safe að tengjast Karlmennskunni. Þau völdu frekar að tengjast einhverjum sem fjalla um fótbolta, fíkniefni, grín og glens – eitthvað „hlutlaust“,“ segir jafnframt í færslunni. Þorsteinn segist ekki hafa skrifað færsluna til að fá samkennd eða vorkunn. „Ég er að skrifa þetta svo þið sjáið hvernig það er að taka raunverulega afstöðu og hversu hættulegt það virðist vera. Vonandi verður auðveldara fyrir næstu kynslóð að sækja fjármagn til að standa í jafnréttisbaráttu.“ Þorsteinn var viðmælandi í Einkalífinu á Vísi fyrr á árinu. Þar ræddi hann meðal annars um hlaðvarpið og fjölmiðlastorminn sem varð í kringum bók hans og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í aðdraganda síðustu jóla og áhrifin sem málið hafði á hann. Hlaðvörp Jafnréttismál Tímamót Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Í færslu á Insragram síðu hlaðvarpsins segir Þorsteinn að áfram verði hægt að nálgast þættina á hlaðvarpsveitum en þættirnir verði ekki fleiri. „Það hefur verið afskaplega gaman að hitta og spjalla við svo margt frótt fólk með áhugaverða reynslu eða sjónarhorn á samfélagið. Markmiðið var alltaf að varpa ljósi á virkni feðraveldis í gegnum mismunandi birtingarmyndir, sem höfðu einhvern snertiflöt við karla eða karlmennsku. Veit að það tókst oft vel upp. Og það gleður mig að vita að ennþá eru nokkur hundruð einstaklingar að hlusta á gamla þætti,“ segir í færslu Þorsteins. Þá segir hann að stundum hafi hann átt í erfiðleikum með að verða sér úti um styrki, ekki öll fyrirtæki hafi verið til í að leggja honum lið. „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara fyrir fyrirtæki að tengja sig femínísku hlaðvarpi. Þrátt fyrir þrjú til sex þúsund hlustanir á hvern þátt og snertingu við um 30 þúsund á þessum miðli þóttu yfir 100 fyrirtækjum, sem þá höfðu varið fjármagni í hlaðvörp og „áhrifavalda“, ekki nógu safe að tengjast Karlmennskunni. Þau völdu frekar að tengjast einhverjum sem fjalla um fótbolta, fíkniefni, grín og glens – eitthvað „hlutlaust“,“ segir jafnframt í færslunni. Þorsteinn segist ekki hafa skrifað færsluna til að fá samkennd eða vorkunn. „Ég er að skrifa þetta svo þið sjáið hvernig það er að taka raunverulega afstöðu og hversu hættulegt það virðist vera. Vonandi verður auðveldara fyrir næstu kynslóð að sækja fjármagn til að standa í jafnréttisbaráttu.“ Þorsteinn var viðmælandi í Einkalífinu á Vísi fyrr á árinu. Þar ræddi hann meðal annars um hlaðvarpið og fjölmiðlastorminn sem varð í kringum bók hans og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í aðdraganda síðustu jóla og áhrifin sem málið hafði á hann.
Hlaðvörp Jafnréttismál Tímamót Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira